Segja Ísraela seka um morð á ungbarni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. ágúst 2015 07:00 Þessi mynd af Ali Saad Dawabsha, átján mánaða palestínskum dreng, varð eftir í brunarústum húss á vesturbakkanum. Drengurinn lést í brunanum. nordicphotos/afp „Þetta er bein afleiðing áratuga langrar refsileysisstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart hryðjuverkum landtökumanna,“ segir í yfirlýsingu frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, um árás á Vesturbakka Jórdanár. Átján mánaða drengur lést aðfaranótt gærdagsins í árás á tvö heimili í bænum Duma á vesturbakkanum. Foreldrar hans og bróðir hlutu alvarlega áverka. Talsmenn PLO segja ísraelska landtökumenn hafa kastað eldsprengjum á heimilið með þeim afleiðingum að í því kviknaði. „Við komum að foreldrunum úti, skaðbrenndum, þau sögðu að sonur þeirra væri inni þannig að við náðum í hann. Þegar við komum út aftur sögðu þau að annar sonur þeirra væri líka inni en við gátum ekki bjargað honum, eldurinn stóð í vegi fyrir okkur,“ sagði Ibrahim Dawabsha, nágranni, við Reuters. Slagorð á hebresku fundust krotuð á veggi hússins ásamt Davíðsstjörnu, merki Ísraels. Meðal þess sem var krotað voru orðin „hefnd“ og „verðmiði“. Óljóst er hvað átt er við með orðinu hefnd en árásin minnir um margt á aðrar „verðmiðaárásir“ á svæðinu þar sem herskáir ísraelskir landtökumenn ráðast á heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ísraelska lögreglan lét rífa tvær hálfbyggðar blokkir á Vesturbakkanum á miðvikudag við mikla reiði landtökumanna. Ríkisstjórn Netanyahus samanstendur af fimm flokkum og eru nokkrir þingmenn hennar hlynntir landtöku á Vesturbakkanum. Það er talin ástæða þess að Netanyahu heimilaði í kjölfar niðurrifsins byggingu þrjú hundruð heimila fyrir Ísraela á Vesturbakkanum. Um 500.000 Ísraelar búa á Vesturbakkanum en Ísrael hertók svæðið árið 1967. Byggð Ísraelsmanna þar gengur gegn alþjóðalögum en ríkisstjórn Ísraels er ósammála. „Þetta eru hryðjuverk í orðsins fyllstu merkingu. Ísraelsríki stendur gegn hryðjuverkum, sama hver fremur þau,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um árásina. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
„Þetta er bein afleiðing áratuga langrar refsileysisstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart hryðjuverkum landtökumanna,“ segir í yfirlýsingu frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, um árás á Vesturbakka Jórdanár. Átján mánaða drengur lést aðfaranótt gærdagsins í árás á tvö heimili í bænum Duma á vesturbakkanum. Foreldrar hans og bróðir hlutu alvarlega áverka. Talsmenn PLO segja ísraelska landtökumenn hafa kastað eldsprengjum á heimilið með þeim afleiðingum að í því kviknaði. „Við komum að foreldrunum úti, skaðbrenndum, þau sögðu að sonur þeirra væri inni þannig að við náðum í hann. Þegar við komum út aftur sögðu þau að annar sonur þeirra væri líka inni en við gátum ekki bjargað honum, eldurinn stóð í vegi fyrir okkur,“ sagði Ibrahim Dawabsha, nágranni, við Reuters. Slagorð á hebresku fundust krotuð á veggi hússins ásamt Davíðsstjörnu, merki Ísraels. Meðal þess sem var krotað voru orðin „hefnd“ og „verðmiði“. Óljóst er hvað átt er við með orðinu hefnd en árásin minnir um margt á aðrar „verðmiðaárásir“ á svæðinu þar sem herskáir ísraelskir landtökumenn ráðast á heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ísraelska lögreglan lét rífa tvær hálfbyggðar blokkir á Vesturbakkanum á miðvikudag við mikla reiði landtökumanna. Ríkisstjórn Netanyahus samanstendur af fimm flokkum og eru nokkrir þingmenn hennar hlynntir landtöku á Vesturbakkanum. Það er talin ástæða þess að Netanyahu heimilaði í kjölfar niðurrifsins byggingu þrjú hundruð heimila fyrir Ísraela á Vesturbakkanum. Um 500.000 Ísraelar búa á Vesturbakkanum en Ísrael hertók svæðið árið 1967. Byggð Ísraelsmanna þar gengur gegn alþjóðalögum en ríkisstjórn Ísraels er ósammála. „Þetta eru hryðjuverk í orðsins fyllstu merkingu. Ísraelsríki stendur gegn hryðjuverkum, sama hver fremur þau,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um árásina.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira