Notar jólin til að reyna að halda í Aubameyang Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2016 11:00 Pierre-Emerick Aubameyang getur ekki hætt að skora fyrir Dortmund. vísir/getty Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, ætlar ekki að selja Pierre-Emerick Aubameyang til Englands í janúar en Arsenal og Liverpool er bæði sögð áhugasöm um leikmanninn. Aubameyang hefur verið magnaður í liði Dortmund í vetur og skoraði 24 mörk í 23 leikjum, en Arsenal er sagt ætla að gera Dortmund 42 milljóna punda tilboð í framherjann. Liverpool er einnig á höttunum eftir honum, en Jürgen Klopp var auðvitað maðurinn sem fékk Aubameyang til Dortmund og þekkir hann mjög vel. „Það má enginn halda að Dortmund standi og falli með einum manni. Við treystum ekki á neinn einn mann,“ segir Watzke í viðtali við þýska blaðið Bild. „Við fundum lausn á því þegar Robert Lewandowski fór og Aubameyang er búinn að skora þremur mörkum fleiri en hann. Við erum svo vel í stakk búnir að við getum alltaf fundið lausnir.“ „Við ætlum að halda þessu liði saman. Við erum ekki jafn vel fjárhagslega staddir og stærstu liðin í ensku úrvalsdeildinni en við höfum upp á margt að bjóða. Leikmenn okkar fá til dæmis að fagna jólunum,“ segir Watzke en jólafrí er í þýsku 1. deildinni eins og í flestum deildum Evrópu utan Englands. Watzke bendir einnig á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður Dortmund er orðaður við önnur lið. „Á þessum tíma á síðasta ári skrifuðu margir blaðamenn að okkar stjörnur væru á leið burt. Hummels var farinn til Manchester United og Gündogan til Real Madrid, United eða Barcelona. Hvar eru þeir núna? Enn þá hjá okkur!“ segir Hans-Joachim Watzke. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, ætlar ekki að selja Pierre-Emerick Aubameyang til Englands í janúar en Arsenal og Liverpool er bæði sögð áhugasöm um leikmanninn. Aubameyang hefur verið magnaður í liði Dortmund í vetur og skoraði 24 mörk í 23 leikjum, en Arsenal er sagt ætla að gera Dortmund 42 milljóna punda tilboð í framherjann. Liverpool er einnig á höttunum eftir honum, en Jürgen Klopp var auðvitað maðurinn sem fékk Aubameyang til Dortmund og þekkir hann mjög vel. „Það má enginn halda að Dortmund standi og falli með einum manni. Við treystum ekki á neinn einn mann,“ segir Watzke í viðtali við þýska blaðið Bild. „Við fundum lausn á því þegar Robert Lewandowski fór og Aubameyang er búinn að skora þremur mörkum fleiri en hann. Við erum svo vel í stakk búnir að við getum alltaf fundið lausnir.“ „Við ætlum að halda þessu liði saman. Við erum ekki jafn vel fjárhagslega staddir og stærstu liðin í ensku úrvalsdeildinni en við höfum upp á margt að bjóða. Leikmenn okkar fá til dæmis að fagna jólunum,“ segir Watzke en jólafrí er í þýsku 1. deildinni eins og í flestum deildum Evrópu utan Englands. Watzke bendir einnig á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður Dortmund er orðaður við önnur lið. „Á þessum tíma á síðasta ári skrifuðu margir blaðamenn að okkar stjörnur væru á leið burt. Hummels var farinn til Manchester United og Gündogan til Real Madrid, United eða Barcelona. Hvar eru þeir núna? Enn þá hjá okkur!“ segir Hans-Joachim Watzke.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira