Kjaftfullar rútur af ferðamönnum bruna á brennurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2016 10:00 Rúturnar mættar á brennuna í Kópavoginum. Vísir/Pjetur Afar mikil aukning var á milli ára í sölu á brennu- og flugeldaferðum fyrir erlenda ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld. Fyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna. Ólafur Ólafsson, sölustjóri hjá Guide To Iceland sem tekur á móti ferðamönnum neðarlega á Laugaveginum, segir að stappað hafi verið fram úr dyrum dagana fram að áramótum.Á annað eða þriðja þúsund ferðamanna sóttu brennur landsins heim á gamlárskvöld.Vísir/Egill Aðalsteinsson„Fólk vildi vita hverjar væru bestu brennurnar, hvar ætti að kaupa flugelda og þar fram eftir götunum,“ segir Ólafur. Allur gangur sé á því hvort fólki kaupi ferðir í gegnum Guide To Iceland eða notist einfaldlega við ráðin og skipuleggi kvöldið sjálft. „Svo til öll hótel voru uppbókuð yfir áramótin og í raun erfitt að finna hvað sem er. Það er klárlega aukning á milli ára en bara spurning hve mikil hún er,“ segir Ólafur. Leiðsögumenn hafi verið uppbókaðir yfir áramótin og hreinlega brjálað að gera.Rúturnar eiga ekki í neinum vandræðum með aðkomuna því nóg er af bílastæðum í nágrenni brennunnar.Mynd/Björn Elvar SigmarssonNokkur þúsund í skipulögðum brennuferðum Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grayline, tekur undir með Ólafi að klárlega sé um aukningu að ræða á fjölda ferðamanna á milli ára. Á milli 600 og 700 ferðamenn hafi bókað sig í ferð hjá Grayline á gamlárskvöld, langflestir í fyrrnefnda fimm tíma ferð sem kosti tíu þúsund krónur. Önnur fyrirtæki, svo sem Sterna og Reykjavík Excursions, bjóða upp á svipaðar ferðir. Því er ekki óvarlegt að áætla að fjöldi ferðamanna í skipulögðum brennuferðum hafi verið á annað eða þriðja þúsund. Einnig var boðið upp á stakar brennuferðir og stakar flugeldaferðir. Þær hafi þó verið töluvert fámennari en fimm tíma ferðin. Líklega sé aukningin á milli ára 60-70 prósent í gamlársferðirnar. Grayline fer með sitt fólk á brennu sem Breiðablik stendur fyrir í Kópavogi. Þar er aðkoman til fyrirmyndar að sögn Þóris og skipuleggjendur gera hvað þeir geti að greiða götu gesta sinna.Að neðan má sjá flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi við brennuna á gamlárskvöld. Björn Elvar Sigmarsson tók upp myndbandið.Námsmenn frá Asíu fjölmenna til Íslands Þórir segir það ekki koma á óvart að fólk sæki í auknum mæli í ferðir til Íslands á þessum árstíma. „Hingað er auðvelt að komast á þessum tíma, það eru góð tilboð í gangi og eitthvað um að vera. Fullt af fyrirtækjum bjóða upp á snjósleðaferðir, hellaferðir og fleira,“ segir Þórir. Hann merki mikla aukningu í fjölda ferðamanna frá Asíu.Frá brennunni í Kópavogi þangað sem Grayline fer með ferðamenn.Mynd/Björn Elvar Sigmarsson„Sérstaklega hjá þeim sem eru í skólafríum í Evrópu. Þau vilja í auknum mæli frekar koma til Íslands í fimm daga en að fljúga heim til Kína eða Hong Kong.“ Þórir segir fleiri hótel og veitingastaði hafa verið opna um áramót í ár en undanfarin ár. Erfiðara sé hins vegar um vik í kringum jólin og þar hjálpi íslensk löggjöf ekki til. „Tæknilega séð er það lögbrot að þjónusta ferðamenn með mat á aðfangadagskvöld. Þetta hefur gleymst í umræðunni,“ segir Þórir en allt sé þó á uppleið.Þessi skemmtu sér vel á brennu á gamlárskvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonFyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna.Vísir/Egill Aðalsteinsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Afar mikil aukning var á milli ára í sölu á brennu- og flugeldaferðum fyrir erlenda ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld. Fyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna. Ólafur Ólafsson, sölustjóri hjá Guide To Iceland sem tekur á móti ferðamönnum neðarlega á Laugaveginum, segir að stappað hafi verið fram úr dyrum dagana fram að áramótum.Á annað eða þriðja þúsund ferðamanna sóttu brennur landsins heim á gamlárskvöld.Vísir/Egill Aðalsteinsson„Fólk vildi vita hverjar væru bestu brennurnar, hvar ætti að kaupa flugelda og þar fram eftir götunum,“ segir Ólafur. Allur gangur sé á því hvort fólki kaupi ferðir í gegnum Guide To Iceland eða notist einfaldlega við ráðin og skipuleggi kvöldið sjálft. „Svo til öll hótel voru uppbókuð yfir áramótin og í raun erfitt að finna hvað sem er. Það er klárlega aukning á milli ára en bara spurning hve mikil hún er,“ segir Ólafur. Leiðsögumenn hafi verið uppbókaðir yfir áramótin og hreinlega brjálað að gera.Rúturnar eiga ekki í neinum vandræðum með aðkomuna því nóg er af bílastæðum í nágrenni brennunnar.Mynd/Björn Elvar SigmarssonNokkur þúsund í skipulögðum brennuferðum Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grayline, tekur undir með Ólafi að klárlega sé um aukningu að ræða á fjölda ferðamanna á milli ára. Á milli 600 og 700 ferðamenn hafi bókað sig í ferð hjá Grayline á gamlárskvöld, langflestir í fyrrnefnda fimm tíma ferð sem kosti tíu þúsund krónur. Önnur fyrirtæki, svo sem Sterna og Reykjavík Excursions, bjóða upp á svipaðar ferðir. Því er ekki óvarlegt að áætla að fjöldi ferðamanna í skipulögðum brennuferðum hafi verið á annað eða þriðja þúsund. Einnig var boðið upp á stakar brennuferðir og stakar flugeldaferðir. Þær hafi þó verið töluvert fámennari en fimm tíma ferðin. Líklega sé aukningin á milli ára 60-70 prósent í gamlársferðirnar. Grayline fer með sitt fólk á brennu sem Breiðablik stendur fyrir í Kópavogi. Þar er aðkoman til fyrirmyndar að sögn Þóris og skipuleggjendur gera hvað þeir geti að greiða götu gesta sinna.Að neðan má sjá flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi við brennuna á gamlárskvöld. Björn Elvar Sigmarsson tók upp myndbandið.Námsmenn frá Asíu fjölmenna til Íslands Þórir segir það ekki koma á óvart að fólk sæki í auknum mæli í ferðir til Íslands á þessum árstíma. „Hingað er auðvelt að komast á þessum tíma, það eru góð tilboð í gangi og eitthvað um að vera. Fullt af fyrirtækjum bjóða upp á snjósleðaferðir, hellaferðir og fleira,“ segir Þórir. Hann merki mikla aukningu í fjölda ferðamanna frá Asíu.Frá brennunni í Kópavogi þangað sem Grayline fer með ferðamenn.Mynd/Björn Elvar Sigmarsson„Sérstaklega hjá þeim sem eru í skólafríum í Evrópu. Þau vilja í auknum mæli frekar koma til Íslands í fimm daga en að fljúga heim til Kína eða Hong Kong.“ Þórir segir fleiri hótel og veitingastaði hafa verið opna um áramót í ár en undanfarin ár. Erfiðara sé hins vegar um vik í kringum jólin og þar hjálpi íslensk löggjöf ekki til. „Tæknilega séð er það lögbrot að þjónusta ferðamenn með mat á aðfangadagskvöld. Þetta hefur gleymst í umræðunni,“ segir Þórir en allt sé þó á uppleið.Þessi skemmtu sér vel á brennu á gamlárskvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonFyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent