Kæra sig ekki um þjóðhátíð á Flatey Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 09:00 Það er alltaf fjör í Flatey. vísir/anton Flatey á Breiðafirði er lítil og afskekkt eyja sem rúmar ekki marga gesti. Þrátt fyrir það streyma ferðamenn þangað yfir frá Stykkishólmi með ferjunni Baldri á sumrin til þess að upplifa þessa einstöku eyju sem á engan sinn líka. Um verslunarmannahelgina var haldið lítið sveitaball en Ingibjörg Pétursdóttir, hótelstýra á Hótel Flatey, segir að ekki sé ætlunin að búa til einhvers konar hátíð. „Það er alltaf töluvert af fólki um verslunarmannahelgina en ég held að fólk sé aðallega að sækja hingað til þess að vera í ró og næði en samt skemmta sér vel. Við erum ekkert að auglýsa dagskrána því að við viljum halda þessu litlu þar sem fólkið sem kemur hingað er ekki að leita eftir hamagangi,“ segir Ingibjörg en um helgina komu fram Sigríður Thorlacius, Gunnar Óskar og sönghópurinn Olga Vocal Ensemble. Hótelið var opnað fyrir tíu árum en þá voru það nær eingöngu Íslendingar sem gistu þar. Nú er öldin önnur. „Þetta hefur verið að breytast smátt og smátt. Þetta var hótel sem Íslendingar sóttu mikið í og við erum aðallega með dagskrá fyrir þá. Útlendingarnir taka ekki þátt í henni og ég man ekki eftir að hafa séð einn ferðamann á tónleikunum núna um helgina þrátt fyrir að öll herbergin hafi verið bókuð af þeim.“ Það varð svokölluð ferðamannabóla á Flatey eftir að kvikmyndin Brúðguminn eftir Baltasar Kormák kom út en hún er að mestu tekin upp þar. „Stundum komu um 300 manns á dag í dagsferð um eyjuna. Það var full mikið enda er eyjan pínu lítið og rúmar ekki marga. Í dag er ekki jafn mikið brjálæði en samt erum við með uppbókaðar gistingar nánast allt sumarið.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýr Baldur kominn til landsins Ný Breiðafjarðarferja, sem mun leysa Baldur af hólmi er komin til Reykjavíkur og fer væntanlega í slilpp í dag. Ferjan , sem er keypt notuð frá Noregi er breiðari og lengri en Baldur og lofthæð á bílaþilfari er meiri og í takt við nútímakröfur. 15. október 2014 08:24 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Flatey á Breiðafirði er lítil og afskekkt eyja sem rúmar ekki marga gesti. Þrátt fyrir það streyma ferðamenn þangað yfir frá Stykkishólmi með ferjunni Baldri á sumrin til þess að upplifa þessa einstöku eyju sem á engan sinn líka. Um verslunarmannahelgina var haldið lítið sveitaball en Ingibjörg Pétursdóttir, hótelstýra á Hótel Flatey, segir að ekki sé ætlunin að búa til einhvers konar hátíð. „Það er alltaf töluvert af fólki um verslunarmannahelgina en ég held að fólk sé aðallega að sækja hingað til þess að vera í ró og næði en samt skemmta sér vel. Við erum ekkert að auglýsa dagskrána því að við viljum halda þessu litlu þar sem fólkið sem kemur hingað er ekki að leita eftir hamagangi,“ segir Ingibjörg en um helgina komu fram Sigríður Thorlacius, Gunnar Óskar og sönghópurinn Olga Vocal Ensemble. Hótelið var opnað fyrir tíu árum en þá voru það nær eingöngu Íslendingar sem gistu þar. Nú er öldin önnur. „Þetta hefur verið að breytast smátt og smátt. Þetta var hótel sem Íslendingar sóttu mikið í og við erum aðallega með dagskrá fyrir þá. Útlendingarnir taka ekki þátt í henni og ég man ekki eftir að hafa séð einn ferðamann á tónleikunum núna um helgina þrátt fyrir að öll herbergin hafi verið bókuð af þeim.“ Það varð svokölluð ferðamannabóla á Flatey eftir að kvikmyndin Brúðguminn eftir Baltasar Kormák kom út en hún er að mestu tekin upp þar. „Stundum komu um 300 manns á dag í dagsferð um eyjuna. Það var full mikið enda er eyjan pínu lítið og rúmar ekki marga. Í dag er ekki jafn mikið brjálæði en samt erum við með uppbókaðar gistingar nánast allt sumarið.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýr Baldur kominn til landsins Ný Breiðafjarðarferja, sem mun leysa Baldur af hólmi er komin til Reykjavíkur og fer væntanlega í slilpp í dag. Ferjan , sem er keypt notuð frá Noregi er breiðari og lengri en Baldur og lofthæð á bílaþilfari er meiri og í takt við nútímakröfur. 15. október 2014 08:24 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Nýr Baldur kominn til landsins Ný Breiðafjarðarferja, sem mun leysa Baldur af hólmi er komin til Reykjavíkur og fer væntanlega í slilpp í dag. Ferjan , sem er keypt notuð frá Noregi er breiðari og lengri en Baldur og lofthæð á bílaþilfari er meiri og í takt við nútímakröfur. 15. október 2014 08:24