Nýi samningurinn ýmist kallaður söguleg mistök eða besta lausnin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júlí 2015 07:00 Sögulegt samkomulag náðist í gær um kjarnorkumál Írana eftir margra ára samningaviðræður þeirra við voldugustu ríki heimsins. nordicphotos/afp Íranar komust að samkomulagi í gær við kjarnorkuveldi heimsins, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, auk Þýskalands og Evrópusambandsins, um kjarnorkumál í Íran. Samningaviðræður höfðu staðið yfir frá árinu 2006. Síðasta lota viðræðna hefur staðið yfir í Vínarborg í Austurríki frá 2. júlí. Samkvæmt samningnum verður viðskiptabanni við Íran aflétt og íranskar eignir upp á milljarða dollara verða affrystar. Þar að auki verður banni á siglingum og flugi til landsins aflétt. Banni á sölu vopna til Íran verður þá einnig aflétt en ekki fyrr en eftir um fimm ár. Íranar hafa á móti lofað að framleiða ekki kjarnorkuvopn en lengi hefur verið talið að þeir hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum. Íranar hafa þó alla tíð haldið því fram að kjarnorkutilraunir þjóðarinnar séu ekki í hernaðarlegum tilgangi. Til að tryggja að samningnum verði fylgt eftir fá eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna aðgang að írönskum herstöðvum. Íranar munu þó þurfa að veita samþykki sitt fyrir hverri og einni heimsókn. „Samningurinn er ekki fullkominn fyrir neinn en hann er besti mögulegi samningur sem við gátum náð,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, við blaðamenn í gær. „Þessi ramadanmánuður hefur fært okkur góðar fregnir og góðan samning. Í dag erum við á mikilvægum þáttaskilum í þróun landsins okkar. Þáttaskilum sem kóróna áralangt samningaferli við heimsvaldaríkin,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í gær. Rouhani sagði enn fremur að viðskiptabannið hefði ekki haft áhrif á íranska ríkið en það hefði þó haft slæm áhrif á líf íranskra borgara og það væri ekki í lagi. „Samningurinn virkar á báða bóga. Með því að virða ákvæði hans er hægt að taka niður vantraustsmúrinn milli þjóðanna. Stein fyrir stein,“ sagði Rouhani enn fremur. „Þetta er samkomulag sem getur opnað nýjan kafla í alþjóðasamskiptum,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Hún bætti því við að samningurinn gæfi heiminum öllum von.Benjamin NetanyahuSamningurinn vekur hins vegar ekki jafnmikla lukku meðal allra. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kallaði samninginn í gær söguleg mistök. „Íranar munu fá hundruð milljarða Bandaríkjadala, sem mun gera þeim kleift að knýja hryðjuverkavél sína áfram um Mið-Austurlönd og á heimsvísu,“ sagði forsætisráðherrann. „Þessi samningur mætir öllum okkar kröfum. Öllum leiðum Írana að kjarnorkuvopnum hefur verið lokað,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, um samninginn. „Ég mun beita neitunarvaldi á hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að samningurinn taki gildi,“ sagði forsetinn, en bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar stjórna í báðum deildum, eiga eftir að taka samninginn fyrir. Þannig ætlar Obama að tryggja að samningurinn muni standa, sama hvað. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Íranar komust að samkomulagi í gær við kjarnorkuveldi heimsins, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, auk Þýskalands og Evrópusambandsins, um kjarnorkumál í Íran. Samningaviðræður höfðu staðið yfir frá árinu 2006. Síðasta lota viðræðna hefur staðið yfir í Vínarborg í Austurríki frá 2. júlí. Samkvæmt samningnum verður viðskiptabanni við Íran aflétt og íranskar eignir upp á milljarða dollara verða affrystar. Þar að auki verður banni á siglingum og flugi til landsins aflétt. Banni á sölu vopna til Íran verður þá einnig aflétt en ekki fyrr en eftir um fimm ár. Íranar hafa á móti lofað að framleiða ekki kjarnorkuvopn en lengi hefur verið talið að þeir hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum. Íranar hafa þó alla tíð haldið því fram að kjarnorkutilraunir þjóðarinnar séu ekki í hernaðarlegum tilgangi. Til að tryggja að samningnum verði fylgt eftir fá eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna aðgang að írönskum herstöðvum. Íranar munu þó þurfa að veita samþykki sitt fyrir hverri og einni heimsókn. „Samningurinn er ekki fullkominn fyrir neinn en hann er besti mögulegi samningur sem við gátum náð,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, við blaðamenn í gær. „Þessi ramadanmánuður hefur fært okkur góðar fregnir og góðan samning. Í dag erum við á mikilvægum þáttaskilum í þróun landsins okkar. Þáttaskilum sem kóróna áralangt samningaferli við heimsvaldaríkin,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í gær. Rouhani sagði enn fremur að viðskiptabannið hefði ekki haft áhrif á íranska ríkið en það hefði þó haft slæm áhrif á líf íranskra borgara og það væri ekki í lagi. „Samningurinn virkar á báða bóga. Með því að virða ákvæði hans er hægt að taka niður vantraustsmúrinn milli þjóðanna. Stein fyrir stein,“ sagði Rouhani enn fremur. „Þetta er samkomulag sem getur opnað nýjan kafla í alþjóðasamskiptum,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Hún bætti því við að samningurinn gæfi heiminum öllum von.Benjamin NetanyahuSamningurinn vekur hins vegar ekki jafnmikla lukku meðal allra. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kallaði samninginn í gær söguleg mistök. „Íranar munu fá hundruð milljarða Bandaríkjadala, sem mun gera þeim kleift að knýja hryðjuverkavél sína áfram um Mið-Austurlönd og á heimsvísu,“ sagði forsætisráðherrann. „Þessi samningur mætir öllum okkar kröfum. Öllum leiðum Írana að kjarnorkuvopnum hefur verið lokað,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, um samninginn. „Ég mun beita neitunarvaldi á hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að samningurinn taki gildi,“ sagði forsetinn, en bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar stjórna í báðum deildum, eiga eftir að taka samninginn fyrir. Þannig ætlar Obama að tryggja að samningurinn muni standa, sama hvað.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira