Bush sár út í Trump sem nýtur mests fylgis Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Donald Trump mælist með mest fylgi spænskumælandi kjósenda meðal repúblikana. nordicphotos/afp Donald Trump nýtur mests fylgis meðal spænskumælandi kjósenda af þeim sem sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum til forsetaframboðs að því er ný könnun Public Policy Polling leiðir í ljós. Forskot Trumps er ekki mikið. Alls sögðust 34 prósent spænskumælandi kjósenda geta hugsað sér að kjósa hann en 31 prósent sagðist hugsa sér að kjósa Jeb Bush, einn keppinauta Trumps. Þá kemst Trump ekki nærri tölum Hillary Clinton, eins frambjóðenda demókrata, en 61 prósent spænskumælandi kjósenda sagðist geta hugsað sér að kjósa hana. „Það særði mig að heyra einhvern tala á svona grófan máta,“ sagði Jeb Bush á þriðjudagskvöld í viðtali hjá sjónvarpsstöðinni MSNBC og vísaði þar til ummæla Trumps, sem sagði mexíkósk yfirvöld senda nauðgara og aðra glæpamenn til Bandaríkjanna. Donald Trump hefur haldið því fram frá því ummælin féllu að hann myndi njóta mikils fylgis spænskumælandi Bandaríkjamanna. Athygli vakti að viðtalið við Bush fór eingöngu fram á spænsku en Bush talar málið reiprennandi eftir að hafa flust sautján ára að aldri til Mexíkó þar sem hann kenndi börnum ensku. Í landinu kynntist hann svo eiginkonu sinni, hinni mexíkósku Columba Bush. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump nýtur mests fylgis meðal spænskumælandi kjósenda af þeim sem sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum til forsetaframboðs að því er ný könnun Public Policy Polling leiðir í ljós. Forskot Trumps er ekki mikið. Alls sögðust 34 prósent spænskumælandi kjósenda geta hugsað sér að kjósa hann en 31 prósent sagðist hugsa sér að kjósa Jeb Bush, einn keppinauta Trumps. Þá kemst Trump ekki nærri tölum Hillary Clinton, eins frambjóðenda demókrata, en 61 prósent spænskumælandi kjósenda sagðist geta hugsað sér að kjósa hana. „Það særði mig að heyra einhvern tala á svona grófan máta,“ sagði Jeb Bush á þriðjudagskvöld í viðtali hjá sjónvarpsstöðinni MSNBC og vísaði þar til ummæla Trumps, sem sagði mexíkósk yfirvöld senda nauðgara og aðra glæpamenn til Bandaríkjanna. Donald Trump hefur haldið því fram frá því ummælin féllu að hann myndi njóta mikils fylgis spænskumælandi Bandaríkjamanna. Athygli vakti að viðtalið við Bush fór eingöngu fram á spænsku en Bush talar málið reiprennandi eftir að hafa flust sautján ára að aldri til Mexíkó þar sem hann kenndi börnum ensku. Í landinu kynntist hann svo eiginkonu sinni, hinni mexíkósku Columba Bush.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira