Forsetaframbjóðandinn talar við strákana okkar og er góður í því Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2016 06:00 Íslensku strákarnir fagna sæti á EM. Vísir/Vilhelm Árið 2016 verður annasamt hjá íslenska karlalandsliðinu og öllum sem því tengjast. Auk þess að spila á sínu fyrsta stórmóti er viðbúið að það muni spila metfjölda leikja á árinu. Það kostar mikla vinnu fyrir KSÍ. Viðburðaríkt ár hjá íslenska karlalandsliðinu hefst með þremur æfingaleikjum í janúar en í gær var tilkynnt hvernig hóparnir eru að stærstum hluta skipaðir fyrir leikina tvo. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því er liðið aðeins skipað leikmönnum liða sem nú eru í fríi. Því koma leikmenn landsliðsins frá liðum á Norðurlöndunum, Rússlandi og Kína. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær og meðal þess sem hann ræddi var hversu annasamt ár er fram undan – það umsvifamesta í sögu íslenska karlalandsliðsins. „Vinnan er þegar hafin og við verðum að gæta þess að einbeita okkur strax að því hvernig við viljum haga öllum okkar undirbúningi fyrir EM,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn í gær. „En það má svo ekki heldur gleyma því að strax í haust taka við fjórir leikir í undankeppni HM 2018. Það er helmingur allra leikja í þeirri undankeppni. Við verðum að gæta þess að mæta ekki til leiks í haust eins og sprungnar blöðrur eftir EM.“Þorgrímur Þráinsson.Vísir/AntonForsetaframbjóðandi á EM Á fundinum í gær kom fram að 21 starfsmaður mun starfa í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi en á fundinum í gær var tilkynnt hverjir muni fylgja leikmönnunum 23 sem spila fyrir hönd þjóðarinnar á mótinu í sumar. Heimir segir að íslenska starfsliðið sé helmingi fámennara en það sem fylgi öðrum þjóðum á mótinu. Það verði því meira álag á því en gengur og gerist. „Það virðist fylgja landsliðinu að allt það fólk sem velst til starfa í kringum það virðist vera duglegra en allir aðrir,“ segir þjálfarinn. „Í þessum ferðum vinna allir frá átta á morgnana til miðnættis og það kvartar enginn. Þannig verðum við að vinna í svona litlu sambandi eins og KSÍ.“ Meðal þeirra sem eru í teyminu er Þorgrímur Þráinsson sem er titlaður sem „sálfræðingur“ liðsins. Heimir segir að mikilvægi hans í hópnum sé meira en margir telja. „Hann talar við strákana og er góður í því. Svo hefur hann mikla reynslu sjálfur sem leikmaður og er ávallt reiðubúinn að hoppa í öll störf hjá okkur,“ segir Heimir. Þorgrímur hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti forseta í sumar en kjörið fer fram 25. júní – þremur dögum eftir leik Íslands og Austurríkis í París. „Við erum afar þakklát fyrir að hann vilji taka sér tíma fyrir íslenska landsliðið í öllu hans amstri,“ segir þjálfarinn.Heimir Hallgrímsson þegar dregið var í riðli á EM.Vísir/AFPÁnægðir með andstæðingana Auk æfingaleikjanna þriggja í janúar mun Ísland spila tvo leiki í mars og tvo í byrjun júní. Aðeins hefur verið tilkynnt að Ísland muni mæta Grikklandi ytra í lok mars en Heimir segir að það sé nánast frágengið hvaða liðum Ísland mætir þar fyrir utan. „Það er nánast búið að negla þessa leiki niður en ótímabært að greina frá því hvaða lið þetta eru,“ segir Heimir, sem vill að Ísland mæti eins sterkum liðum í aðdraganda EM og kostur er. „Það eru bara góð lið á EM og því viljum við helst mæta slíkum liðum. Við erum mjög ánægðir með þá möguleika sem eru í stöðunni,“ segir Heimir. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári valinn í báðar janúarferðirnar Landslið Íslands fyrir þrjá æfingaleiki í janúar hefur verið valið. 7. janúar 2016 13:30 Íslenska fótboltalandsliðið spilar á heimavelli Gerrard Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingabúðir frá 11. janúar til 6. febrúar. 7. janúar 2016 16:46 Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM Verður leikgreinandi fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi næsta sumar. 7. janúar 2016 13:40 Heimir: Mín mistök að tala ekki skýrar "Ég myndi gjarnan vilja starfa með Lars Lagerbäck í mörg ár í viðbót.“ 7. janúar 2016 13:23 Heimir: Diego er ekki með íslenskt vegabréf Landsliðsþjálfarinn segir ótímabært að tala um Diego Jóhannesson sem möguleika í íslenska landlsiðið. 7. janúar 2016 13:40 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Árið 2016 verður annasamt hjá íslenska karlalandsliðinu og öllum sem því tengjast. Auk þess að spila á sínu fyrsta stórmóti er viðbúið að það muni spila metfjölda leikja á árinu. Það kostar mikla vinnu fyrir KSÍ. Viðburðaríkt ár hjá íslenska karlalandsliðinu hefst með þremur æfingaleikjum í janúar en í gær var tilkynnt hvernig hóparnir eru að stærstum hluta skipaðir fyrir leikina tvo. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því er liðið aðeins skipað leikmönnum liða sem nú eru í fríi. Því koma leikmenn landsliðsins frá liðum á Norðurlöndunum, Rússlandi og Kína. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær og meðal þess sem hann ræddi var hversu annasamt ár er fram undan – það umsvifamesta í sögu íslenska karlalandsliðsins. „Vinnan er þegar hafin og við verðum að gæta þess að einbeita okkur strax að því hvernig við viljum haga öllum okkar undirbúningi fyrir EM,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn í gær. „En það má svo ekki heldur gleyma því að strax í haust taka við fjórir leikir í undankeppni HM 2018. Það er helmingur allra leikja í þeirri undankeppni. Við verðum að gæta þess að mæta ekki til leiks í haust eins og sprungnar blöðrur eftir EM.“Þorgrímur Þráinsson.Vísir/AntonForsetaframbjóðandi á EM Á fundinum í gær kom fram að 21 starfsmaður mun starfa í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi en á fundinum í gær var tilkynnt hverjir muni fylgja leikmönnunum 23 sem spila fyrir hönd þjóðarinnar á mótinu í sumar. Heimir segir að íslenska starfsliðið sé helmingi fámennara en það sem fylgi öðrum þjóðum á mótinu. Það verði því meira álag á því en gengur og gerist. „Það virðist fylgja landsliðinu að allt það fólk sem velst til starfa í kringum það virðist vera duglegra en allir aðrir,“ segir þjálfarinn. „Í þessum ferðum vinna allir frá átta á morgnana til miðnættis og það kvartar enginn. Þannig verðum við að vinna í svona litlu sambandi eins og KSÍ.“ Meðal þeirra sem eru í teyminu er Þorgrímur Þráinsson sem er titlaður sem „sálfræðingur“ liðsins. Heimir segir að mikilvægi hans í hópnum sé meira en margir telja. „Hann talar við strákana og er góður í því. Svo hefur hann mikla reynslu sjálfur sem leikmaður og er ávallt reiðubúinn að hoppa í öll störf hjá okkur,“ segir Heimir. Þorgrímur hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti forseta í sumar en kjörið fer fram 25. júní – þremur dögum eftir leik Íslands og Austurríkis í París. „Við erum afar þakklát fyrir að hann vilji taka sér tíma fyrir íslenska landsliðið í öllu hans amstri,“ segir þjálfarinn.Heimir Hallgrímsson þegar dregið var í riðli á EM.Vísir/AFPÁnægðir með andstæðingana Auk æfingaleikjanna þriggja í janúar mun Ísland spila tvo leiki í mars og tvo í byrjun júní. Aðeins hefur verið tilkynnt að Ísland muni mæta Grikklandi ytra í lok mars en Heimir segir að það sé nánast frágengið hvaða liðum Ísland mætir þar fyrir utan. „Það er nánast búið að negla þessa leiki niður en ótímabært að greina frá því hvaða lið þetta eru,“ segir Heimir, sem vill að Ísland mæti eins sterkum liðum í aðdraganda EM og kostur er. „Það eru bara góð lið á EM og því viljum við helst mæta slíkum liðum. Við erum mjög ánægðir með þá möguleika sem eru í stöðunni,“ segir Heimir.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári valinn í báðar janúarferðirnar Landslið Íslands fyrir þrjá æfingaleiki í janúar hefur verið valið. 7. janúar 2016 13:30 Íslenska fótboltalandsliðið spilar á heimavelli Gerrard Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingabúðir frá 11. janúar til 6. febrúar. 7. janúar 2016 16:46 Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM Verður leikgreinandi fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi næsta sumar. 7. janúar 2016 13:40 Heimir: Mín mistök að tala ekki skýrar "Ég myndi gjarnan vilja starfa með Lars Lagerbäck í mörg ár í viðbót.“ 7. janúar 2016 13:23 Heimir: Diego er ekki með íslenskt vegabréf Landsliðsþjálfarinn segir ótímabært að tala um Diego Jóhannesson sem möguleika í íslenska landlsiðið. 7. janúar 2016 13:40 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Eiður Smári valinn í báðar janúarferðirnar Landslið Íslands fyrir þrjá æfingaleiki í janúar hefur verið valið. 7. janúar 2016 13:30
Íslenska fótboltalandsliðið spilar á heimavelli Gerrard Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingabúðir frá 11. janúar til 6. febrúar. 7. janúar 2016 16:46
Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM Verður leikgreinandi fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi næsta sumar. 7. janúar 2016 13:40
Heimir: Mín mistök að tala ekki skýrar "Ég myndi gjarnan vilja starfa með Lars Lagerbäck í mörg ár í viðbót.“ 7. janúar 2016 13:23
Heimir: Diego er ekki með íslenskt vegabréf Landsliðsþjálfarinn segir ótímabært að tala um Diego Jóhannesson sem möguleika í íslenska landlsiðið. 7. janúar 2016 13:40