Táknmál og talnaritun Magnús Guðmundsson skrifar 5. janúar 2016 10:45 Kristín Bjarnadóttir prófessor emeritus. Næstkomandi fimmtudag kl. 16.30 í Öskju verða fluttir tveir fyrirlestrar í fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Sturlungaöld og verður þar fjallað um handrit og húsakynni á Sturlungaöld: Árni Einarsson dýravistfræðingur ræðir um táknmál í ritum Sturlungaaldar. Lærðir rithöfundar á miðöldum notuðu staðlað táknmál til að leiða lesendur á æðri vitsmunastigu, venjulega til að rækta trú þeirra. Lærðir menn á Íslandi kunnu táknmálið og í ýmsum ritum Sturlungaaldar, m.a. í Sturlungu sjálfri, má greina markvissa notkun táknmynda í þessum tilgangi. Í fyrirlestrinum verður stutt kynning á einkennum og uppruna táknmáls miðalda og þeirri heimsmynd sem það byggðist á og dæmi tekin úr íslenskum ritum, m.a. Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar og Ólafs sögu helga. Kristín Bjarnadóttir, prófessor emeritus í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fjallar um Algorismus, fornan texta um indóarabíska talnaritun sem er að finna í nokkrum íslenskum miðaldahandritum. Kunnast handritanna er Hauksbók frá um 1302–1310. Algorismus er þýðing á latnesku skólaljóði, Carmen de Algorismo, eftir Alexander de Villa Dei, franskan námsefnishöfund sem uppi var um 1200. Skýrðar verða reikniaðferðir þær sem settar eru fram í Algorismus og sýnt fram á að þar sé um stærðfræðilega réttar aðferðir að ræða. Enn fremur verða raktar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á uppruna texta Algorismus og rædd tilgáta um að ritið hafi verið þýtt og skráð í Viðeyjarklaustri um eða fyrir miðja 13. öld. Fyrirlestrar Miðaldastofu Háskóla Íslands eru öllum opnir, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Næstkomandi fimmtudag kl. 16.30 í Öskju verða fluttir tveir fyrirlestrar í fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Sturlungaöld og verður þar fjallað um handrit og húsakynni á Sturlungaöld: Árni Einarsson dýravistfræðingur ræðir um táknmál í ritum Sturlungaaldar. Lærðir rithöfundar á miðöldum notuðu staðlað táknmál til að leiða lesendur á æðri vitsmunastigu, venjulega til að rækta trú þeirra. Lærðir menn á Íslandi kunnu táknmálið og í ýmsum ritum Sturlungaaldar, m.a. í Sturlungu sjálfri, má greina markvissa notkun táknmynda í þessum tilgangi. Í fyrirlestrinum verður stutt kynning á einkennum og uppruna táknmáls miðalda og þeirri heimsmynd sem það byggðist á og dæmi tekin úr íslenskum ritum, m.a. Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar og Ólafs sögu helga. Kristín Bjarnadóttir, prófessor emeritus í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fjallar um Algorismus, fornan texta um indóarabíska talnaritun sem er að finna í nokkrum íslenskum miðaldahandritum. Kunnast handritanna er Hauksbók frá um 1302–1310. Algorismus er þýðing á latnesku skólaljóði, Carmen de Algorismo, eftir Alexander de Villa Dei, franskan námsefnishöfund sem uppi var um 1200. Skýrðar verða reikniaðferðir þær sem settar eru fram í Algorismus og sýnt fram á að þar sé um stærðfræðilega réttar aðferðir að ræða. Enn fremur verða raktar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á uppruna texta Algorismus og rædd tilgáta um að ritið hafi verið þýtt og skráð í Viðeyjarklaustri um eða fyrir miðja 13. öld. Fyrirlestrar Miðaldastofu Háskóla Íslands eru öllum opnir, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira