Klang Games metið á tæpan milljarð ingvar haraldsson skrifar 25. júlí 2015 09:00 Ívar, Oddur og Guðmundur stofnuðu Klang Games árið 2013 og eiga enn stærstan hlut í fyrirtækinu. mynd/klang games Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Klang Games er metið á tæpan milljarð króna eftir hlutafjárkaup breska fjárfestingarfélagsins London Venture Capital í fyrirtækinu. Fjárfestarnir keyptu hlut í félaginu fyrir 630 þúsund Bandaríkjadali, eða um 85 milljónir íslenskra króna. Klang Games var stofnað árið 2013 af Ívari Emilssyni, Oddi Snæ Magnússyni og Guðmundi Hallgrímssyni listamanni, sem jafnan er kallaður Mundi Vondi. Ívar og Oddur eru fyrrverandi starfsmenn CCP og hafa talsverða reynslu af hönnun tölvuleikja. Stofnendurnir eiga fyrirtækið enn að mestu. Ívar segir að við fjárfestingu London Venture Capital hækki virði fyrirtækisins enn frekar þar sem það sé afar virt innan tölvuleikjaheimsins. Þá muni sambönd breska fyrirtækisins og reynsla þess hjálpa frekari vexti Klang Games. David Lau-Kee, meðeigandi hjá London Venture Capital, tekur sæti í stjórn fyrirtækisins. Lau-Kee var áður varaforseti tölvuleikjarisans Electronic Arts. Klang Games er við það að gefa út sinn fyrsta tölvuleik, ReRunners, sem kemur út á snjallsíma. Til að byrja með verður leikurinn prufukeyrður á Filippseyjum, Nýja-Sjálandi og í Ástralíu. Í kjölfarið er stefnt að því að leikurinn komi út um allan heim í október. Leikurinn kemur út á ensku, frönsku, ítölsku, þýsku og spænsku en nú stendur yfir vinna við að þýða leikinn. Ívar lýsir ReRunners sem risastórum heimi þar sem hægt er að ferðast um og keppa við aðra spilara. Framtíðarsýn Klang Games er skýr að mati Ívars. „Okkar markmið er að slá í gegn. Við erum að búa til alveg frábæran leik og við ætlum að halda áfram að reyna að búa til frábæra fjölspilunarleiki,“ segir hann. Klang Games er staðsett í Berlín. Ívar segir einkum tvær ástæður fyrir því að fyrirtækið hafi valið að starfa þar. „Það er rosalega erfitt að fá erlenda fjárfesta til Íslands því peningurinn er fastur. Það er samt ekki aðalástæðan. Aðalástæðan er betri aðgangur að starfsfólki. Eins og ástandið er í dag er auðveldara að fá fólk til að flytja til Berlínar en Íslands,“ segir Ívar.Í ReRunners verður hægt að keppa við aðra spilara í hinum ýmsu borðum.Mynd/Klang Games Leikjavísir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Klang Games er metið á tæpan milljarð króna eftir hlutafjárkaup breska fjárfestingarfélagsins London Venture Capital í fyrirtækinu. Fjárfestarnir keyptu hlut í félaginu fyrir 630 þúsund Bandaríkjadali, eða um 85 milljónir íslenskra króna. Klang Games var stofnað árið 2013 af Ívari Emilssyni, Oddi Snæ Magnússyni og Guðmundi Hallgrímssyni listamanni, sem jafnan er kallaður Mundi Vondi. Ívar og Oddur eru fyrrverandi starfsmenn CCP og hafa talsverða reynslu af hönnun tölvuleikja. Stofnendurnir eiga fyrirtækið enn að mestu. Ívar segir að við fjárfestingu London Venture Capital hækki virði fyrirtækisins enn frekar þar sem það sé afar virt innan tölvuleikjaheimsins. Þá muni sambönd breska fyrirtækisins og reynsla þess hjálpa frekari vexti Klang Games. David Lau-Kee, meðeigandi hjá London Venture Capital, tekur sæti í stjórn fyrirtækisins. Lau-Kee var áður varaforseti tölvuleikjarisans Electronic Arts. Klang Games er við það að gefa út sinn fyrsta tölvuleik, ReRunners, sem kemur út á snjallsíma. Til að byrja með verður leikurinn prufukeyrður á Filippseyjum, Nýja-Sjálandi og í Ástralíu. Í kjölfarið er stefnt að því að leikurinn komi út um allan heim í október. Leikurinn kemur út á ensku, frönsku, ítölsku, þýsku og spænsku en nú stendur yfir vinna við að þýða leikinn. Ívar lýsir ReRunners sem risastórum heimi þar sem hægt er að ferðast um og keppa við aðra spilara. Framtíðarsýn Klang Games er skýr að mati Ívars. „Okkar markmið er að slá í gegn. Við erum að búa til alveg frábæran leik og við ætlum að halda áfram að reyna að búa til frábæra fjölspilunarleiki,“ segir hann. Klang Games er staðsett í Berlín. Ívar segir einkum tvær ástæður fyrir því að fyrirtækið hafi valið að starfa þar. „Það er rosalega erfitt að fá erlenda fjárfesta til Íslands því peningurinn er fastur. Það er samt ekki aðalástæðan. Aðalástæðan er betri aðgangur að starfsfólki. Eins og ástandið er í dag er auðveldara að fá fólk til að flytja til Berlínar en Íslands,“ segir Ívar.Í ReRunners verður hægt að keppa við aðra spilara í hinum ýmsu borðum.Mynd/Klang Games
Leikjavísir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira