Jafnaðarmenn í Þýskalandi ósáttir við ummæli fjármálaráðherra Þórgnýr Einar Albertsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 22. júlí 2015 07:00 Ummæli Wolfgang Schäuble um brotthvarf Grikkja úr evrusvæðinu valda jafnaðarmönnum áhyggjum. nordicphotos/afp „Herra Schäuble hefur ögrað Jafnaðarmannaflokknum,“ sagði Sigmar Gabriel, leiðtogi Jafnaðarmannaflokks Þýskalands og varakanslari, við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær. Það hriktir í stoðum þýsku ríkisstjórnarinnar eftir ummæli fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble frá því í síðustu viku. Schäuble talaði þá um að mögulega gæti reynst betra að víkja Grikkjum tímabundið úr evrusvæðinu. Ummæli fjármálaráðherrans fóru öfugt ofan í þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, samstarfsflokks Kristilega demókrataflokksins, flokks Angelu Merkel.Sigmar GabrielGabriel sagði hugmynd Schäuble ósanngjarna og að átök hans við Merkel væru ólíðandi. Varaformaður jafnaðarmannaflokksins, Ralf Stegner, gagnrýndi Schäuble harðlega og gaf í skyn við fjölmiðla að fjármálaráðherrann ætti að segja af sér. „Hegðun Schäuble sýnir að hægriflokkarnir í Evrópu hafa týnt áttum þegar að Evrópumálum kemur,“ sagði Stegner enn fremur. Stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi hafa velt vöngum yfir því hvort Schäuble muni segja af sér embætti en hann hefur þó sjálfur hafnað því. Í viðtali við Der Spiegel sagði Schäuble að hann hefði ólíkar hugmyndir en Merkel í mörgum málum, en að margbreytilegar skoðanir væru hluti af lýðræðinu. Schäuble hafnaði einnig hugmyndinni um þýsk yfirráð í Evrópu. „Þýskaland ræður ekki yfir Evrópusambandinu. Hagkerfi Þýskalands er sterkt, því neitum við ekki, en öfugt við Frakkland og Bretland er Þýskaland ekki með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er ekki hægt að segja að Þýskaland sé í yfirburðastöðu,“ sagði Schäuble. Fjármálaráðherrann skaut einnig föstum skotum á Gabriel. „Allir flokkar hafa sín vandamál,“ sagði Schäuble. „En í samsteypustjórn þarf að sýna hinum flokknum tillitsemi. Þú reynir ekki að leysa þín eigin vandamál með ónákvæmum ásökunum í garð annarra.“ Þýski þingmaðurinn Hans Michelbach úr flokki Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, sem styður ríkisstjórn Angelu Merkel, studdi við bakið á Schäuble í gær. „Við þörfnumst Schäuble nú meira en nokkurn tímann áður,“ sagði hann. „Schäuble leyfir röddum þeirra sem efast um Evrópusambandið að heyrast.“ Grikkland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
„Herra Schäuble hefur ögrað Jafnaðarmannaflokknum,“ sagði Sigmar Gabriel, leiðtogi Jafnaðarmannaflokks Þýskalands og varakanslari, við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær. Það hriktir í stoðum þýsku ríkisstjórnarinnar eftir ummæli fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble frá því í síðustu viku. Schäuble talaði þá um að mögulega gæti reynst betra að víkja Grikkjum tímabundið úr evrusvæðinu. Ummæli fjármálaráðherrans fóru öfugt ofan í þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, samstarfsflokks Kristilega demókrataflokksins, flokks Angelu Merkel.Sigmar GabrielGabriel sagði hugmynd Schäuble ósanngjarna og að átök hans við Merkel væru ólíðandi. Varaformaður jafnaðarmannaflokksins, Ralf Stegner, gagnrýndi Schäuble harðlega og gaf í skyn við fjölmiðla að fjármálaráðherrann ætti að segja af sér. „Hegðun Schäuble sýnir að hægriflokkarnir í Evrópu hafa týnt áttum þegar að Evrópumálum kemur,“ sagði Stegner enn fremur. Stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi hafa velt vöngum yfir því hvort Schäuble muni segja af sér embætti en hann hefur þó sjálfur hafnað því. Í viðtali við Der Spiegel sagði Schäuble að hann hefði ólíkar hugmyndir en Merkel í mörgum málum, en að margbreytilegar skoðanir væru hluti af lýðræðinu. Schäuble hafnaði einnig hugmyndinni um þýsk yfirráð í Evrópu. „Þýskaland ræður ekki yfir Evrópusambandinu. Hagkerfi Þýskalands er sterkt, því neitum við ekki, en öfugt við Frakkland og Bretland er Þýskaland ekki með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er ekki hægt að segja að Þýskaland sé í yfirburðastöðu,“ sagði Schäuble. Fjármálaráðherrann skaut einnig föstum skotum á Gabriel. „Allir flokkar hafa sín vandamál,“ sagði Schäuble. „En í samsteypustjórn þarf að sýna hinum flokknum tillitsemi. Þú reynir ekki að leysa þín eigin vandamál með ónákvæmum ásökunum í garð annarra.“ Þýski þingmaðurinn Hans Michelbach úr flokki Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, sem styður ríkisstjórn Angelu Merkel, studdi við bakið á Schäuble í gær. „Við þörfnumst Schäuble nú meira en nokkurn tímann áður,“ sagði hann. „Schäuble leyfir röddum þeirra sem efast um Evrópusambandið að heyrast.“
Grikkland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira