Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Andri Ólafsson skrifar 5. júní 2015 07:00 Aðalbygging Háskóla Íslands Margt bendir til þess að lokaritgerð sem nýútskrifaður viðskiptafræðinemi skilaði í Háskóla Íslands sé uppspuni frá rótum. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá.Friðrik PálssonFriðrik staðfestir við Fréttablaðið að höfundur ritgerðarinnar hafi aldrei rætt við sig og ummæli sem eftir Friðriki eru höfð séu uppspuni. Þá staðfestir Friðrik að ýmis töluleg gögn sem vitnað sé til í ritgerðinni séu einnig skálduð. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins komst upp um málið í kjölfar þess að Friðrik fékk ábendingu um að fram væri komin ritgerð sem byggðist á rekstri hans. Friðrik kannaðist sjálfur ekkert við að hafa svarað spurningum frá ritgerðarhöfundi. Þá kannaðist Friðrik ekki heldur við ýmsar tölur um reksturinn sem komu fram í ritgerðinni. Í kjölfar þessa, fyrir um það bil tveimur mánuðum, vakti Friðrik athygli viðskiptafræðideildar á málinu.Runólfur Smári Steinþórsson.Ritgerðin sem um ræðir er lokaritgerð nemanda í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún var birt á Skemmu, rafrænu gagnasafni háskólans, í janúar síðastliðnum. Aðgangi almennings að ritgerðinni var nýlega lokað. Nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands skömmu síðar. Þær upplýsingar fengust frá skólanum að málið væri ekki komið inn á borð rektors og væri enn í höndum viðskiptafræðideildar. Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti viðskiptafræðideildar, vildi ekki svara neinum spurningum um málið og vísaði eingöngu í almennar verklagsreglur. „Ef upp kemst að ritgerð standist ekki getur það haft alvarlegar afleiðingar,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Fréttablaðið náði einnig tali af höfundi ritgerðarinnar í gærkvöldi. Hann vildi ekki tjá sig um málið. Sviptur kandídatstitli frá lagadeildVilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögfræðingur var sviptur kandídatstitli sínum árið 2001 fyrir ritstuld. Lagadeild Háskóla Íslands afturkallaði einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerð sem hann skrifaði við lagadeild. Mál Vilhjálms kom upp í kjölfar þess að Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur vakti athygli lagadeildar á að kafla úr ritgerð sem hann skrifaði við félagsvísindadeild Háskólans væri að finna orðrétta í ritgerð Vilhjálms. Deildarfundur lagadeildar samþykkti að heimila Vilhjálmi að skrifa nýja ritgerð við lagadeild. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Sjá meira
Margt bendir til þess að lokaritgerð sem nýútskrifaður viðskiptafræðinemi skilaði í Háskóla Íslands sé uppspuni frá rótum. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá.Friðrik PálssonFriðrik staðfestir við Fréttablaðið að höfundur ritgerðarinnar hafi aldrei rætt við sig og ummæli sem eftir Friðriki eru höfð séu uppspuni. Þá staðfestir Friðrik að ýmis töluleg gögn sem vitnað sé til í ritgerðinni séu einnig skálduð. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins komst upp um málið í kjölfar þess að Friðrik fékk ábendingu um að fram væri komin ritgerð sem byggðist á rekstri hans. Friðrik kannaðist sjálfur ekkert við að hafa svarað spurningum frá ritgerðarhöfundi. Þá kannaðist Friðrik ekki heldur við ýmsar tölur um reksturinn sem komu fram í ritgerðinni. Í kjölfar þessa, fyrir um það bil tveimur mánuðum, vakti Friðrik athygli viðskiptafræðideildar á málinu.Runólfur Smári Steinþórsson.Ritgerðin sem um ræðir er lokaritgerð nemanda í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún var birt á Skemmu, rafrænu gagnasafni háskólans, í janúar síðastliðnum. Aðgangi almennings að ritgerðinni var nýlega lokað. Nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands skömmu síðar. Þær upplýsingar fengust frá skólanum að málið væri ekki komið inn á borð rektors og væri enn í höndum viðskiptafræðideildar. Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti viðskiptafræðideildar, vildi ekki svara neinum spurningum um málið og vísaði eingöngu í almennar verklagsreglur. „Ef upp kemst að ritgerð standist ekki getur það haft alvarlegar afleiðingar,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Fréttablaðið náði einnig tali af höfundi ritgerðarinnar í gærkvöldi. Hann vildi ekki tjá sig um málið. Sviptur kandídatstitli frá lagadeildVilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögfræðingur var sviptur kandídatstitli sínum árið 2001 fyrir ritstuld. Lagadeild Háskóla Íslands afturkallaði einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerð sem hann skrifaði við lagadeild. Mál Vilhjálms kom upp í kjölfar þess að Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur vakti athygli lagadeildar á að kafla úr ritgerð sem hann skrifaði við félagsvísindadeild Háskólans væri að finna orðrétta í ritgerð Vilhjálms. Deildarfundur lagadeildar samþykkti að heimila Vilhjálmi að skrifa nýja ritgerð við lagadeild.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Sjá meira