Notaða druslan mín Snærós Sindradóttir skrifar 4. ágúst 2015 09:00 Bíllinn minn varð bráðkvaddur fyrir nokkrum dögum. Ég, kærastinn og bíllinn vorum á leið saman í hádegismat á góðviðrisdegi og vorum að leita að hentugum áningarstað til að deila hálfu kílói af núðlum. Þá allt í einu, á rólyndisgötu við lítið álag, gafst greyið upp. Við fengum fjölskyldu og vini til að draga okkur stutta vegalengd að verkstæði í Skeifunni. Kærastinn minn er svartsýnn þegar kemur að bílum. Hann býst alltaf við hinu versta og hefur iðulega rangt fyrir sér. Í þetta skiptið tók ég því af honum ráðin, sagði að vatnskassinn læki og af því þessi bíll er klárari og betri en aðrir bílar þá hefði hann ákveðið að drepa á sér frekar en að ofhitna. Nokkrum dögum síðar fékkst niðurstaða í málið. Þrjú hundruð og fimmtíu þúsund króna viðgerð var yfirvofandi vegna þess að tímareimin í honum fór og við það bognuðu ventlar. Ef bíllinn væri manneskja hefði hann fengið hjartaáfall og í kjölfarið dottið og brotið á sér mjöðmina. Ég lærði að keyra á þessum bíl. Ég skrapaði hliðina á honum á fyrstu viku eftir bílpróf í jólaörtröð í Kringlunni, keyrði í burtu og brýndi fyrir litla bróður mínum að segja engum frá. Ég festist á Steingrímsfjarðarheiði í blindbyl á þessum bíl og ég hef gefið brjóst í þessum bíl. Ég talaði vel um bílinn minn í hvert sinn sem ég keyrði hann. Daðraði við hann fyrir að vera praktískur, lipur í akstri og eyðslugrannur. Þó hann væri svona ljótur. En nú þarf ég nýjan bíl. Þann þriðja á þeim fjórum árum sem við kærastinn höfum verið par. Og í þetta sinn ætla ég ekki að kaupa dós eða taka við bíl frá foreldri sem augljóslega er þó nokkuð notaður. Nei, ég ætla að skuldsetja mig upp í topp og kaupa notaða drossíu, helst yngri en fimm ára og helst með dráttarkúlu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Bíllinn minn varð bráðkvaddur fyrir nokkrum dögum. Ég, kærastinn og bíllinn vorum á leið saman í hádegismat á góðviðrisdegi og vorum að leita að hentugum áningarstað til að deila hálfu kílói af núðlum. Þá allt í einu, á rólyndisgötu við lítið álag, gafst greyið upp. Við fengum fjölskyldu og vini til að draga okkur stutta vegalengd að verkstæði í Skeifunni. Kærastinn minn er svartsýnn þegar kemur að bílum. Hann býst alltaf við hinu versta og hefur iðulega rangt fyrir sér. Í þetta skiptið tók ég því af honum ráðin, sagði að vatnskassinn læki og af því þessi bíll er klárari og betri en aðrir bílar þá hefði hann ákveðið að drepa á sér frekar en að ofhitna. Nokkrum dögum síðar fékkst niðurstaða í málið. Þrjú hundruð og fimmtíu þúsund króna viðgerð var yfirvofandi vegna þess að tímareimin í honum fór og við það bognuðu ventlar. Ef bíllinn væri manneskja hefði hann fengið hjartaáfall og í kjölfarið dottið og brotið á sér mjöðmina. Ég lærði að keyra á þessum bíl. Ég skrapaði hliðina á honum á fyrstu viku eftir bílpróf í jólaörtröð í Kringlunni, keyrði í burtu og brýndi fyrir litla bróður mínum að segja engum frá. Ég festist á Steingrímsfjarðarheiði í blindbyl á þessum bíl og ég hef gefið brjóst í þessum bíl. Ég talaði vel um bílinn minn í hvert sinn sem ég keyrði hann. Daðraði við hann fyrir að vera praktískur, lipur í akstri og eyðslugrannur. Þó hann væri svona ljótur. En nú þarf ég nýjan bíl. Þann þriðja á þeim fjórum árum sem við kærastinn höfum verið par. Og í þetta sinn ætla ég ekki að kaupa dós eða taka við bíl frá foreldri sem augljóslega er þó nokkuð notaður. Nei, ég ætla að skuldsetja mig upp í topp og kaupa notaða drossíu, helst yngri en fimm ára og helst með dráttarkúlu.