Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 21:22 Ingólfur Þórarinsson VÍSIR/ARNÞÓR „Fyrir mér snýst þetta aðallega um að allir listamenn sitji við sama borð. Aldrei hef ég fengið krónu úr þessum sjóðum og hef lítinn áhuga á þvi. Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa. Er ég eða aðrir listamenn eitthvað merkilegri en annað vinnandi fólk þannig að það sé þess virði að ríkið styrki okkur með þeirra skattpeningum?” Þetta segir Ingólfur Þórarinsson, sem áður var þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook-síðu sinni í kvöld. Tilefnið er úthlutun listamannalauna sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Sjá einnig: Þau fengu listamannalaun árið 2016 Í færslu sinni segist Ingólfur alfarið vera á móti því að ríkið greiði listamannalaun.Hluti listamannalaunþega ársinsVísir„Í þessu blasir augljóslega við það stóra vandamál að ríkið, sem er ekkert annað en allir skattgreiðendur, borga einhverjum (listmannalaunþegum) fyrir að framleiða vöru sem er öruggt að ekki allir munu njóta. Það munu nefnilega aldrei allir geta fílað það sama og hvers vegna eiga þá allir að borga fyrir það?” skrifar Ingólfur og tekur þó sérstaklega fram að hann sé ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið úthlutað í ár – því hann hafi aldrei sótt um krónu úr sjóðunum og muni aldrei gera það. „Ég byrjaði nefnilega 18 ára að spila víða fyrir lág laun og gat ekki lifað sem listamaður. Ég vann á meðan í banka, kjörbúð og stundaði nám. Það tók mig langan tíma að búa til markað fyrir mína vöru. Þess vegna er kannski enn súrara að skattpeningar úr mínu fyrirtæki sem varð til eftir erfiðisvinnu fari i að aðrir geti skapað án þess að hafa áhyggjur af fjárhagnum,” skrifar Ingólfur. Hann segist vera mótfallinn hverskyns meðgjöf með listamönnum. „ Fyrir mér er sama hvað þú getur sem listamaður. Það eru þín eigin forréttindi að hafa fæðst eða ræktað með þér hæfileika á þessu sviði sem þú verður að nýta sjálfur,” segir Ingólfur sem lýkur pistlinum, sem sjá má hér að neðan, með orðunum: „Ég syng og spila a gítar en eg kann ekki að skipta um olíusíu eða henda upp steypumótum en eg ber mikla virðingu fyrir þeim sem kunna það og vil því ekki skattpeningana þeirra.“Ég er alfarið á móti því að ríkið greiði listamannalaun. Það kann að vera að launin skili sér til baka í mikilli veltu...Posted by Ingólfur Þórarinsson on Thursday, 7 January 2016 Tengdar fréttir Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu. 6. janúar 2016 15:30 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Sjá meira
„Fyrir mér snýst þetta aðallega um að allir listamenn sitji við sama borð. Aldrei hef ég fengið krónu úr þessum sjóðum og hef lítinn áhuga á þvi. Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa. Er ég eða aðrir listamenn eitthvað merkilegri en annað vinnandi fólk þannig að það sé þess virði að ríkið styrki okkur með þeirra skattpeningum?” Þetta segir Ingólfur Þórarinsson, sem áður var þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook-síðu sinni í kvöld. Tilefnið er úthlutun listamannalauna sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Sjá einnig: Þau fengu listamannalaun árið 2016 Í færslu sinni segist Ingólfur alfarið vera á móti því að ríkið greiði listamannalaun.Hluti listamannalaunþega ársinsVísir„Í þessu blasir augljóslega við það stóra vandamál að ríkið, sem er ekkert annað en allir skattgreiðendur, borga einhverjum (listmannalaunþegum) fyrir að framleiða vöru sem er öruggt að ekki allir munu njóta. Það munu nefnilega aldrei allir geta fílað það sama og hvers vegna eiga þá allir að borga fyrir það?” skrifar Ingólfur og tekur þó sérstaklega fram að hann sé ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið úthlutað í ár – því hann hafi aldrei sótt um krónu úr sjóðunum og muni aldrei gera það. „Ég byrjaði nefnilega 18 ára að spila víða fyrir lág laun og gat ekki lifað sem listamaður. Ég vann á meðan í banka, kjörbúð og stundaði nám. Það tók mig langan tíma að búa til markað fyrir mína vöru. Þess vegna er kannski enn súrara að skattpeningar úr mínu fyrirtæki sem varð til eftir erfiðisvinnu fari i að aðrir geti skapað án þess að hafa áhyggjur af fjárhagnum,” skrifar Ingólfur. Hann segist vera mótfallinn hverskyns meðgjöf með listamönnum. „ Fyrir mér er sama hvað þú getur sem listamaður. Það eru þín eigin forréttindi að hafa fæðst eða ræktað með þér hæfileika á þessu sviði sem þú verður að nýta sjálfur,” segir Ingólfur sem lýkur pistlinum, sem sjá má hér að neðan, með orðunum: „Ég syng og spila a gítar en eg kann ekki að skipta um olíusíu eða henda upp steypumótum en eg ber mikla virðingu fyrir þeim sem kunna það og vil því ekki skattpeningana þeirra.“Ég er alfarið á móti því að ríkið greiði listamannalaun. Það kann að vera að launin skili sér til baka í mikilli veltu...Posted by Ingólfur Þórarinsson on Thursday, 7 January 2016
Tengdar fréttir Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu. 6. janúar 2016 15:30 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Sjá meira
Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu. 6. janúar 2016 15:30
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38