Undirstrika frjálslegt andrúmsloft og fallega upplifun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. janúar 2016 09:45 Þær Arnhildur og Sólrún ætla að flytja Ave Maríur á fyrri hluta tónleikanna og bland í poka eftir hlé. Fréttablaðið/Ernir Söngkonan Sólrún Bragadóttir verður fyrsti gestur Arnhildar Valgarðsdóttur, organista í Fella- og Hólakirkju, í nýrri tónleikaseríu sem hefst á fimmtudaginn, 7. janúar, og nefnist Frjáls eins og fuglinn. „Sólrún er búsett á Ítalíu en er stödd á landinu til janúarloka og ég var svo heppin að fá hana til að hefja seríuna. Við flytjum eintómar Ave Maríur fyrir hlé, bæði þekktar og fágætar og eftir hlé velur Sólrún lög eftir stemningu salarins. Það verður spennandi,“ segir Arnhildur sem tók við organistastöðunni 1. september á síðasta ári og er upphafsmaður tónleikanna og skipuleggjandi. „Nafnið á seríunni á að undirstrika frjálslegt andrúmsloft á tónleikunum og fallega upplifun bæði flytjenda og gesta,“ segir Arnhildur. Hún reiknar með mánaðarlegum tónleikum, venjulega fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. „Ég vona að fólk njóti þess að fljúga frjálst eins og fuglinn burt frá brauðstritinu og áhyggjunum og gleyma sér í tónlistinni um stund.“Tónleikarnir á fimmtudaginn byrja klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og 1.500 fyrir aldraða og öryrkja en ókeypis fyrir börn. Ekki verður posi á staðnum. Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Söngkonan Sólrún Bragadóttir verður fyrsti gestur Arnhildar Valgarðsdóttur, organista í Fella- og Hólakirkju, í nýrri tónleikaseríu sem hefst á fimmtudaginn, 7. janúar, og nefnist Frjáls eins og fuglinn. „Sólrún er búsett á Ítalíu en er stödd á landinu til janúarloka og ég var svo heppin að fá hana til að hefja seríuna. Við flytjum eintómar Ave Maríur fyrir hlé, bæði þekktar og fágætar og eftir hlé velur Sólrún lög eftir stemningu salarins. Það verður spennandi,“ segir Arnhildur sem tók við organistastöðunni 1. september á síðasta ári og er upphafsmaður tónleikanna og skipuleggjandi. „Nafnið á seríunni á að undirstrika frjálslegt andrúmsloft á tónleikunum og fallega upplifun bæði flytjenda og gesta,“ segir Arnhildur. Hún reiknar með mánaðarlegum tónleikum, venjulega fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. „Ég vona að fólk njóti þess að fljúga frjálst eins og fuglinn burt frá brauðstritinu og áhyggjunum og gleyma sér í tónlistinni um stund.“Tónleikarnir á fimmtudaginn byrja klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og 1.500 fyrir aldraða og öryrkja en ókeypis fyrir börn. Ekki verður posi á staðnum.
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira