Gerir teppi innblásin af íslenskri náttúru 31. júlí 2015 10:00 Teppagerðarkonan Sigrún Lára gerir öll teppin sem hún hannar sjálf. Vísir/Andri marínó Sigrún Lára Shanko tileinkaði líf sitt listinni árið 2003 eftir að hafa starfað í fjármálageiranum. Hún stofnaði sitt eigið stúdíó árið 2012 þar sem hún hóf að framleiða teppi sem eru innblásin af íslenskri náttúru og unnin í svokölluðum flos-stíl. Merkið hennar heitir Shanko Rugs. Teppin gerir hún öll sjálf en það getur tekið allt upp í tvo mánuði að ljúka við eitt teppi. Hún var lengi sú eina hér á landi ásamt Sigríði Ólafsdóttur sem starfaði í teppaiðnaðinum á Íslandi en nú hefur Sigrún þjálfað upp Þóru Björk Schram og deila þær saman vinnurými. Sigrún hefur sýnt verk sín um allan heim en hún segir áhugann vera mikinn utan landsteinanna. „Ég er búin að ferðast víða til þess að sýna og byggja upp tengslanet. Fólk er hrifið af því að þetta endurspeglar íslenska náttúru. Núna um daginn seldi ég teppi sem líkist glóandi hrauni í glæsiíbúð í Seattle. Ég sýndi fyrst á Hönnunarmars 2012 og þá birtist mynd af teppi frá mér í tímaritinu Elle. Svo hefur það líka birst á tískusíðunni WGSN.“Teppi sem Sigrún gerði fyrir glæsiíbúð í SeattleVinnustofa Sigrúnar er í Gufunesinu en hún segist þurfa mikið pláss til þess að vinna. „Stundum er ég að gera teppi sem er margir fermetrar. Ég þarf yfirleitt í kringum fjögur kíló af ull í hvern fermetra. Teppin eru mjög þykk og slitsterk og munu endast margar kynslóðir. Flos er textílaðferð sem var mjög vinsæl á árunum í kringum 1970. Ég lærði þetta af mömmu og var að kenna með henni á námskeiðum þegar ég var ung. Ég er með handavinnuna í blóðinu.“ Sigrún er hreyfihömluð og þess vegna vinnur hún ekki alla daga. Hún er þó dugleg að ferðast til þess að koma verkum sínum á framfæri. „Ég var í Flórens í vor og svo var ég beðin um að sýna á lúxushóteli í London. Svo fór ég til Seattle í október í fyrra. Þessi ferðalög kosta sitt en þau eru þess virði. Ég er til dæmis komin með umboðsmann sem ég kynntist í Flórens. Svo hef ég líka verið að selja hér heima. Hótel Rangá hefur keypt nokkur verk eftir okkur Siggu og það er stórt verk eftir mig í Nýsköpunarstöðinni og hjá einkaaðilum sem hafa verið að versla við mig.“ Tíska og hönnun Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Sigrún Lára Shanko tileinkaði líf sitt listinni árið 2003 eftir að hafa starfað í fjármálageiranum. Hún stofnaði sitt eigið stúdíó árið 2012 þar sem hún hóf að framleiða teppi sem eru innblásin af íslenskri náttúru og unnin í svokölluðum flos-stíl. Merkið hennar heitir Shanko Rugs. Teppin gerir hún öll sjálf en það getur tekið allt upp í tvo mánuði að ljúka við eitt teppi. Hún var lengi sú eina hér á landi ásamt Sigríði Ólafsdóttur sem starfaði í teppaiðnaðinum á Íslandi en nú hefur Sigrún þjálfað upp Þóru Björk Schram og deila þær saman vinnurými. Sigrún hefur sýnt verk sín um allan heim en hún segir áhugann vera mikinn utan landsteinanna. „Ég er búin að ferðast víða til þess að sýna og byggja upp tengslanet. Fólk er hrifið af því að þetta endurspeglar íslenska náttúru. Núna um daginn seldi ég teppi sem líkist glóandi hrauni í glæsiíbúð í Seattle. Ég sýndi fyrst á Hönnunarmars 2012 og þá birtist mynd af teppi frá mér í tímaritinu Elle. Svo hefur það líka birst á tískusíðunni WGSN.“Teppi sem Sigrún gerði fyrir glæsiíbúð í SeattleVinnustofa Sigrúnar er í Gufunesinu en hún segist þurfa mikið pláss til þess að vinna. „Stundum er ég að gera teppi sem er margir fermetrar. Ég þarf yfirleitt í kringum fjögur kíló af ull í hvern fermetra. Teppin eru mjög þykk og slitsterk og munu endast margar kynslóðir. Flos er textílaðferð sem var mjög vinsæl á árunum í kringum 1970. Ég lærði þetta af mömmu og var að kenna með henni á námskeiðum þegar ég var ung. Ég er með handavinnuna í blóðinu.“ Sigrún er hreyfihömluð og þess vegna vinnur hún ekki alla daga. Hún er þó dugleg að ferðast til þess að koma verkum sínum á framfæri. „Ég var í Flórens í vor og svo var ég beðin um að sýna á lúxushóteli í London. Svo fór ég til Seattle í október í fyrra. Þessi ferðalög kosta sitt en þau eru þess virði. Ég er til dæmis komin með umboðsmann sem ég kynntist í Flórens. Svo hef ég líka verið að selja hér heima. Hótel Rangá hefur keypt nokkur verk eftir okkur Siggu og það er stórt verk eftir mig í Nýsköpunarstöðinni og hjá einkaaðilum sem hafa verið að versla við mig.“
Tíska og hönnun Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira