Forsetaframboð kostar minnst tíu milljónir 6. janúar 2016 08:00 Friðjón telur líklegast að úrslit kosninganna ráðist í sjónvarpi og útvarpi sem hann kallar tilfinningamiðla. Á myndinni má sjá Herdísi Þorgeirsdóttur, Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson taka þátt í kappræðum fyrir forsetakosningarnar árið 2012. Kostnaður við forsetaframboð er að minnsta kosti tíu milljónir króna ef vel á að vera að sögn Friðjóns R. Friðjónssonar, almannatengils hjá Kom. Þetta sé algjört lágmark til þess að geta greitt starfsfólki laun, staðið fyrir viðburðum og ferðast um landið. Þá eigi eftir að taka mið af kostnaði við auglýsingar. „Þú þarft að eiga fyrir bensíni á bílinn sem keyrir hringinn og eiga fyrir gistingu ef þú ætlar að ferðast um landið,“ segir Friðjón en hann aðstoðaði Þóru Arnórsdóttur við forsetaframboð hennar fyrir fjórum árum. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk taki sér nokkurra mánaða frí frá annarri vinnu án þess að fá fyrir það greitt.Friðjón R. Friðjónsson almanntengill hjá Kom segir ekki ætlast til að fólk vinni launalaust fyrir forsetaframbjóðendur svo mánuðum skipti.Friðjón bendir á að í framboði Þóru hafi tugir manna komið að kosningabaráttunni með einhverjum hætti. „Frambjóðandinn getur ekki haldið utan um dagskrána sína, það þarf alltaf einhver að vera búinn að skipuleggja næsta fund og fundinn þar á eftir,“ segir hann en framboð Þóru kostaði fimmtán milljónir króna. Erfitt sé að safna mjög háum upphæðum í kosningabaráttunni vegna þess hve þröngar skorður séu á framlögum til framboðanna að sögn Friðjóns. Hver lögaðili megi ekki gefa meira en 400 þúsund krónur og gefa þurfi upp hver styrki hvern frambjóðanda. „Það er ekkert hlaupið að því að safna 15 milljónum,“ bendir Friðjón á. Því skipti gott skipulag mestu máli. „Ég held að það skipti máli að geta búið til gott skipulag og góða kosningabaráttu sem getur nýtt peninginn og vakið athygli og komið þér í fjölmiðla með einum eða öðrum hætti.“ Lítt þekktir aðilar eigi hins vegar litla von. „Ég held að það sé ekki hægt að auglýsa sig í embætti,“ segir Friðjón. Forsetar hingað til hafi allir verið landsþekktir áður en kosningabaráttan hófst. Hið sama hafi gilt um flesta þá sem náð hafi árangri í kosningum til stjórnlagaráðs og stærstu prófkjörum flokkanna. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Kostnaður við forsetaframboð er að minnsta kosti tíu milljónir króna ef vel á að vera að sögn Friðjóns R. Friðjónssonar, almannatengils hjá Kom. Þetta sé algjört lágmark til þess að geta greitt starfsfólki laun, staðið fyrir viðburðum og ferðast um landið. Þá eigi eftir að taka mið af kostnaði við auglýsingar. „Þú þarft að eiga fyrir bensíni á bílinn sem keyrir hringinn og eiga fyrir gistingu ef þú ætlar að ferðast um landið,“ segir Friðjón en hann aðstoðaði Þóru Arnórsdóttur við forsetaframboð hennar fyrir fjórum árum. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk taki sér nokkurra mánaða frí frá annarri vinnu án þess að fá fyrir það greitt.Friðjón R. Friðjónsson almanntengill hjá Kom segir ekki ætlast til að fólk vinni launalaust fyrir forsetaframbjóðendur svo mánuðum skipti.Friðjón bendir á að í framboði Þóru hafi tugir manna komið að kosningabaráttunni með einhverjum hætti. „Frambjóðandinn getur ekki haldið utan um dagskrána sína, það þarf alltaf einhver að vera búinn að skipuleggja næsta fund og fundinn þar á eftir,“ segir hann en framboð Þóru kostaði fimmtán milljónir króna. Erfitt sé að safna mjög háum upphæðum í kosningabaráttunni vegna þess hve þröngar skorður séu á framlögum til framboðanna að sögn Friðjóns. Hver lögaðili megi ekki gefa meira en 400 þúsund krónur og gefa þurfi upp hver styrki hvern frambjóðanda. „Það er ekkert hlaupið að því að safna 15 milljónum,“ bendir Friðjón á. Því skipti gott skipulag mestu máli. „Ég held að það skipti máli að geta búið til gott skipulag og góða kosningabaráttu sem getur nýtt peninginn og vakið athygli og komið þér í fjölmiðla með einum eða öðrum hætti.“ Lítt þekktir aðilar eigi hins vegar litla von. „Ég held að það sé ekki hægt að auglýsa sig í embætti,“ segir Friðjón. Forsetar hingað til hafi allir verið landsþekktir áður en kosningabaráttan hófst. Hið sama hafi gilt um flesta þá sem náð hafi árangri í kosningum til stjórnlagaráðs og stærstu prófkjörum flokkanna.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira