Reiknað með gerðardómi í dag Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, og Ástráður Haraldsson, lögmaður samtakanna, rýna í dóm Hæstaréttar. vísir/gva Dómur Hæstaréttar í máli BHM gegn ríkinu í gær vegna lagasetningar á verkfall aðildarfélaga BHM í sumar dregur úr vægi væntanlegs gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríkisins. Þetta segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, vera meðal þess sem lesa megi úr dómnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að vænta megi niðurstöðu gerðardóms í dag, degi fyrir settan frest sem dómurinn fékk til að ljúka störfum. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll BHM í sumar og staðfesti þar með dóm héraðsdóms þar að lútandi. Fram kemur í dómnum að undanþágur á heilbrigðisstofnunum hafi ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika líkt og ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Fullreynt hafi verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. Páll segist afar ósáttur við niðurstöðuna. Nú verði kannað hvort farið verði með málið lengra, eða fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru mikil vonbrigði að íslenskir dómstólar virði ekki rétt stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga og fylgja kjarasamningagerð eftir,“ segir hann. Páll segir einnig athyglisvert hvernig Hæstiréttur tali um gerðardóm og vísi til hans sem nefndar sem „gefið hafi verið heitið“ gerðardómur. Hæstiréttur segir „nefndina“ fá óheppilega mikið svigrúm til að ákveða gildistíma launaákvörðunarinnar, en líta verði til þess að hún hafi ekki enn lokið störfum með ákvörðun „sem áfrýjanda væri í lófa lagið að leitast við að fá hnekkt ef hann teldi nefndina hafa farið óhæfilega með þetta svigrúm“. Páll segir því ljóst að ekki sjái fyrir endann á málarekstri vegna deilu BHM og ríkisins, en erfitt sé að tjá sig um mögulegan málatilbúnað fyrr en niðurstaða gerðardómsins svonefnda liggi fyrir. Þá segir Páll ljóst að áhrif dómsins kunni að vera víðtæk þegar kemur að næstu kjarasamningum við ríkið, því í raun sé verið að segja við verkalýðsfélög að þau megi ekki starfa saman og fara saman fram með kröfur. „Það hefur auðvitað þá afleiðingu að ríkið verður að mæta hverju félagi fyrir sig og verður þá að hafa getu til þess.“ Þá sé vafamál að tala um norrænar leiðir þar sem margir komi saman að verkefnum í ljósi þessa dóms, því fari hópar fram með sameiginlegar kröfur megi setja þá alla undir einn hatt í lagasetningu náist ekki saman. „Það er einn lærdómurinn sem menn hljóta að draga af þessu.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Dómur Hæstaréttar í máli BHM gegn ríkinu í gær vegna lagasetningar á verkfall aðildarfélaga BHM í sumar dregur úr vægi væntanlegs gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríkisins. Þetta segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, vera meðal þess sem lesa megi úr dómnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að vænta megi niðurstöðu gerðardóms í dag, degi fyrir settan frest sem dómurinn fékk til að ljúka störfum. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll BHM í sumar og staðfesti þar með dóm héraðsdóms þar að lútandi. Fram kemur í dómnum að undanþágur á heilbrigðisstofnunum hafi ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika líkt og ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Fullreynt hafi verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. Páll segist afar ósáttur við niðurstöðuna. Nú verði kannað hvort farið verði með málið lengra, eða fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru mikil vonbrigði að íslenskir dómstólar virði ekki rétt stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga og fylgja kjarasamningagerð eftir,“ segir hann. Páll segir einnig athyglisvert hvernig Hæstiréttur tali um gerðardóm og vísi til hans sem nefndar sem „gefið hafi verið heitið“ gerðardómur. Hæstiréttur segir „nefndina“ fá óheppilega mikið svigrúm til að ákveða gildistíma launaákvörðunarinnar, en líta verði til þess að hún hafi ekki enn lokið störfum með ákvörðun „sem áfrýjanda væri í lófa lagið að leitast við að fá hnekkt ef hann teldi nefndina hafa farið óhæfilega með þetta svigrúm“. Páll segir því ljóst að ekki sjái fyrir endann á málarekstri vegna deilu BHM og ríkisins, en erfitt sé að tjá sig um mögulegan málatilbúnað fyrr en niðurstaða gerðardómsins svonefnda liggi fyrir. Þá segir Páll ljóst að áhrif dómsins kunni að vera víðtæk þegar kemur að næstu kjarasamningum við ríkið, því í raun sé verið að segja við verkalýðsfélög að þau megi ekki starfa saman og fara saman fram með kröfur. „Það hefur auðvitað þá afleiðingu að ríkið verður að mæta hverju félagi fyrir sig og verður þá að hafa getu til þess.“ Þá sé vafamál að tala um norrænar leiðir þar sem margir komi saman að verkefnum í ljósi þessa dóms, því fari hópar fram með sameiginlegar kröfur megi setja þá alla undir einn hatt í lagasetningu náist ekki saman. „Það er einn lærdómurinn sem menn hljóta að draga af þessu.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira