Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Andri Ólafsson skrifar 5. júní 2015 07:00 Aðalbygging Háskóla Íslands Margt bendir til þess að lokaritgerð sem nýútskrifaður viðskiptafræðinemi skilaði í Háskóla Íslands sé uppspuni frá rótum. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá.Friðrik PálssonFriðrik staðfestir við Fréttablaðið að höfundur ritgerðarinnar hafi aldrei rætt við sig og ummæli sem eftir Friðriki eru höfð séu uppspuni. Þá staðfestir Friðrik að ýmis töluleg gögn sem vitnað sé til í ritgerðinni séu einnig skálduð. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins komst upp um málið í kjölfar þess að Friðrik fékk ábendingu um að fram væri komin ritgerð sem byggðist á rekstri hans. Friðrik kannaðist sjálfur ekkert við að hafa svarað spurningum frá ritgerðarhöfundi. Þá kannaðist Friðrik ekki heldur við ýmsar tölur um reksturinn sem komu fram í ritgerðinni. Í kjölfar þessa, fyrir um það bil tveimur mánuðum, vakti Friðrik athygli viðskiptafræðideildar á málinu.Runólfur Smári Steinþórsson.Ritgerðin sem um ræðir er lokaritgerð nemanda í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún var birt á Skemmu, rafrænu gagnasafni háskólans, í janúar síðastliðnum. Aðgangi almennings að ritgerðinni var nýlega lokað. Nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands skömmu síðar. Þær upplýsingar fengust frá skólanum að málið væri ekki komið inn á borð rektors og væri enn í höndum viðskiptafræðideildar. Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti viðskiptafræðideildar, vildi ekki svara neinum spurningum um málið og vísaði eingöngu í almennar verklagsreglur. „Ef upp kemst að ritgerð standist ekki getur það haft alvarlegar afleiðingar,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Fréttablaðið náði einnig tali af höfundi ritgerðarinnar í gærkvöldi. Hann vildi ekki tjá sig um málið. Sviptur kandídatstitli frá lagadeildVilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögfræðingur var sviptur kandídatstitli sínum árið 2001 fyrir ritstuld. Lagadeild Háskóla Íslands afturkallaði einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerð sem hann skrifaði við lagadeild. Mál Vilhjálms kom upp í kjölfar þess að Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur vakti athygli lagadeildar á að kafla úr ritgerð sem hann skrifaði við félagsvísindadeild Háskólans væri að finna orðrétta í ritgerð Vilhjálms. Deildarfundur lagadeildar samþykkti að heimila Vilhjálmi að skrifa nýja ritgerð við lagadeild. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Margt bendir til þess að lokaritgerð sem nýútskrifaður viðskiptafræðinemi skilaði í Háskóla Íslands sé uppspuni frá rótum. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá.Friðrik PálssonFriðrik staðfestir við Fréttablaðið að höfundur ritgerðarinnar hafi aldrei rætt við sig og ummæli sem eftir Friðriki eru höfð séu uppspuni. Þá staðfestir Friðrik að ýmis töluleg gögn sem vitnað sé til í ritgerðinni séu einnig skálduð. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins komst upp um málið í kjölfar þess að Friðrik fékk ábendingu um að fram væri komin ritgerð sem byggðist á rekstri hans. Friðrik kannaðist sjálfur ekkert við að hafa svarað spurningum frá ritgerðarhöfundi. Þá kannaðist Friðrik ekki heldur við ýmsar tölur um reksturinn sem komu fram í ritgerðinni. Í kjölfar þessa, fyrir um það bil tveimur mánuðum, vakti Friðrik athygli viðskiptafræðideildar á málinu.Runólfur Smári Steinþórsson.Ritgerðin sem um ræðir er lokaritgerð nemanda í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún var birt á Skemmu, rafrænu gagnasafni háskólans, í janúar síðastliðnum. Aðgangi almennings að ritgerðinni var nýlega lokað. Nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands skömmu síðar. Þær upplýsingar fengust frá skólanum að málið væri ekki komið inn á borð rektors og væri enn í höndum viðskiptafræðideildar. Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti viðskiptafræðideildar, vildi ekki svara neinum spurningum um málið og vísaði eingöngu í almennar verklagsreglur. „Ef upp kemst að ritgerð standist ekki getur það haft alvarlegar afleiðingar,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Fréttablaðið náði einnig tali af höfundi ritgerðarinnar í gærkvöldi. Hann vildi ekki tjá sig um málið. Sviptur kandídatstitli frá lagadeildVilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögfræðingur var sviptur kandídatstitli sínum árið 2001 fyrir ritstuld. Lagadeild Háskóla Íslands afturkallaði einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerð sem hann skrifaði við lagadeild. Mál Vilhjálms kom upp í kjölfar þess að Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur vakti athygli lagadeildar á að kafla úr ritgerð sem hann skrifaði við félagsvísindadeild Háskólans væri að finna orðrétta í ritgerð Vilhjálms. Deildarfundur lagadeildar samþykkti að heimila Vilhjálmi að skrifa nýja ritgerð við lagadeild.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira