Ætlar ekki að kveikja í sér en er ekki sáttur Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. ágúst 2015 08:30 Selskópnum var refsað fyrir að reyna finna frelsið. Vísir/Pjetur „Ég er ekkert að fara að kveikja í mér í Húsdýragarðinum en mér finnst þetta ákaflega lélegt. Þarna er hugrökk skepna búin að leggja mikið á sig fyrir frelsið og henni launað með því að senda hana í gin refa,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson, textasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg og selavinur með meiru. Hann stofnaði í gær Facebook-síðuna, Þyrmið lífi sprettharða selkópsins. Kópnum, sem slapp úr Húsdýragarðinum aðfaranótt mánudags var slátrað í gær, þrátt fyrir að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefðu sagt að hann fengi að lifa fram á haust og yrði þá notaður í fóður fyrir refi. Facebook-síðan sem Haukur Viðar stofnaði, varð strax mjög vinsæl og hafði tæplega þúsund manns líkað við síðuna á fyrstu fimm klukkustundunum. „Þetta sýnir það og sannar að fólki er ekki sama og maður spyr sig hvort það megi ekki opna á þá umræðu að dýragarðar séu tímaskekkja,“ segir Haukur Viðar. Haukur Viðar Alfreðsson „Ég fer ekki í Húsdýragarðinn, enda er ég með ofnæmi fyrir flestum dýrum, ég fór síðast í dýragarð í Þýskalandi árið 1992, mér fannst það gaman en dýrunum fannst það ekki, þó ég efist ekki um að það sé ágætlega hugsað um þau.“ Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar. Haukur Viðar segist hingað til ekki hafa átt erindi í garðinn og að lógunin breyti engu um það. „Ég er með heiftarlegt dýraofnæmi og læt aðra um það að sniðganga garðinn af þessum ástæðum.“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Búið að lóga selkópnum sem slapp Yfirdýrahirðir segir það sama gilda um alla kópa sem ekki eigi að halda, þeim sé lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 17:07 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
„Ég er ekkert að fara að kveikja í mér í Húsdýragarðinum en mér finnst þetta ákaflega lélegt. Þarna er hugrökk skepna búin að leggja mikið á sig fyrir frelsið og henni launað með því að senda hana í gin refa,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson, textasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg og selavinur með meiru. Hann stofnaði í gær Facebook-síðuna, Þyrmið lífi sprettharða selkópsins. Kópnum, sem slapp úr Húsdýragarðinum aðfaranótt mánudags var slátrað í gær, þrátt fyrir að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefðu sagt að hann fengi að lifa fram á haust og yrði þá notaður í fóður fyrir refi. Facebook-síðan sem Haukur Viðar stofnaði, varð strax mjög vinsæl og hafði tæplega þúsund manns líkað við síðuna á fyrstu fimm klukkustundunum. „Þetta sýnir það og sannar að fólki er ekki sama og maður spyr sig hvort það megi ekki opna á þá umræðu að dýragarðar séu tímaskekkja,“ segir Haukur Viðar. Haukur Viðar Alfreðsson „Ég fer ekki í Húsdýragarðinn, enda er ég með ofnæmi fyrir flestum dýrum, ég fór síðast í dýragarð í Þýskalandi árið 1992, mér fannst það gaman en dýrunum fannst það ekki, þó ég efist ekki um að það sé ágætlega hugsað um þau.“ Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar. Haukur Viðar segist hingað til ekki hafa átt erindi í garðinn og að lógunin breyti engu um það. „Ég er með heiftarlegt dýraofnæmi og læt aðra um það að sniðganga garðinn af þessum ástæðum.“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Búið að lóga selkópnum sem slapp Yfirdýrahirðir segir það sama gilda um alla kópa sem ekki eigi að halda, þeim sé lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 17:07 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31
Búið að lóga selkópnum sem slapp Yfirdýrahirðir segir það sama gilda um alla kópa sem ekki eigi að halda, þeim sé lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 17:07