Föstudagsviðtalið: Allt í lagi að hafa rangt fyrir sér Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 10. júlí 2015 08:00 Jón Þór Ólafsson hættir á þingi í haust. Hann segir valdhroka og spillingarmál ástæður velgengni Pírata í skoðanakönnunum um þessar mundir. Jón Þór segir fjármálaráðherra ekki vilja að almenningur hafi málskotsrétt í raun og veru þó hann boði breytingar í þeim efnum. Hann var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Píratar mælast nú stærstir allra stjórnmálaflokka í skoðanakönnunum en sjálfum finnst honum tími til að snúa sér aftur að malbiksvinnu sem hann vann við áður en hann fór á þing. Þar fær hann tíma til að hugsa. En af hverju að hætta á þingi? „Það er gott að þekkja sinn vitjunartíma. Ég veit hvar styrkleikar mínir liggja og ég veit að Ásta Helgadóttir er til í að bjóða sig fram næst, varaþingmaður minn. Ég sagði þetta í blaðaviðtali fyrir tveimur árum að ef hún væri tilbúin til að halda áfram með starfið, að þá væri ég tilbúinn að stíga til hliðar. Styrkleikar mínir felast í því að koma verkefnum af stað og gera þau sjálfbær, hluti af því er að gera það aðgengilegt fyrir aðra að ganga inn í starfið. Það er eitthvað sem ég ætla að gera í sumar, taka allt saman. Hvernig þetta raunverulega virkar, hvar völdin liggja og svo framvegis. Það er gott fyrir komandi þingmenn og ekki síst almenning,“ segir Jón Þór.Spjallaði við ráðherra á klósettinu Hann segist hafa lært margt á þingi undanfarin ár, hvernig hinn pólitíski leikur virkar þó það hafi reyndar verið eitthvað sem hann spáði mikið í áður. Hann hefur meðal annars gefið út bók um leikreglur í stjórnmálum. „Það sem kom mér mest á óvart, ef ég var að gera eitthvað sem virkaði óþægilega fyrir ráðherrana þá voru þeir hvað mest kammó. Þá spjölluðu þeir við mann á klósettinu og allur pakkinn. Um leið og slíkt gerðist vissi ég að ég var að gera eitthvað rétt. En heilinn á mér var vel smurður fyrir starfið. Ég skrifaði bók 2008, the Game of politics, þar sem ég tók saman um hvað þessi heimur er. Ég verð alltaf að gera það – ná utanum viðfangsefnið,“ segir hann. Píratar komu inn á þing með látum. Þeir hafa boðað breyttar áherslur í stjórnmálum og má segja að þeir hafi hrist upp í þingheimi. Áherslur þeirra virðast höfða til landsmanna samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum en ef gengi yrði til kosninga núna myndu þeir ná 26 þingmönnum inn. En hvernig hefur þeim verið tekið á þingi? „Okkur hefur verið tekið vel, við vorum alltaf tilbúin að starfa með hverjum sem er. Fyrsti kaflinn í okkar grunnstefnu fjallar um hvernig við eigum að starfa – við eigum að taka vel upplýstar ákvarðanir, byggðar á rökréttri hugsun. Við eigum að taka upp hugmyndir sama hverjir fortalsmennirnir eru ef þær eru góðar. Þetta setur strax tóninn, að starfa undir slíkri stefnu og í umboði slíkrar stefnu. Við gerðum þetta strax þegar við töluðum við Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra um þessa þingályktunartillögu að líta á fíkniefnaneyslu sem heilbrigðis- og félagsmál í stað dóms- og löggæsluvandamál. Við störfuðum vel með honum. Hann á heiður skilinn. Við munum brátt sjá hvað kemur út úr því. Svo starfaði ég með Ragnheiði Elínu, hún skipaði strax starfshóp þegar ég fór að tala um mikilvægi internetsins og verðmætasköpun í kringum það,“ segir hann. Jón Þór er fæddur og uppalinn í Breiðholtinu með stuttri viðkomu í Árbænum. Hann segist hafa verið svolítið nörd sem rímar ágætlega við það að velgengni Pírata hefur stundum verið kölluð uppreisn nördanna. „Ég var bæði nörd og ekki, í nörda hóp að spila og role-playa. Nördar eru æðislegir, þeir þurfa svo lítið að þykjast. Það er svo þægilegt andrúmsloft þegar þess þarf ekki. En svo var ég líka í töffarahópum,“ segir hann. Vísir/ValliKynntist ástinni á Hot or Not Á unglingsárum var hann leitandi. „Ég var tvítugur þegar ég prófaði hugleiðslu og datt inn í það. Ég upplifði svona stutt uppljómunaraugnablik. Það er hægt að verða fíkinn í það – mjög háður. Þú vilt alltaf komast aftur í þetta ástand, því meira sem þú reynir að grípa það þeim mun fljótar rennur það úr greipum þér.“Var hann þá með hugleiðslufíkn? „Já. Fíkinn í að komast í þetta ástand, þennan frið og sátt. Þetta er þekkt fyrirbæri. Ég fór að lesa í öllum trúarbrögðunum og reyna að finna hvað þetta væri. En ég endaði á stað þar sem ég var orðinn ofboðslega þurr. Ef að það sem þú miðar allt lífið við er uppljómunarástand, þá er allt annað helvíti þurrt og leiðinlegt.“ Með hjálp geðhjúkrunarfræðings komst hann úr því ástandi. „Ég sleppti tökunum og varð sáttari við lífið og tilveruna. Ég varð tilbúinn til þess að verða ástfanginn.“ Hann kynntist konu sinni, Zarela Castro frá Perú á internetinu eins og sönnum Pírötum sæmir. Þau eiga í dag tvö börn. „Þá var ég búinn að sjá þessa síðu Hot or not, sem er forveri Tinder. Ég póstaði mynd af mér og spjallaði við fullt af stelpum. Svo tjattaði ég við eina og hafði svona gaman af því,“ segir hann og hlær.Á þessum tíma ferðaðist hann mikið um heiminn og ákvað að fara til Perú að hitta Zarelu. „Við urðum ástfangin.“ Börnin þeirra eru tveggja og hálfs og fimm ára. „Að verða faðir er dásamlegt, það breytti lífinu þannig að forgangsröðunin er allt önnur. Það er ekkert yndislegra en að halda á barninu þínu og elska barnið þitt.“Valdhrokinn kallar á gagnsæi Jón Þór segir velgengni Pírata skýrast af ýmsu. „Undanfarna mánuði hefur gerræðið verið mikið, spillingarmál að koma upp. Þegar fólk sér það, valdhrokann, þá vill það meira gagnsæi og að fá að koma að málunum. Þetta er grunnstefna Pírata.” Hann segir að við munum örugglega sjá breytingar samhliða forsetakosningum á næsta ári. „Það er uppi hávær krafa um beint lýðræði og þá liggur beinast við að almenningur geti kallað eftir atkvæðagreiðslum. Menn eru byrjaðir að átta sig á því að þetta er það sem koma skal. Í strategísku fræðunum er þetta kallað að búa til framtíðina, það er ekki nóg að bregðast við. Til dæmis, Bjarni Ben kallar eftir þessu núna – haldið þið að hann vilji þetta? Nei, auðvitað ekki. Haldið þið að hann vilji afsala sér völdum svo fólk geti stöðvað að hann fái sínu framgengt? Nei. Hann vill það ekki neitt. Aftur á móti er það ákjósanlegra að hann fái að stjórna ferlinu. Hann minnkar um leið þrýstinginn á heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Þetta er mjög snjallt hjá honum,” segir Jón Þór og hlær.Menn munu tala Þá hafa Píratar vakið athygli fyrir hvernig þeir koma fram í fjölmiðlum og ræðustól. „Það að þú segir ekki hluti eða að þú segir hálfsannleik getur þýtt að það er ekki hægt að herma eitthvað upp á þig seinna. Ef þú ert í stjórnmálamenningu og væntingar innan þíns flokks eru að þú hafir aldrei rangt fyrir þér þarftu alltaf að vera að passa þig á svona hlutum. Við segjum að það sé allt í lagi að hafa rangt fyrir sér. Þú mátt skipta í skoðun. Þú átt að skipta um skoðun ef nýjar upplýsingar koma í ljós.” Jón Þór segir þó umræðuhefðinni ekki hafa verið breytt með tilkomu Pírata inn á þing. „Menn tala um að maður þurfi að breyta menningunni og samtölunum, en það gerist ekki því kerfið býður ekki upp á það. Málþófið til dæmis, er kerfislægt vandamál. Meðan meirihlutinn hefur hundrað prósent dagskrárvald og minnihlutinn hefur þetta bara, að tala, og forsetinn heldur áfram að setja á dagskrá mál sem eru gegn vilja þjóðarinnar þá að sjálfsögðu munu menn tala. Svo setur forsetinn kannski dagskrána í gang klukkan tíu að morgni og hefur hana til miðnættis. Það er verið að reyna að þreyta mannskapinn. Svona virkar þetta, í alvöru. Á meðan ramminn er svona, þá verður þetta svona. En um leið og þjóðin fær málskotsréttinn, það mun strax bæta þetta.”Lukkuriddarar nenna ekki ferlinuEn eiga Píratar mannskap í það ef næstu kosningar fara eins og skoðanakannanir segja til um? Eruði ekkert hrædd við tækifærissinnana? „Ég veit það ekki. Við viljum einhvern sem er Pírati inn að beini, setur í forgang verndun og eflingu borgararéttinda og lýðræðisumbætur. Svo viltu einstakling sem getur komið skilaboðunum á framfæri og átt rökræðu. Það þarf að gera ferlið langt og ítarlegt, svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hverjir fara á lista. Á sama tíma held ég að lukkuriddarar nenni ekki að taka þátt í löngu ferli þar sem þeir þurfa að vera að svara spurningum og mæta.” Þingmenn flokks Pírata hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá í atkvæðagreiðslum og þú sast hjá í 66% mála á þessu þingi, hvað kemur til? „Við eigum að taka upplýstar ákvarðanir, það er ekki hægt að taka upplýstar ákvarðarnir um öll mál. Það eru ofboðslega mörg mál sem eru þannig að það eru krókar og kimar sem maður hreinlega getur ekki sett sig inn í því það eru bara 24 tímar í sólarhringnum. Maður hefur ekki aðgang að því sem er að gerast í þeim nefndum sem maður er ekki í, sem er brjálæði ef þú pælir í því. Ég hef forgangsraðað þannig, hvaða mál varða grunnstefnu Pírata? Hvaða mál hafa áhrif, til að styrkja eða veikja borgararéttindi og hvaða mál hafa áhrif á valddreifingu eða lýðræðisumbætur? Ég byrja á þeim. Ég ákveð frekar að setja fókus á færri mál og gera það vel í stað þess að reyna að skoða yfirborðið á öllum málum.”Aftur í malbikið Jón Þór yfirgefur þingflokk Pírata sáttur, er kominn aftur í gömlu vinnuna sína í malbikinu og vonast til að kraftar sínar nýtist vel. Líklega hefðu flestir talið að starf þingmannsins væri eftirsóknarverðara? „Hugurinn er frjáls í þessu starfi, starfið er sjálfvirkt. Það krefst einskis af huganum á mér, þannig að hann er galopinn og ferskur. Það hentar mér rosalega vel að vera með hugann frjálsan, þá kemur alltaf eitthvað upp, strategískt og skemmtilegt. Ég fyllist orku og framkvæmi eitthvað.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Jón Þór Ólafsson hættir á þingi í haust. Hann segir valdhroka og spillingarmál ástæður velgengni Pírata í skoðanakönnunum um þessar mundir. Jón Þór segir fjármálaráðherra ekki vilja að almenningur hafi málskotsrétt í raun og veru þó hann boði breytingar í þeim efnum. Hann var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Píratar mælast nú stærstir allra stjórnmálaflokka í skoðanakönnunum en sjálfum finnst honum tími til að snúa sér aftur að malbiksvinnu sem hann vann við áður en hann fór á þing. Þar fær hann tíma til að hugsa. En af hverju að hætta á þingi? „Það er gott að þekkja sinn vitjunartíma. Ég veit hvar styrkleikar mínir liggja og ég veit að Ásta Helgadóttir er til í að bjóða sig fram næst, varaþingmaður minn. Ég sagði þetta í blaðaviðtali fyrir tveimur árum að ef hún væri tilbúin til að halda áfram með starfið, að þá væri ég tilbúinn að stíga til hliðar. Styrkleikar mínir felast í því að koma verkefnum af stað og gera þau sjálfbær, hluti af því er að gera það aðgengilegt fyrir aðra að ganga inn í starfið. Það er eitthvað sem ég ætla að gera í sumar, taka allt saman. Hvernig þetta raunverulega virkar, hvar völdin liggja og svo framvegis. Það er gott fyrir komandi þingmenn og ekki síst almenning,“ segir Jón Þór.Spjallaði við ráðherra á klósettinu Hann segist hafa lært margt á þingi undanfarin ár, hvernig hinn pólitíski leikur virkar þó það hafi reyndar verið eitthvað sem hann spáði mikið í áður. Hann hefur meðal annars gefið út bók um leikreglur í stjórnmálum. „Það sem kom mér mest á óvart, ef ég var að gera eitthvað sem virkaði óþægilega fyrir ráðherrana þá voru þeir hvað mest kammó. Þá spjölluðu þeir við mann á klósettinu og allur pakkinn. Um leið og slíkt gerðist vissi ég að ég var að gera eitthvað rétt. En heilinn á mér var vel smurður fyrir starfið. Ég skrifaði bók 2008, the Game of politics, þar sem ég tók saman um hvað þessi heimur er. Ég verð alltaf að gera það – ná utanum viðfangsefnið,“ segir hann. Píratar komu inn á þing með látum. Þeir hafa boðað breyttar áherslur í stjórnmálum og má segja að þeir hafi hrist upp í þingheimi. Áherslur þeirra virðast höfða til landsmanna samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum en ef gengi yrði til kosninga núna myndu þeir ná 26 þingmönnum inn. En hvernig hefur þeim verið tekið á þingi? „Okkur hefur verið tekið vel, við vorum alltaf tilbúin að starfa með hverjum sem er. Fyrsti kaflinn í okkar grunnstefnu fjallar um hvernig við eigum að starfa – við eigum að taka vel upplýstar ákvarðanir, byggðar á rökréttri hugsun. Við eigum að taka upp hugmyndir sama hverjir fortalsmennirnir eru ef þær eru góðar. Þetta setur strax tóninn, að starfa undir slíkri stefnu og í umboði slíkrar stefnu. Við gerðum þetta strax þegar við töluðum við Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra um þessa þingályktunartillögu að líta á fíkniefnaneyslu sem heilbrigðis- og félagsmál í stað dóms- og löggæsluvandamál. Við störfuðum vel með honum. Hann á heiður skilinn. Við munum brátt sjá hvað kemur út úr því. Svo starfaði ég með Ragnheiði Elínu, hún skipaði strax starfshóp þegar ég fór að tala um mikilvægi internetsins og verðmætasköpun í kringum það,“ segir hann. Jón Þór er fæddur og uppalinn í Breiðholtinu með stuttri viðkomu í Árbænum. Hann segist hafa verið svolítið nörd sem rímar ágætlega við það að velgengni Pírata hefur stundum verið kölluð uppreisn nördanna. „Ég var bæði nörd og ekki, í nörda hóp að spila og role-playa. Nördar eru æðislegir, þeir þurfa svo lítið að þykjast. Það er svo þægilegt andrúmsloft þegar þess þarf ekki. En svo var ég líka í töffarahópum,“ segir hann. Vísir/ValliKynntist ástinni á Hot or Not Á unglingsárum var hann leitandi. „Ég var tvítugur þegar ég prófaði hugleiðslu og datt inn í það. Ég upplifði svona stutt uppljómunaraugnablik. Það er hægt að verða fíkinn í það – mjög háður. Þú vilt alltaf komast aftur í þetta ástand, því meira sem þú reynir að grípa það þeim mun fljótar rennur það úr greipum þér.“Var hann þá með hugleiðslufíkn? „Já. Fíkinn í að komast í þetta ástand, þennan frið og sátt. Þetta er þekkt fyrirbæri. Ég fór að lesa í öllum trúarbrögðunum og reyna að finna hvað þetta væri. En ég endaði á stað þar sem ég var orðinn ofboðslega þurr. Ef að það sem þú miðar allt lífið við er uppljómunarástand, þá er allt annað helvíti þurrt og leiðinlegt.“ Með hjálp geðhjúkrunarfræðings komst hann úr því ástandi. „Ég sleppti tökunum og varð sáttari við lífið og tilveruna. Ég varð tilbúinn til þess að verða ástfanginn.“ Hann kynntist konu sinni, Zarela Castro frá Perú á internetinu eins og sönnum Pírötum sæmir. Þau eiga í dag tvö börn. „Þá var ég búinn að sjá þessa síðu Hot or not, sem er forveri Tinder. Ég póstaði mynd af mér og spjallaði við fullt af stelpum. Svo tjattaði ég við eina og hafði svona gaman af því,“ segir hann og hlær.Á þessum tíma ferðaðist hann mikið um heiminn og ákvað að fara til Perú að hitta Zarelu. „Við urðum ástfangin.“ Börnin þeirra eru tveggja og hálfs og fimm ára. „Að verða faðir er dásamlegt, það breytti lífinu þannig að forgangsröðunin er allt önnur. Það er ekkert yndislegra en að halda á barninu þínu og elska barnið þitt.“Valdhrokinn kallar á gagnsæi Jón Þór segir velgengni Pírata skýrast af ýmsu. „Undanfarna mánuði hefur gerræðið verið mikið, spillingarmál að koma upp. Þegar fólk sér það, valdhrokann, þá vill það meira gagnsæi og að fá að koma að málunum. Þetta er grunnstefna Pírata.” Hann segir að við munum örugglega sjá breytingar samhliða forsetakosningum á næsta ári. „Það er uppi hávær krafa um beint lýðræði og þá liggur beinast við að almenningur geti kallað eftir atkvæðagreiðslum. Menn eru byrjaðir að átta sig á því að þetta er það sem koma skal. Í strategísku fræðunum er þetta kallað að búa til framtíðina, það er ekki nóg að bregðast við. Til dæmis, Bjarni Ben kallar eftir þessu núna – haldið þið að hann vilji þetta? Nei, auðvitað ekki. Haldið þið að hann vilji afsala sér völdum svo fólk geti stöðvað að hann fái sínu framgengt? Nei. Hann vill það ekki neitt. Aftur á móti er það ákjósanlegra að hann fái að stjórna ferlinu. Hann minnkar um leið þrýstinginn á heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Þetta er mjög snjallt hjá honum,” segir Jón Þór og hlær.Menn munu tala Þá hafa Píratar vakið athygli fyrir hvernig þeir koma fram í fjölmiðlum og ræðustól. „Það að þú segir ekki hluti eða að þú segir hálfsannleik getur þýtt að það er ekki hægt að herma eitthvað upp á þig seinna. Ef þú ert í stjórnmálamenningu og væntingar innan þíns flokks eru að þú hafir aldrei rangt fyrir þér þarftu alltaf að vera að passa þig á svona hlutum. Við segjum að það sé allt í lagi að hafa rangt fyrir sér. Þú mátt skipta í skoðun. Þú átt að skipta um skoðun ef nýjar upplýsingar koma í ljós.” Jón Þór segir þó umræðuhefðinni ekki hafa verið breytt með tilkomu Pírata inn á þing. „Menn tala um að maður þurfi að breyta menningunni og samtölunum, en það gerist ekki því kerfið býður ekki upp á það. Málþófið til dæmis, er kerfislægt vandamál. Meðan meirihlutinn hefur hundrað prósent dagskrárvald og minnihlutinn hefur þetta bara, að tala, og forsetinn heldur áfram að setja á dagskrá mál sem eru gegn vilja þjóðarinnar þá að sjálfsögðu munu menn tala. Svo setur forsetinn kannski dagskrána í gang klukkan tíu að morgni og hefur hana til miðnættis. Það er verið að reyna að þreyta mannskapinn. Svona virkar þetta, í alvöru. Á meðan ramminn er svona, þá verður þetta svona. En um leið og þjóðin fær málskotsréttinn, það mun strax bæta þetta.”Lukkuriddarar nenna ekki ferlinuEn eiga Píratar mannskap í það ef næstu kosningar fara eins og skoðanakannanir segja til um? Eruði ekkert hrædd við tækifærissinnana? „Ég veit það ekki. Við viljum einhvern sem er Pírati inn að beini, setur í forgang verndun og eflingu borgararéttinda og lýðræðisumbætur. Svo viltu einstakling sem getur komið skilaboðunum á framfæri og átt rökræðu. Það þarf að gera ferlið langt og ítarlegt, svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hverjir fara á lista. Á sama tíma held ég að lukkuriddarar nenni ekki að taka þátt í löngu ferli þar sem þeir þurfa að vera að svara spurningum og mæta.” Þingmenn flokks Pírata hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá í atkvæðagreiðslum og þú sast hjá í 66% mála á þessu þingi, hvað kemur til? „Við eigum að taka upplýstar ákvarðanir, það er ekki hægt að taka upplýstar ákvarðarnir um öll mál. Það eru ofboðslega mörg mál sem eru þannig að það eru krókar og kimar sem maður hreinlega getur ekki sett sig inn í því það eru bara 24 tímar í sólarhringnum. Maður hefur ekki aðgang að því sem er að gerast í þeim nefndum sem maður er ekki í, sem er brjálæði ef þú pælir í því. Ég hef forgangsraðað þannig, hvaða mál varða grunnstefnu Pírata? Hvaða mál hafa áhrif, til að styrkja eða veikja borgararéttindi og hvaða mál hafa áhrif á valddreifingu eða lýðræðisumbætur? Ég byrja á þeim. Ég ákveð frekar að setja fókus á færri mál og gera það vel í stað þess að reyna að skoða yfirborðið á öllum málum.”Aftur í malbikið Jón Þór yfirgefur þingflokk Pírata sáttur, er kominn aftur í gömlu vinnuna sína í malbikinu og vonast til að kraftar sínar nýtist vel. Líklega hefðu flestir talið að starf þingmannsins væri eftirsóknarverðara? „Hugurinn er frjáls í þessu starfi, starfið er sjálfvirkt. Það krefst einskis af huganum á mér, þannig að hann er galopinn og ferskur. Það hentar mér rosalega vel að vera með hugann frjálsan, þá kemur alltaf eitthvað upp, strategískt og skemmtilegt. Ég fyllist orku og framkvæmi eitthvað.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira