Gunnar Nelson íþróttamaður ársins 2015 að mati lesenda Vísis Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2016 09:00 Gunnar Nelson er vinsæll á meðal Íslendinga. vísir/getty Gunnar Nelson, fremsti bardagamaður Íslands, var kosinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis annað árið í röð. Lesendur Vísis stýrðu kosningunni algjörlega en þeir fengu tækifæri á að koma með tilnefningar og svo var Facebook-kosning á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar. Valið stóð á milli fimm karla og fimm kvenna úr átta íþróttagreinum. Rétt tæplega 10.000 manns tóku þátt í kosningunni og vann Gunnar öruggan sigur líkt og í fyrra. Gunnar barðist tvisvar á árinu. Hann vann Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í Las Vegas í júlí með hengingartaki í fyrstu lotu. Seinni bardaginn var ekki jafn góður en þar tapaði Gunnar fyrir Demian Maia, aftur í Las Vegas, á stigum. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað ég fæ mikinn stuðning og ég finn það bara í samfélaginu þegar ég til dæmis fer niður í bæ á Þorláksmessu þar sem er mikið af fólki sem kemur og spjallar við mann,“ segir Gunnar um viðurkenninguna í viðtali við Vísi. „Maður finnur fyrir meðbyrnum og hversu mikinn stuðning maður fær. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir þennan stuðning. Þó aðeins á móti blási fær maður samt svona kosningu. Þetta skiptir öllu,“ segir Gunnar Nelson. Ítarlegt viðtal við Gunnar birtist á Vísi síðar í dag.Niðurstaðan í kosningu Vísis: 1. Gunnar Nelson, MMA 2. Kristín Þorsteinsdóttir, íþróttir fatlaðra 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFit 4. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 5. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 6. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti 7. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 8. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti 9. Aron Einar Gunnarsson, fótbolti 10. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2015 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagamaður Íslands, var kosinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis annað árið í röð. Lesendur Vísis stýrðu kosningunni algjörlega en þeir fengu tækifæri á að koma með tilnefningar og svo var Facebook-kosning á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar. Valið stóð á milli fimm karla og fimm kvenna úr átta íþróttagreinum. Rétt tæplega 10.000 manns tóku þátt í kosningunni og vann Gunnar öruggan sigur líkt og í fyrra. Gunnar barðist tvisvar á árinu. Hann vann Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í Las Vegas í júlí með hengingartaki í fyrstu lotu. Seinni bardaginn var ekki jafn góður en þar tapaði Gunnar fyrir Demian Maia, aftur í Las Vegas, á stigum. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað ég fæ mikinn stuðning og ég finn það bara í samfélaginu þegar ég til dæmis fer niður í bæ á Þorláksmessu þar sem er mikið af fólki sem kemur og spjallar við mann,“ segir Gunnar um viðurkenninguna í viðtali við Vísi. „Maður finnur fyrir meðbyrnum og hversu mikinn stuðning maður fær. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir þennan stuðning. Þó aðeins á móti blási fær maður samt svona kosningu. Þetta skiptir öllu,“ segir Gunnar Nelson. Ítarlegt viðtal við Gunnar birtist á Vísi síðar í dag.Niðurstaðan í kosningu Vísis: 1. Gunnar Nelson, MMA 2. Kristín Þorsteinsdóttir, íþróttir fatlaðra 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFit 4. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 5. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 6. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti 7. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 8. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti 9. Aron Einar Gunnarsson, fótbolti 10. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti
Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2015 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Sjá meira