Íslensk tölvuleikjafyrirtæki skoða landvinninga á Indlandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. júlí 2015 06:00 Upplýsingafulltrúi Eve Online segir ekkert kalla á frekari markaðssókn með Eve Online á Indlandi. mynd/ccp Árið 2020 verður Indland yngsta land í heimi, en meðalaldurinn verður 29 ár. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands á Indlandi, vakti athygli á þessu á fundi íslensk-indverska viðskiptaráðsins, utanríkisráðuneytisins og Félags atvinnurekenda á dögunum. Á fundinum var rætt um tækifæri fyrir aukin viðskipti á milli Íslands og Indlands. Þórir benti á að þessi aldurssamsetning Indverja væri sérstaklega áhugaverð út frá stafrænni þróun. Það skapaði tækifæri. „Það eru 1,2 milljarðar í landinu, 400 milljónir sem eru með tekjur á borð við okkur, 243 milljónir eru í netsambandi og fer hraðvaxandi,“ sagði Þórir. Þá benti hann á að 106 milljónir manna væru virkar á samfélagsmiðlunum, 886 milljónir með farsíma og 92 milljónir virkar á samfélagsmiðlunum í gegnum farsíma. „Árið 2020 verður meðalaldurinn 29 ár. Þetta er þumalputtakynslóðin sem kaupir og gerir allt í gegnum síma og tölvur, hvort sem það eru öpp, vörur eða þjónusta,“ sagði Þórir. Þekktustu leikjaframleiðendur hér á landi hafa áttað sig á möguleikum á markaðssetningu á Indlandi. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá Plain Vanilla, segir að fyrirtækið hafi byrjað sína markaðssetningu erlendis í Bandaríkjunum. En síðastliðið sumar hafi verið opnað fyrir fimm önnur tungumál fyrir þessa útrás. Það er þýska, franska, spænska, brasilíska og portúgalska. „Á þessum tíma varð Quiz-up mjög vinsælt á Indlandi,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Fyrst hafi fyrirtækið ekki áttað sig á ástæðunum fyrir þessum vinsældum. En síðar hafi þeir áttað sig á því að enskukunnátta á Indlandi væri mikil. „Við töluðum við vini okkar hjá Facebook og Twitter. Og þeir sáu mjög svipaða hluti gerast,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Notkun hafi verið mjög mikil á þessum mörkuðum.Eldar ÁstþórssonÍ dag er Plain Vanilla vel í stakk búið fyrir markaðssetningu á Indlandi vegna þess að þar starfar Indverji sem getur haft samskipti við notendur og spurningahöfunda. Hann þekkir indverskan menningarheim mjög vel og ráðleggur Plain Vanilla hvað á að leggja áherslu á og hvaða spurningaflokka vantar. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi fylgst vel með framvindunni undanfarið, einkum með möguleika á markaðssetningu nýrra leikja í huga. „Við höfum um langt skeið verið með áskrifendur eða viðskiptavini fyrir Eve Online á Indlandi. En það hefur ekki verið í neinum fjölda sem hefur kallað á frekari markaðssókn,“ segir Eldar. Gerðar hafi verið ýmsar tilraunir í gegnum tíðina með Eve Online-leikinn á því svæði en það hafi ekki skilað þeim árangri að það réttlætti að farið yrði í frekari sókn þar. „En við höfum verið mjög öflugir í Kína og sömuleiðis einbeitt okkur að Japansmarkaði fyrir Eve Online,“ segir Eldar. Leikjavísir Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Árið 2020 verður Indland yngsta land í heimi, en meðalaldurinn verður 29 ár. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands á Indlandi, vakti athygli á þessu á fundi íslensk-indverska viðskiptaráðsins, utanríkisráðuneytisins og Félags atvinnurekenda á dögunum. Á fundinum var rætt um tækifæri fyrir aukin viðskipti á milli Íslands og Indlands. Þórir benti á að þessi aldurssamsetning Indverja væri sérstaklega áhugaverð út frá stafrænni þróun. Það skapaði tækifæri. „Það eru 1,2 milljarðar í landinu, 400 milljónir sem eru með tekjur á borð við okkur, 243 milljónir eru í netsambandi og fer hraðvaxandi,“ sagði Þórir. Þá benti hann á að 106 milljónir manna væru virkar á samfélagsmiðlunum, 886 milljónir með farsíma og 92 milljónir virkar á samfélagsmiðlunum í gegnum farsíma. „Árið 2020 verður meðalaldurinn 29 ár. Þetta er þumalputtakynslóðin sem kaupir og gerir allt í gegnum síma og tölvur, hvort sem það eru öpp, vörur eða þjónusta,“ sagði Þórir. Þekktustu leikjaframleiðendur hér á landi hafa áttað sig á möguleikum á markaðssetningu á Indlandi. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá Plain Vanilla, segir að fyrirtækið hafi byrjað sína markaðssetningu erlendis í Bandaríkjunum. En síðastliðið sumar hafi verið opnað fyrir fimm önnur tungumál fyrir þessa útrás. Það er þýska, franska, spænska, brasilíska og portúgalska. „Á þessum tíma varð Quiz-up mjög vinsælt á Indlandi,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Fyrst hafi fyrirtækið ekki áttað sig á ástæðunum fyrir þessum vinsældum. En síðar hafi þeir áttað sig á því að enskukunnátta á Indlandi væri mikil. „Við töluðum við vini okkar hjá Facebook og Twitter. Og þeir sáu mjög svipaða hluti gerast,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Notkun hafi verið mjög mikil á þessum mörkuðum.Eldar ÁstþórssonÍ dag er Plain Vanilla vel í stakk búið fyrir markaðssetningu á Indlandi vegna þess að þar starfar Indverji sem getur haft samskipti við notendur og spurningahöfunda. Hann þekkir indverskan menningarheim mjög vel og ráðleggur Plain Vanilla hvað á að leggja áherslu á og hvaða spurningaflokka vantar. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi fylgst vel með framvindunni undanfarið, einkum með möguleika á markaðssetningu nýrra leikja í huga. „Við höfum um langt skeið verið með áskrifendur eða viðskiptavini fyrir Eve Online á Indlandi. En það hefur ekki verið í neinum fjölda sem hefur kallað á frekari markaðssókn,“ segir Eldar. Gerðar hafi verið ýmsar tilraunir í gegnum tíðina með Eve Online-leikinn á því svæði en það hafi ekki skilað þeim árangri að það réttlætti að farið yrði í frekari sókn þar. „En við höfum verið mjög öflugir í Kína og sömuleiðis einbeitt okkur að Japansmarkaði fyrir Eve Online,“ segir Eldar.
Leikjavísir Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira