Diguryrðin yfirgnæfðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Donald Trump, lengst til hægri, ásamt Ben Carson og Scott Walker í kappræðunum á fimmtudagskvöld. nordicphotos/AFP Níu repúblikanar stóðu að mestu ráðþrota á sviðinu gagnvart Donald Trump, sem að venju sagði það sem honum sýndist í fyrstu sjónvarpskappræðunum fyrir forkosningar Repúblikanaflokksins. Digurbarkaleg ummæli hans vöktu langmesta athygli áhorfenda jafnt sem fjölmiðla víða um heim. Mörgum fannst nóg um: „Þessi apaköttur ætlar að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði í fyrirsögn á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Mótframbjóðendurnir níu, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins, reyndu flestir að svara spurningum stjórnenda umræðnanna af alvöru, en uppskáru fyrir vikið ekki sömu athyglina. Trump hefur undanfarnar vikur borið höfuð og herðar yfir meðframbjóðendur sína í skoðanakönnunum. Hann kemst þó ekki með tærnar þar sem Hillary Clinton, líklegasti frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur hælana. Í The New York Times fullyrðir hins vegar dálkahöfundurinn Nate Cohn að hvorki Donald Trump né Jeb Bush, sem hefur næstmesta fylgið í skoðanakönnunum, hafi verið á meðal sigurvegara kvöldsins. „Að sigra í forkosningaumræðum snýst ekki um að slá fram bestu setningunum eða uppskera mesta klappið. Fyrir frambjóðendur í fremstu röð er þetta áheyrnarprufa fyrir flokkseigendurna, fjársterka stuðningsmenn,“ segir Cohn. „Takmarkið er ekki að heilla fjöldann eða ná langt í skoðanakönnunum, heldur að vekja traust, að sýna fram á getu þeirra til þess að sigra og ráða við forsetaembættið.“ Enn sem komið er geta skoðanakannanir engan veginn gefið neinar marktækar vísbendingar um það hver úrslitin gætu orðið úr forkosningum flokkanna tveggja. Forkosningarnar hefjast ekki fyrr en snemma á næsta ári og úrslit verða ekki ljós fyrr en næsta sumar, en forsetakosningarnar sjálfar eru svo í byrjun nóvember. Trump virðist hins vegar staðráðinn í að bjóða sig fram til forseta, hvort sem hann verður fyrir valinu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins eða ekki. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Níu repúblikanar stóðu að mestu ráðþrota á sviðinu gagnvart Donald Trump, sem að venju sagði það sem honum sýndist í fyrstu sjónvarpskappræðunum fyrir forkosningar Repúblikanaflokksins. Digurbarkaleg ummæli hans vöktu langmesta athygli áhorfenda jafnt sem fjölmiðla víða um heim. Mörgum fannst nóg um: „Þessi apaköttur ætlar að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði í fyrirsögn á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Mótframbjóðendurnir níu, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins, reyndu flestir að svara spurningum stjórnenda umræðnanna af alvöru, en uppskáru fyrir vikið ekki sömu athyglina. Trump hefur undanfarnar vikur borið höfuð og herðar yfir meðframbjóðendur sína í skoðanakönnunum. Hann kemst þó ekki með tærnar þar sem Hillary Clinton, líklegasti frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur hælana. Í The New York Times fullyrðir hins vegar dálkahöfundurinn Nate Cohn að hvorki Donald Trump né Jeb Bush, sem hefur næstmesta fylgið í skoðanakönnunum, hafi verið á meðal sigurvegara kvöldsins. „Að sigra í forkosningaumræðum snýst ekki um að slá fram bestu setningunum eða uppskera mesta klappið. Fyrir frambjóðendur í fremstu röð er þetta áheyrnarprufa fyrir flokkseigendurna, fjársterka stuðningsmenn,“ segir Cohn. „Takmarkið er ekki að heilla fjöldann eða ná langt í skoðanakönnunum, heldur að vekja traust, að sýna fram á getu þeirra til þess að sigra og ráða við forsetaembættið.“ Enn sem komið er geta skoðanakannanir engan veginn gefið neinar marktækar vísbendingar um það hver úrslitin gætu orðið úr forkosningum flokkanna tveggja. Forkosningarnar hefjast ekki fyrr en snemma á næsta ári og úrslit verða ekki ljós fyrr en næsta sumar, en forsetakosningarnar sjálfar eru svo í byrjun nóvember. Trump virðist hins vegar staðráðinn í að bjóða sig fram til forseta, hvort sem hann verður fyrir valinu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins eða ekki.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira