Ekki sofna á verðinum Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 11:00 Ef löggjafinn klárar ekki lagabreytingar til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar strax í haust gætum við horft fram á óbætanlegt tjón í mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Í skýrslu greiningar Íslandsbanka um ferðaþjónustuna, sem kom út í mars á þessu ári, kemur fram að greining bankans áætli að þriðjung hagvaxtar á Íslandi frá 2010 megi rekja til ferðaþjónustunnar. Árið 2014 var ferðaþjónustan öflugasta útflutningsgrein þjóðarinnar (útflutningur í formi seldrar þjónustu) annað árið í röð. Greiningin áætlar að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar verði 342 milljarðar króna á þessu ári, sem er tæplega þriðjungur af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins vegna seldrar vöru og þjónustu. Frá 2010 hefur störfum í íslensku hagkerfi fjölgað um 10.300 og eru 4.600 þeirra sem sinna þessum störfum starfandi í flutningum með flugi, á ferðaskrifstofum og í rekstri gisti- og veitingastaða. Það má því rekja um 45 prósent af fjölgun starfa beint til vaxtar í ferðaþjónustu á tímabilinu. Eins og ég hef áður fært rök fyrir á þessum vettvangi eru of fáir ferðamenn á Íslandi og mikil tækifæri til að fjölga þeim. Ísland er stórt land og það getur tekið við miklu fleiri ferðamönnum. Ef spár ganga eftir mun fjöldi ferðamanna nema tveimur milljónum árið 2020. Það mun þýða 100 milljarða króna tekjur fyrir ríkissjóð í formi skatta og þjónustugjalda. Vandamálið við þennan vöxt er að stjórnvöld hafa ekki skapað tekjuöflunarleiðir til eflingar innviða til að mæta honum með uppbyggingu á ferðamannastöðum svo hægt sé að taka við þessum fjölda. Einstaka styrkir ríkisstjórnarinnar hér og þar til að bjarga sér fyrir horn, til dæmis með 850 milljóna króna framlagi í maí, duga ekki til. Það þarf stöðuga tekjustofna í formi skatta. Það hvaða leið er farin til að afla tekna til uppbyggingar skiptir ekki máli. Lykilatriðið er að finna tekjuöflunarleið og nota hana. Það veldur mér áhyggjum að ekki hafi tekist að ljúka frumvarpi um náttúrupassa á síðasta þingi. Ég veit ekki hversu vel meðvitaðir þingmenn eru um mikilvægi þessarar atvinnugreinar fyrir þjóðarbúið eða hversu mikilvægt það er að tryggja fjármögnun fyrir innviðauppbyggingu á vinsælum ferðamannastöðum. Ég ber virðingu fyrir þingmönnum og það er leiðinlegt að berja á þeim en það er eins og hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi týnt sér í einhverri frjálshyggju í stað þess að hugsa um heildarhagsmunina, hagsmuni þjóðarbúsins, í málinu. Það er í raun óskiljanlegt að þingflokkurinn hafi ekki fylkt sér að baki ráðherra málaflokksins í stuðningi við frumvarpið um náttúrupassann. Á sama tíma undirstrikar lítill stuðningur við frumvarpið pólitískan vanmátt ráðherrans, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Og það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir hana. Það þarf líka að fjölga iðnlærðum í þjónustugreinum til að mæta þörfum og eftirspurn vegna vaxtar ferðaþjónustunnar. Þetta hafa stjórnendur stærstu fyrirtækja í hótelgeiranum ítrekað bent á. Ráðherra menntamála þarf að hafa þetta hugfast. Ef stjórnvöld fara ekki að forgangsraða í þágu ferðaþjónustunnar er hætt við því að orðspor ferðaþjónustunnar erlendis verði fyrir óbætanlegum skaða með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Ef það verður niðurstaðan verður mannasaur á Þingvöllum ekki helsta áhyggjuefnið okkar, langt því frá. Látum það ekki gerast.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun
Ef löggjafinn klárar ekki lagabreytingar til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar strax í haust gætum við horft fram á óbætanlegt tjón í mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Í skýrslu greiningar Íslandsbanka um ferðaþjónustuna, sem kom út í mars á þessu ári, kemur fram að greining bankans áætli að þriðjung hagvaxtar á Íslandi frá 2010 megi rekja til ferðaþjónustunnar. Árið 2014 var ferðaþjónustan öflugasta útflutningsgrein þjóðarinnar (útflutningur í formi seldrar þjónustu) annað árið í röð. Greiningin áætlar að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar verði 342 milljarðar króna á þessu ári, sem er tæplega þriðjungur af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins vegna seldrar vöru og þjónustu. Frá 2010 hefur störfum í íslensku hagkerfi fjölgað um 10.300 og eru 4.600 þeirra sem sinna þessum störfum starfandi í flutningum með flugi, á ferðaskrifstofum og í rekstri gisti- og veitingastaða. Það má því rekja um 45 prósent af fjölgun starfa beint til vaxtar í ferðaþjónustu á tímabilinu. Eins og ég hef áður fært rök fyrir á þessum vettvangi eru of fáir ferðamenn á Íslandi og mikil tækifæri til að fjölga þeim. Ísland er stórt land og það getur tekið við miklu fleiri ferðamönnum. Ef spár ganga eftir mun fjöldi ferðamanna nema tveimur milljónum árið 2020. Það mun þýða 100 milljarða króna tekjur fyrir ríkissjóð í formi skatta og þjónustugjalda. Vandamálið við þennan vöxt er að stjórnvöld hafa ekki skapað tekjuöflunarleiðir til eflingar innviða til að mæta honum með uppbyggingu á ferðamannastöðum svo hægt sé að taka við þessum fjölda. Einstaka styrkir ríkisstjórnarinnar hér og þar til að bjarga sér fyrir horn, til dæmis með 850 milljóna króna framlagi í maí, duga ekki til. Það þarf stöðuga tekjustofna í formi skatta. Það hvaða leið er farin til að afla tekna til uppbyggingar skiptir ekki máli. Lykilatriðið er að finna tekjuöflunarleið og nota hana. Það veldur mér áhyggjum að ekki hafi tekist að ljúka frumvarpi um náttúrupassa á síðasta þingi. Ég veit ekki hversu vel meðvitaðir þingmenn eru um mikilvægi þessarar atvinnugreinar fyrir þjóðarbúið eða hversu mikilvægt það er að tryggja fjármögnun fyrir innviðauppbyggingu á vinsælum ferðamannastöðum. Ég ber virðingu fyrir þingmönnum og það er leiðinlegt að berja á þeim en það er eins og hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi týnt sér í einhverri frjálshyggju í stað þess að hugsa um heildarhagsmunina, hagsmuni þjóðarbúsins, í málinu. Það er í raun óskiljanlegt að þingflokkurinn hafi ekki fylkt sér að baki ráðherra málaflokksins í stuðningi við frumvarpið um náttúrupassann. Á sama tíma undirstrikar lítill stuðningur við frumvarpið pólitískan vanmátt ráðherrans, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Og það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir hana. Það þarf líka að fjölga iðnlærðum í þjónustugreinum til að mæta þörfum og eftirspurn vegna vaxtar ferðaþjónustunnar. Þetta hafa stjórnendur stærstu fyrirtækja í hótelgeiranum ítrekað bent á. Ráðherra menntamála þarf að hafa þetta hugfast. Ef stjórnvöld fara ekki að forgangsraða í þágu ferðaþjónustunnar er hætt við því að orðspor ferðaþjónustunnar erlendis verði fyrir óbætanlegum skaða með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Ef það verður niðurstaðan verður mannasaur á Þingvöllum ekki helsta áhyggjuefnið okkar, langt því frá. Látum það ekki gerast.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun