Kjaftfullar rútur af ferðamönnum bruna á brennurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2016 10:00 Rúturnar mættar á brennuna í Kópavoginum. Vísir/Pjetur Afar mikil aukning var á milli ára í sölu á brennu- og flugeldaferðum fyrir erlenda ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld. Fyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna. Ólafur Ólafsson, sölustjóri hjá Guide To Iceland sem tekur á móti ferðamönnum neðarlega á Laugaveginum, segir að stappað hafi verið fram úr dyrum dagana fram að áramótum.Á annað eða þriðja þúsund ferðamanna sóttu brennur landsins heim á gamlárskvöld.Vísir/Egill Aðalsteinsson„Fólk vildi vita hverjar væru bestu brennurnar, hvar ætti að kaupa flugelda og þar fram eftir götunum,“ segir Ólafur. Allur gangur sé á því hvort fólki kaupi ferðir í gegnum Guide To Iceland eða notist einfaldlega við ráðin og skipuleggi kvöldið sjálft. „Svo til öll hótel voru uppbókuð yfir áramótin og í raun erfitt að finna hvað sem er. Það er klárlega aukning á milli ára en bara spurning hve mikil hún er,“ segir Ólafur. Leiðsögumenn hafi verið uppbókaðir yfir áramótin og hreinlega brjálað að gera.Rúturnar eiga ekki í neinum vandræðum með aðkomuna því nóg er af bílastæðum í nágrenni brennunnar.Mynd/Björn Elvar SigmarssonNokkur þúsund í skipulögðum brennuferðum Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grayline, tekur undir með Ólafi að klárlega sé um aukningu að ræða á fjölda ferðamanna á milli ára. Á milli 600 og 700 ferðamenn hafi bókað sig í ferð hjá Grayline á gamlárskvöld, langflestir í fyrrnefnda fimm tíma ferð sem kosti tíu þúsund krónur. Önnur fyrirtæki, svo sem Sterna og Reykjavík Excursions, bjóða upp á svipaðar ferðir. Því er ekki óvarlegt að áætla að fjöldi ferðamanna í skipulögðum brennuferðum hafi verið á annað eða þriðja þúsund. Einnig var boðið upp á stakar brennuferðir og stakar flugeldaferðir. Þær hafi þó verið töluvert fámennari en fimm tíma ferðin. Líklega sé aukningin á milli ára 60-70 prósent í gamlársferðirnar. Grayline fer með sitt fólk á brennu sem Breiðablik stendur fyrir í Kópavogi. Þar er aðkoman til fyrirmyndar að sögn Þóris og skipuleggjendur gera hvað þeir geti að greiða götu gesta sinna.Að neðan má sjá flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi við brennuna á gamlárskvöld. Björn Elvar Sigmarsson tók upp myndbandið.Námsmenn frá Asíu fjölmenna til Íslands Þórir segir það ekki koma á óvart að fólk sæki í auknum mæli í ferðir til Íslands á þessum árstíma. „Hingað er auðvelt að komast á þessum tíma, það eru góð tilboð í gangi og eitthvað um að vera. Fullt af fyrirtækjum bjóða upp á snjósleðaferðir, hellaferðir og fleira,“ segir Þórir. Hann merki mikla aukningu í fjölda ferðamanna frá Asíu.Frá brennunni í Kópavogi þangað sem Grayline fer með ferðamenn.Mynd/Björn Elvar Sigmarsson„Sérstaklega hjá þeim sem eru í skólafríum í Evrópu. Þau vilja í auknum mæli frekar koma til Íslands í fimm daga en að fljúga heim til Kína eða Hong Kong.“ Þórir segir fleiri hótel og veitingastaði hafa verið opna um áramót í ár en undanfarin ár. Erfiðara sé hins vegar um vik í kringum jólin og þar hjálpi íslensk löggjöf ekki til. „Tæknilega séð er það lögbrot að þjónusta ferðamenn með mat á aðfangadagskvöld. Þetta hefur gleymst í umræðunni,“ segir Þórir en allt sé þó á uppleið.Þessi skemmtu sér vel á brennu á gamlárskvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonFyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna.Vísir/Egill Aðalsteinsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Afar mikil aukning var á milli ára í sölu á brennu- og flugeldaferðum fyrir erlenda ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld. Fyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna. Ólafur Ólafsson, sölustjóri hjá Guide To Iceland sem tekur á móti ferðamönnum neðarlega á Laugaveginum, segir að stappað hafi verið fram úr dyrum dagana fram að áramótum.Á annað eða þriðja þúsund ferðamanna sóttu brennur landsins heim á gamlárskvöld.Vísir/Egill Aðalsteinsson„Fólk vildi vita hverjar væru bestu brennurnar, hvar ætti að kaupa flugelda og þar fram eftir götunum,“ segir Ólafur. Allur gangur sé á því hvort fólki kaupi ferðir í gegnum Guide To Iceland eða notist einfaldlega við ráðin og skipuleggi kvöldið sjálft. „Svo til öll hótel voru uppbókuð yfir áramótin og í raun erfitt að finna hvað sem er. Það er klárlega aukning á milli ára en bara spurning hve mikil hún er,“ segir Ólafur. Leiðsögumenn hafi verið uppbókaðir yfir áramótin og hreinlega brjálað að gera.Rúturnar eiga ekki í neinum vandræðum með aðkomuna því nóg er af bílastæðum í nágrenni brennunnar.Mynd/Björn Elvar SigmarssonNokkur þúsund í skipulögðum brennuferðum Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grayline, tekur undir með Ólafi að klárlega sé um aukningu að ræða á fjölda ferðamanna á milli ára. Á milli 600 og 700 ferðamenn hafi bókað sig í ferð hjá Grayline á gamlárskvöld, langflestir í fyrrnefnda fimm tíma ferð sem kosti tíu þúsund krónur. Önnur fyrirtæki, svo sem Sterna og Reykjavík Excursions, bjóða upp á svipaðar ferðir. Því er ekki óvarlegt að áætla að fjöldi ferðamanna í skipulögðum brennuferðum hafi verið á annað eða þriðja þúsund. Einnig var boðið upp á stakar brennuferðir og stakar flugeldaferðir. Þær hafi þó verið töluvert fámennari en fimm tíma ferðin. Líklega sé aukningin á milli ára 60-70 prósent í gamlársferðirnar. Grayline fer með sitt fólk á brennu sem Breiðablik stendur fyrir í Kópavogi. Þar er aðkoman til fyrirmyndar að sögn Þóris og skipuleggjendur gera hvað þeir geti að greiða götu gesta sinna.Að neðan má sjá flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi við brennuna á gamlárskvöld. Björn Elvar Sigmarsson tók upp myndbandið.Námsmenn frá Asíu fjölmenna til Íslands Þórir segir það ekki koma á óvart að fólk sæki í auknum mæli í ferðir til Íslands á þessum árstíma. „Hingað er auðvelt að komast á þessum tíma, það eru góð tilboð í gangi og eitthvað um að vera. Fullt af fyrirtækjum bjóða upp á snjósleðaferðir, hellaferðir og fleira,“ segir Þórir. Hann merki mikla aukningu í fjölda ferðamanna frá Asíu.Frá brennunni í Kópavogi þangað sem Grayline fer með ferðamenn.Mynd/Björn Elvar Sigmarsson„Sérstaklega hjá þeim sem eru í skólafríum í Evrópu. Þau vilja í auknum mæli frekar koma til Íslands í fimm daga en að fljúga heim til Kína eða Hong Kong.“ Þórir segir fleiri hótel og veitingastaði hafa verið opna um áramót í ár en undanfarin ár. Erfiðara sé hins vegar um vik í kringum jólin og þar hjálpi íslensk löggjöf ekki til. „Tæknilega séð er það lögbrot að þjónusta ferðamenn með mat á aðfangadagskvöld. Þetta hefur gleymst í umræðunni,“ segir Þórir en allt sé þó á uppleið.Þessi skemmtu sér vel á brennu á gamlárskvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonFyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent