Forseti UFC: Gunnar getur farið alla leið Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 11. júlí 2015 09:00 „Ég elska strákinn og bardagastílinn hans. Það verða frábærir bardagar þetta kvöld og bardaginn hans Gunna er einn af þeim,“ segir hinn skrautlegi og skemmtilegi forseti UFC, Dana White, en hann sér fyrir sér að Gunnar eigi bjarta framtíð í UFC. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og hefur alla burði til þess að láta til sín taka í þessum heimi. Það sem gerir hann sérstakan er bardagastíllinn og svo er hann auðvitað frábær í gólfinu. Það sem gerir þessa íþrótt líka skemmtilega er hvað við erum með ólíka kappa,“ segir White og heldur áfram: „Við erum með mann eins og Conor McGregor og svo hinn rólega Gunnar. Þeir eru svo góðir vinir. Ég held að Gunni geti farið alla leið í þessu. Hann helgar sig þessu af fullum krafti og hefur skýr markmið. Það er það sem þarf.“ Forsetinn er hæstánægður með hvernig tekist hefur til í kringum UFC 189 sem er þegar orðið stærsta kvöld í sögu UFC. Aldrei áður hefur aðgangseyrir skilað eins miklum tekjum en í gær var búið að selja miða fyrir 950 milljónir króna. Líklega verður einnig sett met í flestum sjónvarpskaupum á UFC-viðburð en búið er að selja um milljón áskriftir í Bandaríkjunum. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu kvöldi enda er það að slá öll met. Það er búið að selja margar sjónvarpsáskriftir og aldrei verið selt svona mikið þetta snemma. Netumferðin hjá okkur er mikil og svo framvegis. Það er endalaust eitthvað jákvætt í gangi,“ segir White en það virðist engu hafa breytt að heimsmeistarinn Jose Aldo hafi dregið sig úr bardaganum gegn Conor McGregor. Fólk er greinilega að koma til þess að sjá Conor. „Við lentum í áfalli með þennan bardaga en samt hélt allt áfram að fara upp á við. Það er gríðarlega spennandi. Maður veit aldrei við hverju er að búast en ég er eðlilega mjög ánægður með þetta allt saman.“ Forsetinn getur lítið annað en brosað enda streyma peningarnir inn og íþróttin enn á miklu flugi. Hann er sammála því að þetta sé stærsta kvöld UFC frá upphafi. „Þetta er það stærsta og þetta er í raun alveg brjálað. Fyrir ári síðan sagði ég að Conor McGregor hefði alla burði til þess að vera stærsta stjarnan í sögu UFC og hann er heldur betur að standa undir þeim spádómi. Ég er ekki frá því að hann sé nú þegar orðinn sá stærsti í sögunni,“ segir White en hann hefur veðjað á McGregor og uppskorið. Farið með hann út um allan heim og gert allt til þess að McGregor varð sú stjarna sem hann vildi. McGregor er svo öruggur með sig að hann var til í að veðja við White upp á 300 milljónir króna að hann klári Chad Mendes í annarri lotu. „Ég hef gaman af því að veðja en ég ætla ekki að taka þessu veðmáli,“ segir Dana White að lokum og hlær dátt.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00 Gunnar ekki lengur með pabbalíkama Þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, segir að Gunnar Nelson sé endurfæddur og orðinn nýr maður. Hann sé líkamlega og andlega sterkari en áður. 10. júlí 2015 09:00 Utan vallar: Conor McGregor er orðinn stærsta stjarnan í UFC í dag Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. 10. júlí 2015 06:00 Gunnar getur gert stórkostlega hluti | Myndband Gunnar Nelson er kominn með nýjan umboðsmann. Bandaríkjamaður sem heitir Audie Attar. Hann hefur gríðarlega trú á Gunnari. 10. júlí 2015 12:00 Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira
„Ég elska strákinn og bardagastílinn hans. Það verða frábærir bardagar þetta kvöld og bardaginn hans Gunna er einn af þeim,“ segir hinn skrautlegi og skemmtilegi forseti UFC, Dana White, en hann sér fyrir sér að Gunnar eigi bjarta framtíð í UFC. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og hefur alla burði til þess að láta til sín taka í þessum heimi. Það sem gerir hann sérstakan er bardagastíllinn og svo er hann auðvitað frábær í gólfinu. Það sem gerir þessa íþrótt líka skemmtilega er hvað við erum með ólíka kappa,“ segir White og heldur áfram: „Við erum með mann eins og Conor McGregor og svo hinn rólega Gunnar. Þeir eru svo góðir vinir. Ég held að Gunni geti farið alla leið í þessu. Hann helgar sig þessu af fullum krafti og hefur skýr markmið. Það er það sem þarf.“ Forsetinn er hæstánægður með hvernig tekist hefur til í kringum UFC 189 sem er þegar orðið stærsta kvöld í sögu UFC. Aldrei áður hefur aðgangseyrir skilað eins miklum tekjum en í gær var búið að selja miða fyrir 950 milljónir króna. Líklega verður einnig sett met í flestum sjónvarpskaupum á UFC-viðburð en búið er að selja um milljón áskriftir í Bandaríkjunum. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu kvöldi enda er það að slá öll met. Það er búið að selja margar sjónvarpsáskriftir og aldrei verið selt svona mikið þetta snemma. Netumferðin hjá okkur er mikil og svo framvegis. Það er endalaust eitthvað jákvætt í gangi,“ segir White en það virðist engu hafa breytt að heimsmeistarinn Jose Aldo hafi dregið sig úr bardaganum gegn Conor McGregor. Fólk er greinilega að koma til þess að sjá Conor. „Við lentum í áfalli með þennan bardaga en samt hélt allt áfram að fara upp á við. Það er gríðarlega spennandi. Maður veit aldrei við hverju er að búast en ég er eðlilega mjög ánægður með þetta allt saman.“ Forsetinn getur lítið annað en brosað enda streyma peningarnir inn og íþróttin enn á miklu flugi. Hann er sammála því að þetta sé stærsta kvöld UFC frá upphafi. „Þetta er það stærsta og þetta er í raun alveg brjálað. Fyrir ári síðan sagði ég að Conor McGregor hefði alla burði til þess að vera stærsta stjarnan í sögu UFC og hann er heldur betur að standa undir þeim spádómi. Ég er ekki frá því að hann sé nú þegar orðinn sá stærsti í sögunni,“ segir White en hann hefur veðjað á McGregor og uppskorið. Farið með hann út um allan heim og gert allt til þess að McGregor varð sú stjarna sem hann vildi. McGregor er svo öruggur með sig að hann var til í að veðja við White upp á 300 milljónir króna að hann klári Chad Mendes í annarri lotu. „Ég hef gaman af því að veðja en ég ætla ekki að taka þessu veðmáli,“ segir Dana White að lokum og hlær dátt.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00 Gunnar ekki lengur með pabbalíkama Þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, segir að Gunnar Nelson sé endurfæddur og orðinn nýr maður. Hann sé líkamlega og andlega sterkari en áður. 10. júlí 2015 09:00 Utan vallar: Conor McGregor er orðinn stærsta stjarnan í UFC í dag Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. 10. júlí 2015 06:00 Gunnar getur gert stórkostlega hluti | Myndband Gunnar Nelson er kominn með nýjan umboðsmann. Bandaríkjamaður sem heitir Audie Attar. Hann hefur gríðarlega trú á Gunnari. 10. júlí 2015 12:00 Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira
Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00
Gunnar ekki lengur með pabbalíkama Þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, segir að Gunnar Nelson sé endurfæddur og orðinn nýr maður. Hann sé líkamlega og andlega sterkari en áður. 10. júlí 2015 09:00
Utan vallar: Conor McGregor er orðinn stærsta stjarnan í UFC í dag Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. 10. júlí 2015 06:00
Gunnar getur gert stórkostlega hluti | Myndband Gunnar Nelson er kominn með nýjan umboðsmann. Bandaríkjamaður sem heitir Audie Attar. Hann hefur gríðarlega trú á Gunnari. 10. júlí 2015 12:00
Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00