Hurðir úr sandi á Heimsenda Brynhildur Björnsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 10:30 Halla Kristín Einarsdóttir og Una Lind Hauksdóttir, kvikmyndagerðarmaður og kynjafræðinemi sem á sumrin reka veitingastaðinn Heimsenda á Patreksfirði með fjölskyldu Unu. Á Vatneyrinni, við höfnina á Patreksfirði, stendur rautt hús sem nýlega fékk nýtt hlutverk sem veitingastaðurinn Heimsendi. Upphaflega var húsið byggt sem sjómannastofa og veitingahús en hefur í gegnum tíðina gegnt ýmsum hlutverkum. Húsið hafði þó staðið lengi autt áður en kærustuparið Una Lind Hauksdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir fékk það verkefni hjá föður þeirrar fyrrnefndu að koma á fót veitingasölu á Patreksfirði. Það vatt aðeins upp á sig. Staðurinn er í eigu þeirra og foreldra Unu, Hauks Más og Gunnhildar, sem einnig tekur til hendinni á staðnum þegar hún er ekki á vöktum á sjúkrahúsinu. Þetta er því með sanni fjölskyldurekinn staður þar sem einhver úr fjölskyldunni er ávallt til staðar. „Pabbi hennar Unu hafði samband við okkur snemma í fyrrasumar og spurði hvort við værum til í að prófa að vera með honum með einfalda matarþjónustu fyrir ferðamenn yfir sumarið, súpur, samlokur og eitthvað svoleiðis,“ segir Halla. „Hugmyndin var að opna hráan en skemmtilegan samloku- og súpubar, það var að minnsta kosti það fyrsta sem ég heyrði. Næst þegar ég leit við áttum við veitingastað á Patreksfirði.Barinn er smíðaður úr lestarhlerum af fiskiskipinu Vestra BA.Allt frá grunni Una, Halla og Haukur Már hönnuðu innréttingarnar og veitingarnar frá grunni: „Með ótrúlega góðri hjálp margra,“ segir Una og bætir við: „Og á ótrúlega stuttum tíma. Við byrjuðum um páskana í fyrra, við tók stanslaus vinna í mánuð og svo opnað í byrjun maí.“ Fjármagn var af skornum skammti og húsið nánast tilbúið undir tréverk svo það var ekki leitað langt yfir skammt að efni í innréttingar. Stiginn er úr gömlum brettum og barinn úr gömlum lestarlúgum úr fiskiskipinu Vestra BA. „Og tunnuna, sem nú er vínskápur, kom bílstjóri hjá flutningafyrirtækinu hér, hann Palli Líndal, með færandi hendi.“ segir Una. Hún tekur einnig fram að Patreksfirðingar hafi tekið mikinn þátt í því að koma staðnum á legg. „Það voru allir svo til í að hjálpa til og leggja eitthvað fram sem passaði hérna inn. Ég verð að minnast sérstaklega á Árna Magnússon sem lumaði á alls konar fjársjóðum og ófáum tugum klukkustunda í vinnu sem og Paolo Gomes sem vann sleitulaust með okkur við að innrétta.“Staður í þróun „Una hafði sterkustu sýnina um hvernig þetta ætti allt að líta út, tréverkið og litir í bland. Una til dæmis hannaði þessi sandborð sem túristunum finnast mjög skemmtileg með sandi frá mismunandi stöðum hér í kring,“ segir Halla og bætir við að fleiri sandborð séu í vinnslu enda vantar borð á efri hæðina. „Staðurinn er enn í þróun, okkur tókst ekki að klára nærri því allt áður en við opnuðum en hlaupum í verkefnin þegar tími vinnst til. Og við erum líka að þróa matseðlana sem fara svo líka eftir því hvaða hráefni fæst hverju sinni.“Föng úr gullkistunni Breiðafirði Á Heimsenda er bæði hægt að fá fínni à la carte-seðil með kjöt- og fiskréttum en líka plokkfisk og veglega hamborgara. „Það var ekki endilega hugmyndin að vera með hamborgarastað,“ segir Una. „En það þarf líka að þjónusta fjölskyldur á ferð sem eru að koma saman út að borða. Viðskiptavinirnir eru að langmestu leyti ferðamenn, bæði innlendir og erlendir og það komast um sjötíu manns í mat í einu.“ Haukur, pabbi Unu, hefur þróað flestar uppskriftirnar og Una lært af honum. Draumurinn er að matseðillinn verði innan fimm ára alfarið úr hráefni sem finna má í og við gullkistuna Breiðafjörð. „Við erum niðri á höfn svo við fáum fiskinn spriklandi á tröppurnar á morgnana og það ræðst af því hvaða fisk er verið að veiða hvaða fiskur er á matseðlinum. Nautakjötið í borgarana kemur frá bænum Hvammi á Barðaströnd og silungurinn frá Tungusilungi í Tálknafirði.“ Una samsinnir því en bætir við að lambakjöt verði líkast til ekki hægt að fá að öllu leyti frá nágrenni Patró. „En vonandi allt annað.“Tónleikar og sitthvað um að vera Heimsendi er ekki kaffihús heldur aðeins veitingahús og svo með vínveitingaleyfi „Eldhúsið er opið frá fjögur til tíu og staðurinn svo til hálfellefu. Við erum með vínveitingaleyfi og öðru hverju reynum við að hafa tónleika og eitthvað um að vera, bæði fyrir heimafólk og aðra,“ segir Una og Halla bætir við: „Það er líka mjög flott kaffihús hér á Patró, Stúkuhúsið, sem er með fínan seðil og gott kaffi sem er opnað fyrr á daginn.“ Una bætir við:„Ég held að allir séu bara ánægðir með að allir séu til og við þurfum hvert á öðru að halda.“ Opið verður á Heimsenda til 24. ágúst. Halla og Una hverfa til vetrarstarfanna, Una til náms í mannfræði og kynjafræði við Háskóla Íslands og Halla að fylgja eftir nýjustu heimildarmynd sinni, Hvað er svona merkilegt við það? Næsta vor opnast svo dyrnar á Heimsenda á ný en stefnt er að opnun í maí. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Á Vatneyrinni, við höfnina á Patreksfirði, stendur rautt hús sem nýlega fékk nýtt hlutverk sem veitingastaðurinn Heimsendi. Upphaflega var húsið byggt sem sjómannastofa og veitingahús en hefur í gegnum tíðina gegnt ýmsum hlutverkum. Húsið hafði þó staðið lengi autt áður en kærustuparið Una Lind Hauksdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir fékk það verkefni hjá föður þeirrar fyrrnefndu að koma á fót veitingasölu á Patreksfirði. Það vatt aðeins upp á sig. Staðurinn er í eigu þeirra og foreldra Unu, Hauks Más og Gunnhildar, sem einnig tekur til hendinni á staðnum þegar hún er ekki á vöktum á sjúkrahúsinu. Þetta er því með sanni fjölskyldurekinn staður þar sem einhver úr fjölskyldunni er ávallt til staðar. „Pabbi hennar Unu hafði samband við okkur snemma í fyrrasumar og spurði hvort við værum til í að prófa að vera með honum með einfalda matarþjónustu fyrir ferðamenn yfir sumarið, súpur, samlokur og eitthvað svoleiðis,“ segir Halla. „Hugmyndin var að opna hráan en skemmtilegan samloku- og súpubar, það var að minnsta kosti það fyrsta sem ég heyrði. Næst þegar ég leit við áttum við veitingastað á Patreksfirði.Barinn er smíðaður úr lestarhlerum af fiskiskipinu Vestra BA.Allt frá grunni Una, Halla og Haukur Már hönnuðu innréttingarnar og veitingarnar frá grunni: „Með ótrúlega góðri hjálp margra,“ segir Una og bætir við: „Og á ótrúlega stuttum tíma. Við byrjuðum um páskana í fyrra, við tók stanslaus vinna í mánuð og svo opnað í byrjun maí.“ Fjármagn var af skornum skammti og húsið nánast tilbúið undir tréverk svo það var ekki leitað langt yfir skammt að efni í innréttingar. Stiginn er úr gömlum brettum og barinn úr gömlum lestarlúgum úr fiskiskipinu Vestra BA. „Og tunnuna, sem nú er vínskápur, kom bílstjóri hjá flutningafyrirtækinu hér, hann Palli Líndal, með færandi hendi.“ segir Una. Hún tekur einnig fram að Patreksfirðingar hafi tekið mikinn þátt í því að koma staðnum á legg. „Það voru allir svo til í að hjálpa til og leggja eitthvað fram sem passaði hérna inn. Ég verð að minnast sérstaklega á Árna Magnússon sem lumaði á alls konar fjársjóðum og ófáum tugum klukkustunda í vinnu sem og Paolo Gomes sem vann sleitulaust með okkur við að innrétta.“Staður í þróun „Una hafði sterkustu sýnina um hvernig þetta ætti allt að líta út, tréverkið og litir í bland. Una til dæmis hannaði þessi sandborð sem túristunum finnast mjög skemmtileg með sandi frá mismunandi stöðum hér í kring,“ segir Halla og bætir við að fleiri sandborð séu í vinnslu enda vantar borð á efri hæðina. „Staðurinn er enn í þróun, okkur tókst ekki að klára nærri því allt áður en við opnuðum en hlaupum í verkefnin þegar tími vinnst til. Og við erum líka að þróa matseðlana sem fara svo líka eftir því hvaða hráefni fæst hverju sinni.“Föng úr gullkistunni Breiðafirði Á Heimsenda er bæði hægt að fá fínni à la carte-seðil með kjöt- og fiskréttum en líka plokkfisk og veglega hamborgara. „Það var ekki endilega hugmyndin að vera með hamborgarastað,“ segir Una. „En það þarf líka að þjónusta fjölskyldur á ferð sem eru að koma saman út að borða. Viðskiptavinirnir eru að langmestu leyti ferðamenn, bæði innlendir og erlendir og það komast um sjötíu manns í mat í einu.“ Haukur, pabbi Unu, hefur þróað flestar uppskriftirnar og Una lært af honum. Draumurinn er að matseðillinn verði innan fimm ára alfarið úr hráefni sem finna má í og við gullkistuna Breiðafjörð. „Við erum niðri á höfn svo við fáum fiskinn spriklandi á tröppurnar á morgnana og það ræðst af því hvaða fisk er verið að veiða hvaða fiskur er á matseðlinum. Nautakjötið í borgarana kemur frá bænum Hvammi á Barðaströnd og silungurinn frá Tungusilungi í Tálknafirði.“ Una samsinnir því en bætir við að lambakjöt verði líkast til ekki hægt að fá að öllu leyti frá nágrenni Patró. „En vonandi allt annað.“Tónleikar og sitthvað um að vera Heimsendi er ekki kaffihús heldur aðeins veitingahús og svo með vínveitingaleyfi „Eldhúsið er opið frá fjögur til tíu og staðurinn svo til hálfellefu. Við erum með vínveitingaleyfi og öðru hverju reynum við að hafa tónleika og eitthvað um að vera, bæði fyrir heimafólk og aðra,“ segir Una og Halla bætir við: „Það er líka mjög flott kaffihús hér á Patró, Stúkuhúsið, sem er með fínan seðil og gott kaffi sem er opnað fyrr á daginn.“ Una bætir við:„Ég held að allir séu bara ánægðir með að allir séu til og við þurfum hvert á öðru að halda.“ Opið verður á Heimsenda til 24. ágúst. Halla og Una hverfa til vetrarstarfanna, Una til náms í mannfræði og kynjafræði við Háskóla Íslands og Halla að fylgja eftir nýjustu heimildarmynd sinni, Hvað er svona merkilegt við það? Næsta vor opnast svo dyrnar á Heimsenda á ný en stefnt er að opnun í maí.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira