18 milljarðar í íslenska landbúnaðarkerfið á ári: „Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2016 10:12 Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir nýja búvörusamninga mikið hagsmunamál fyrir neytendur en allt bendir til að þeir komi til kasta Alþingis á næstunni. Finnur segir núverandi landbúnaðarkerfi gríðarlega dýrt þar sem það kosti íslenska neytendur 18 milljarða á ári. Með nýjum búvörusamningum verði kerfinu viðhaldið en að óbreyttu munu þeir gilda til 10 ára. „Annars vegar eru neytendur að borga of hátt verð út í búð og hins vegar fer þetta í gegnum almenna skatta. Þannig að við borgum skatt og ríkissjóður útdeilir peningum til þessa kerfis. Þannig að það eru verndartollar sem gera það að verkum að verðið úti í búð er of hátt og hins vegar ertu búinn að borga í tekjuskattinum áður en þú kemur í búðina,“ segir Finnur sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann tók sem dæmi kíló af lambakjöti þar sem neytandinn væri búinn að borga 450 krónur fyrir kjötið áður en hann kemur í búðina. Finnur segist vilja fá alvöru umræðu um þetta kerfi þar sem 18 milljarðar á hverju ári til 10 ára sé engin smá upphæð. „Það er alveg ljóst að neytendur eru að greiða þessa upphæð árlega en það er hægt að taka þessa peninga og gera eitthvað annað fyrir þá eða bara lækka reikninginn og auka ráðstöfunartekjur heimilanna með því að breyta þessu kerfi. [...] Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið.“ Finnur kveðst ekki vera að tala fyrir því að bændur fái enga aðlögun eða verði settir út á gaddinn verði kerfinu breytt. „Þeir eru ekki að fá mikið út úr þessu kerfi sem er dýrt og skilar litlu. Ég held hins vegar að það eigi að fara fram umræða þar sem hlutur bænda er ræddur og ég held að sérstaða þeirra og sóknartækifæri liggi í því að kerfið verði brotið upp. Þá getur hver og einn bóndi náð árangri á sínum forsendum eins og við höfum séð dæmi um í garðyrkjunni,“ segir Finnur. Viðtalið við Finn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir nýja búvörusamninga mikið hagsmunamál fyrir neytendur en allt bendir til að þeir komi til kasta Alþingis á næstunni. Finnur segir núverandi landbúnaðarkerfi gríðarlega dýrt þar sem það kosti íslenska neytendur 18 milljarða á ári. Með nýjum búvörusamningum verði kerfinu viðhaldið en að óbreyttu munu þeir gilda til 10 ára. „Annars vegar eru neytendur að borga of hátt verð út í búð og hins vegar fer þetta í gegnum almenna skatta. Þannig að við borgum skatt og ríkissjóður útdeilir peningum til þessa kerfis. Þannig að það eru verndartollar sem gera það að verkum að verðið úti í búð er of hátt og hins vegar ertu búinn að borga í tekjuskattinum áður en þú kemur í búðina,“ segir Finnur sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann tók sem dæmi kíló af lambakjöti þar sem neytandinn væri búinn að borga 450 krónur fyrir kjötið áður en hann kemur í búðina. Finnur segist vilja fá alvöru umræðu um þetta kerfi þar sem 18 milljarðar á hverju ári til 10 ára sé engin smá upphæð. „Það er alveg ljóst að neytendur eru að greiða þessa upphæð árlega en það er hægt að taka þessa peninga og gera eitthvað annað fyrir þá eða bara lækka reikninginn og auka ráðstöfunartekjur heimilanna með því að breyta þessu kerfi. [...] Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið.“ Finnur kveðst ekki vera að tala fyrir því að bændur fái enga aðlögun eða verði settir út á gaddinn verði kerfinu breytt. „Þeir eru ekki að fá mikið út úr þessu kerfi sem er dýrt og skilar litlu. Ég held hins vegar að það eigi að fara fram umræða þar sem hlutur bænda er ræddur og ég held að sérstaða þeirra og sóknartækifæri liggi í því að kerfið verði brotið upp. Þá getur hver og einn bóndi náð árangri á sínum forsendum eins og við höfum séð dæmi um í garðyrkjunni,“ segir Finnur. Viðtalið við Finn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira