Kristinn og Kristinn bestir í fyrri umferðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2015 06:00 Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Jónsson. Vísir/Stefán Valur og Breiðablik náðu hvorugt að slá við svarthvítu risunum í stigaöflun í fyrri umferð Pepsi-deildar karla en eru ekki langt undan þegar allir hafa spilað við alla. Bæði liðin hafa vakið lukku fyrir skemmtilegan og árangursríkan fótbolta, undir stjórn nýrra þjálfara í Kópavogi og á Hlíðarenda hafa bæði liðin skipt yfir í toppbaráttugírinn. Það kemur því ekki á óvart að tveir bestu leikmenn fyrri umferðarinnar spili einmitt með þessum tveimur vel spilandi liðum. Kristinn Freyr Sigurðsson er leikmaður fyrri umferðarinnar hjá Fréttablaðinu en nafni hans Kristinn Jónsson er ekki langt undan.Stórt skref í rétta átt Kristinn Freyr hefur tekið stórt skref í rétta átt síðan Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson tóku við Valsliðinu. Tímabilið í fyrra gekk ekki eins vel og búist var við, en í sumar hefur Kristinn hins vegar sprungið út. Kristinn Freyr hefur skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar í Pepsi-deildinni en hann hefur alls átt þátt í ellefu mörkum Valsliðsins í sumar. Það skiptir auðvitað miklu máli að mennirnir fyrir aftan hann eru að spila vel og þá ekki síst vinnuþjarkurinn Haukur Páll Sigurðsson. Fyrir vikið hefur Kristinn Freyr fengið frjálsara hlutverk þar sem hann nýtur sín afar vel.Meiri stöðugleiki Kristinn Freyr er samt enginn lúxusleikmaður því hann er alveg tilbúinn að hlaupa og tækla og leggja sitt af mörkum við að gefa tóninn í varnarpressu Valsliðsins. Hvað varðar hreinræktaða fótboltahæfileika með knöttinn standast aftur á móti fáir honum snúninginn enda leikmaður sem getur bæði skorað mörk af miðjunni og lagt upp mörk fyrir félaga sína. Kristinn Freyr hefur vissulega átt nokkra góða leiki í deildinni undanfarin ár en það er mun meiri stöðugleiki hjá honum í sumar sem hefur gert hann að besta leikmanni deildarinnar. Kristinn Freyr náði því meðal annars að vera valinn maður leiksins í tveimur leikjum í röð sem er fátítt.Ógnandi vinstri bakvörður Kristinn Jónsson hefur átt mjög gott tímabil og er einn af hættulegri sóknarmönnum Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir að spila sem vinstri bakvörður. Kristinn hefur þegar lagt upp fimm mörk fyrir félaga sína og alls átt þátt í tíu mörkum Blika. Kristinn hefur einnig átt tvo leiki þar sem hann fékk níu í einkunn, sem gerist ekki á hverjum degi. Hér til hliðar má sjá samanburð á þeim félögum frá því í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar auk þess sem þar er listi yfir þá leikmenn sem komust inn á topp 30 í einkunnagjöf Fréttablaðsins.Pepsi-deildin - 30 bestu leikmenn fyrri umferðarinnar: Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7,10 Kristinn Jónsson, Breiðabliki 7,00 Árni Snær Ólafsson, ÍA 6,80 Skúli Jón Friðgeirsson, KR 6,73 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni 6,70 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki 6,55 Thomas Christensen, Val 6,50 Aron Sigurðarson, Fjölni 6,45 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 6,40 Atli Guðnason, FH 6,40 Daniel Ivanovski, Fjölni 6,38 Jacob Schoop, KR 6,36 Patrick Pedersen, Val 6,36 Haukur Páll Sigurðsson, Val 6,33 Damir Muminovic Breiðabliki 6,27 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 6,22 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 6,22 Sigurður Egill Lárusson, Val 6,20 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni 6,18 Ian David Jeffs, ÍBV 6,14 Igor Taskovic, Víkingi 6,10 Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,10 Steven Lennon, FH 6,09 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,09 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni 6,09 Orri Sigurður Ómarsson, Val 6,00 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 6,00 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni 6,00 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6,00 Ólafur Hrannar Kristjánsson, Leikni 6,00 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni 6,00 Kassim Doumbia, FH 6,00 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Valur og Breiðablik náðu hvorugt að slá við svarthvítu risunum í stigaöflun í fyrri umferð Pepsi-deildar karla en eru ekki langt undan þegar allir hafa spilað við alla. Bæði liðin hafa vakið lukku fyrir skemmtilegan og árangursríkan fótbolta, undir stjórn nýrra þjálfara í Kópavogi og á Hlíðarenda hafa bæði liðin skipt yfir í toppbaráttugírinn. Það kemur því ekki á óvart að tveir bestu leikmenn fyrri umferðarinnar spili einmitt með þessum tveimur vel spilandi liðum. Kristinn Freyr Sigurðsson er leikmaður fyrri umferðarinnar hjá Fréttablaðinu en nafni hans Kristinn Jónsson er ekki langt undan.Stórt skref í rétta átt Kristinn Freyr hefur tekið stórt skref í rétta átt síðan Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson tóku við Valsliðinu. Tímabilið í fyrra gekk ekki eins vel og búist var við, en í sumar hefur Kristinn hins vegar sprungið út. Kristinn Freyr hefur skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar í Pepsi-deildinni en hann hefur alls átt þátt í ellefu mörkum Valsliðsins í sumar. Það skiptir auðvitað miklu máli að mennirnir fyrir aftan hann eru að spila vel og þá ekki síst vinnuþjarkurinn Haukur Páll Sigurðsson. Fyrir vikið hefur Kristinn Freyr fengið frjálsara hlutverk þar sem hann nýtur sín afar vel.Meiri stöðugleiki Kristinn Freyr er samt enginn lúxusleikmaður því hann er alveg tilbúinn að hlaupa og tækla og leggja sitt af mörkum við að gefa tóninn í varnarpressu Valsliðsins. Hvað varðar hreinræktaða fótboltahæfileika með knöttinn standast aftur á móti fáir honum snúninginn enda leikmaður sem getur bæði skorað mörk af miðjunni og lagt upp mörk fyrir félaga sína. Kristinn Freyr hefur vissulega átt nokkra góða leiki í deildinni undanfarin ár en það er mun meiri stöðugleiki hjá honum í sumar sem hefur gert hann að besta leikmanni deildarinnar. Kristinn Freyr náði því meðal annars að vera valinn maður leiksins í tveimur leikjum í röð sem er fátítt.Ógnandi vinstri bakvörður Kristinn Jónsson hefur átt mjög gott tímabil og er einn af hættulegri sóknarmönnum Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir að spila sem vinstri bakvörður. Kristinn hefur þegar lagt upp fimm mörk fyrir félaga sína og alls átt þátt í tíu mörkum Blika. Kristinn hefur einnig átt tvo leiki þar sem hann fékk níu í einkunn, sem gerist ekki á hverjum degi. Hér til hliðar má sjá samanburð á þeim félögum frá því í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar auk þess sem þar er listi yfir þá leikmenn sem komust inn á topp 30 í einkunnagjöf Fréttablaðsins.Pepsi-deildin - 30 bestu leikmenn fyrri umferðarinnar: Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7,10 Kristinn Jónsson, Breiðabliki 7,00 Árni Snær Ólafsson, ÍA 6,80 Skúli Jón Friðgeirsson, KR 6,73 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni 6,70 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki 6,55 Thomas Christensen, Val 6,50 Aron Sigurðarson, Fjölni 6,45 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 6,40 Atli Guðnason, FH 6,40 Daniel Ivanovski, Fjölni 6,38 Jacob Schoop, KR 6,36 Patrick Pedersen, Val 6,36 Haukur Páll Sigurðsson, Val 6,33 Damir Muminovic Breiðabliki 6,27 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 6,22 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 6,22 Sigurður Egill Lárusson, Val 6,20 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni 6,18 Ian David Jeffs, ÍBV 6,14 Igor Taskovic, Víkingi 6,10 Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,10 Steven Lennon, FH 6,09 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,09 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni 6,09 Orri Sigurður Ómarsson, Val 6,00 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 6,00 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni 6,00 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6,00 Ólafur Hrannar Kristjánsson, Leikni 6,00 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni 6,00 Kassim Doumbia, FH 6,00
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira