Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Andri Ólafsson skrifar 5. júní 2015 07:00 Aðalbygging Háskóla Íslands Margt bendir til þess að lokaritgerð sem nýútskrifaður viðskiptafræðinemi skilaði í Háskóla Íslands sé uppspuni frá rótum. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá.Friðrik PálssonFriðrik staðfestir við Fréttablaðið að höfundur ritgerðarinnar hafi aldrei rætt við sig og ummæli sem eftir Friðriki eru höfð séu uppspuni. Þá staðfestir Friðrik að ýmis töluleg gögn sem vitnað sé til í ritgerðinni séu einnig skálduð. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins komst upp um málið í kjölfar þess að Friðrik fékk ábendingu um að fram væri komin ritgerð sem byggðist á rekstri hans. Friðrik kannaðist sjálfur ekkert við að hafa svarað spurningum frá ritgerðarhöfundi. Þá kannaðist Friðrik ekki heldur við ýmsar tölur um reksturinn sem komu fram í ritgerðinni. Í kjölfar þessa, fyrir um það bil tveimur mánuðum, vakti Friðrik athygli viðskiptafræðideildar á málinu.Runólfur Smári Steinþórsson.Ritgerðin sem um ræðir er lokaritgerð nemanda í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún var birt á Skemmu, rafrænu gagnasafni háskólans, í janúar síðastliðnum. Aðgangi almennings að ritgerðinni var nýlega lokað. Nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands skömmu síðar. Þær upplýsingar fengust frá skólanum að málið væri ekki komið inn á borð rektors og væri enn í höndum viðskiptafræðideildar. Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti viðskiptafræðideildar, vildi ekki svara neinum spurningum um málið og vísaði eingöngu í almennar verklagsreglur. „Ef upp kemst að ritgerð standist ekki getur það haft alvarlegar afleiðingar,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Fréttablaðið náði einnig tali af höfundi ritgerðarinnar í gærkvöldi. Hann vildi ekki tjá sig um málið. Sviptur kandídatstitli frá lagadeildVilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögfræðingur var sviptur kandídatstitli sínum árið 2001 fyrir ritstuld. Lagadeild Háskóla Íslands afturkallaði einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerð sem hann skrifaði við lagadeild. Mál Vilhjálms kom upp í kjölfar þess að Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur vakti athygli lagadeildar á að kafla úr ritgerð sem hann skrifaði við félagsvísindadeild Háskólans væri að finna orðrétta í ritgerð Vilhjálms. Deildarfundur lagadeildar samþykkti að heimila Vilhjálmi að skrifa nýja ritgerð við lagadeild. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Sjá meira
Margt bendir til þess að lokaritgerð sem nýútskrifaður viðskiptafræðinemi skilaði í Háskóla Íslands sé uppspuni frá rótum. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá.Friðrik PálssonFriðrik staðfestir við Fréttablaðið að höfundur ritgerðarinnar hafi aldrei rætt við sig og ummæli sem eftir Friðriki eru höfð séu uppspuni. Þá staðfestir Friðrik að ýmis töluleg gögn sem vitnað sé til í ritgerðinni séu einnig skálduð. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins komst upp um málið í kjölfar þess að Friðrik fékk ábendingu um að fram væri komin ritgerð sem byggðist á rekstri hans. Friðrik kannaðist sjálfur ekkert við að hafa svarað spurningum frá ritgerðarhöfundi. Þá kannaðist Friðrik ekki heldur við ýmsar tölur um reksturinn sem komu fram í ritgerðinni. Í kjölfar þessa, fyrir um það bil tveimur mánuðum, vakti Friðrik athygli viðskiptafræðideildar á málinu.Runólfur Smári Steinþórsson.Ritgerðin sem um ræðir er lokaritgerð nemanda í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún var birt á Skemmu, rafrænu gagnasafni háskólans, í janúar síðastliðnum. Aðgangi almennings að ritgerðinni var nýlega lokað. Nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands skömmu síðar. Þær upplýsingar fengust frá skólanum að málið væri ekki komið inn á borð rektors og væri enn í höndum viðskiptafræðideildar. Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti viðskiptafræðideildar, vildi ekki svara neinum spurningum um málið og vísaði eingöngu í almennar verklagsreglur. „Ef upp kemst að ritgerð standist ekki getur það haft alvarlegar afleiðingar,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Fréttablaðið náði einnig tali af höfundi ritgerðarinnar í gærkvöldi. Hann vildi ekki tjá sig um málið. Sviptur kandídatstitli frá lagadeildVilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögfræðingur var sviptur kandídatstitli sínum árið 2001 fyrir ritstuld. Lagadeild Háskóla Íslands afturkallaði einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerð sem hann skrifaði við lagadeild. Mál Vilhjálms kom upp í kjölfar þess að Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur vakti athygli lagadeildar á að kafla úr ritgerð sem hann skrifaði við félagsvísindadeild Háskólans væri að finna orðrétta í ritgerð Vilhjálms. Deildarfundur lagadeildar samþykkti að heimila Vilhjálmi að skrifa nýja ritgerð við lagadeild.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent