18 milljarðar í íslenska landbúnaðarkerfið á ári: „Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2016 10:12 Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir nýja búvörusamninga mikið hagsmunamál fyrir neytendur en allt bendir til að þeir komi til kasta Alþingis á næstunni. Finnur segir núverandi landbúnaðarkerfi gríðarlega dýrt þar sem það kosti íslenska neytendur 18 milljarða á ári. Með nýjum búvörusamningum verði kerfinu viðhaldið en að óbreyttu munu þeir gilda til 10 ára. „Annars vegar eru neytendur að borga of hátt verð út í búð og hins vegar fer þetta í gegnum almenna skatta. Þannig að við borgum skatt og ríkissjóður útdeilir peningum til þessa kerfis. Þannig að það eru verndartollar sem gera það að verkum að verðið úti í búð er of hátt og hins vegar ertu búinn að borga í tekjuskattinum áður en þú kemur í búðina,“ segir Finnur sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann tók sem dæmi kíló af lambakjöti þar sem neytandinn væri búinn að borga 450 krónur fyrir kjötið áður en hann kemur í búðina. Finnur segist vilja fá alvöru umræðu um þetta kerfi þar sem 18 milljarðar á hverju ári til 10 ára sé engin smá upphæð. „Það er alveg ljóst að neytendur eru að greiða þessa upphæð árlega en það er hægt að taka þessa peninga og gera eitthvað annað fyrir þá eða bara lækka reikninginn og auka ráðstöfunartekjur heimilanna með því að breyta þessu kerfi. [...] Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið.“ Finnur kveðst ekki vera að tala fyrir því að bændur fái enga aðlögun eða verði settir út á gaddinn verði kerfinu breytt. „Þeir eru ekki að fá mikið út úr þessu kerfi sem er dýrt og skilar litlu. Ég held hins vegar að það eigi að fara fram umræða þar sem hlutur bænda er ræddur og ég held að sérstaða þeirra og sóknartækifæri liggi í því að kerfið verði brotið upp. Þá getur hver og einn bóndi náð árangri á sínum forsendum eins og við höfum séð dæmi um í garðyrkjunni,“ segir Finnur. Viðtalið við Finn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir nýja búvörusamninga mikið hagsmunamál fyrir neytendur en allt bendir til að þeir komi til kasta Alþingis á næstunni. Finnur segir núverandi landbúnaðarkerfi gríðarlega dýrt þar sem það kosti íslenska neytendur 18 milljarða á ári. Með nýjum búvörusamningum verði kerfinu viðhaldið en að óbreyttu munu þeir gilda til 10 ára. „Annars vegar eru neytendur að borga of hátt verð út í búð og hins vegar fer þetta í gegnum almenna skatta. Þannig að við borgum skatt og ríkissjóður útdeilir peningum til þessa kerfis. Þannig að það eru verndartollar sem gera það að verkum að verðið úti í búð er of hátt og hins vegar ertu búinn að borga í tekjuskattinum áður en þú kemur í búðina,“ segir Finnur sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann tók sem dæmi kíló af lambakjöti þar sem neytandinn væri búinn að borga 450 krónur fyrir kjötið áður en hann kemur í búðina. Finnur segist vilja fá alvöru umræðu um þetta kerfi þar sem 18 milljarðar á hverju ári til 10 ára sé engin smá upphæð. „Það er alveg ljóst að neytendur eru að greiða þessa upphæð árlega en það er hægt að taka þessa peninga og gera eitthvað annað fyrir þá eða bara lækka reikninginn og auka ráðstöfunartekjur heimilanna með því að breyta þessu kerfi. [...] Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið.“ Finnur kveðst ekki vera að tala fyrir því að bændur fái enga aðlögun eða verði settir út á gaddinn verði kerfinu breytt. „Þeir eru ekki að fá mikið út úr þessu kerfi sem er dýrt og skilar litlu. Ég held hins vegar að það eigi að fara fram umræða þar sem hlutur bænda er ræddur og ég held að sérstaða þeirra og sóknartækifæri liggi í því að kerfið verði brotið upp. Þá getur hver og einn bóndi náð árangri á sínum forsendum eins og við höfum séð dæmi um í garðyrkjunni,“ segir Finnur. Viðtalið við Finn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira