Golden State og San Antonio óstöðvandi á heimavelli | Curry meiddist á ný 3. janúar 2016 11:00 Draymond Green fór á kostum í leiknum í nótt með þrefalda tvennu. Vísir/getty Golden State Warriors og San Antonio Spurs unnu enn einn heimaleikinn í röð í nótt en hvorugt lið hefur tapað á heimavelli á þessu ári í NBA-deildinni. Golden State fékk Denver Nuggets í heimsókn og var Stephen Curry, verðmætasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili mættur á ný í byrjunarlið Golden State eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla. Meiðslin tóku sig aftur upp hjá Curry sem lék aðeins fjórtán mínútur í leiknum en Golden State þurfti á framlengingu að halda til þess að knýja fram sigur gegn Denver. Draymond Green steig upp í fjarveru Curry og bar lið Golden State til sigurs með þrefaldri tvennu, 29 stig, 17 fráköst og 14 stoðsendingar ásamt 4 stolnum boltum. Hefur Golden State ekki enn tapað á heimavelli í vetur og unnið fyrstu 16 leikina í Oracle Arena en leikmenn San Antonio Spurs unnu 20. leikinn í röð á heimavelli í deildinni í nótt.Tveir góðir, Popovich og Parker.Vísir/gettyHeimamenn í San Antonio gerðu út um leikinn í 3. leikhluta en þeir fóru með 24 stiga forskot inn í fjórða leikhluta og náðu leikmenn Houston Rockets ekki að ógna forskotinu í 4. leikhluta. Afar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Gregg Popovich en þetta var í fyrsta sinn á 19 ára ferlinum sem hinn goðsagnakenndi Tim Duncan skoraði ekki stig í leik sem hann tók þátt í. LeBron James gat leyft sér að taka því rólega og hvíla í fjórða leikhluta í öruggum 25 stiga sigri Cleveland Cavaliers á Orlando Magic í gær en Cleveland náði 20 stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að leika ekkert í fjórða leikhlutanum var LeBron atkvæðamestur með 29 stig en Kevin Love bauð upp á tvöfalda tvennu með tíu stig og þrettán fráköst.George Karl komst upp að hlið Phil Jackson með sigrinum í nótt.Vísir/GettyÓhætt er að segja að áhorfendur í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns hafi fengið nóg fyrir peninginn í 142-119 sigri Sacramento Kings en þetta var sigurleikur númer 1155 hjá þjálfara Kings, George Karl. Fer Karl upp að hlið hins goðsagnarkennda Phil Jackson með sigrinum í 5. sætið yfir flesta sigra sem þjálfari liðs í NBA-deildinni. Myndband með helstu tilþrifum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan en hér má sjá stöðuna í NBA-deildinni.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics 97-100 Brooklyn Nets Sacramento Kings 142-119 Phoenix Suns Charlotte Hornets 90-109 Oklahoma City Thunder Indiana Pacers 94-82 Detroit Pistons Cleveland Cavaliers 104-79 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 85-95 Milwaukee Bucks Dallas Mavericks 98-105 New Orleans Pelicans San Antonio Spurs 121-103 Houston Rockets Utah Jazz 92-87 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 111-108 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 130-99 Philadelphia 76ersBestu tilþrif kvöldsins: Draymond Green fór á kostum: NBA Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Golden State Warriors og San Antonio Spurs unnu enn einn heimaleikinn í röð í nótt en hvorugt lið hefur tapað á heimavelli á þessu ári í NBA-deildinni. Golden State fékk Denver Nuggets í heimsókn og var Stephen Curry, verðmætasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili mættur á ný í byrjunarlið Golden State eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla. Meiðslin tóku sig aftur upp hjá Curry sem lék aðeins fjórtán mínútur í leiknum en Golden State þurfti á framlengingu að halda til þess að knýja fram sigur gegn Denver. Draymond Green steig upp í fjarveru Curry og bar lið Golden State til sigurs með þrefaldri tvennu, 29 stig, 17 fráköst og 14 stoðsendingar ásamt 4 stolnum boltum. Hefur Golden State ekki enn tapað á heimavelli í vetur og unnið fyrstu 16 leikina í Oracle Arena en leikmenn San Antonio Spurs unnu 20. leikinn í röð á heimavelli í deildinni í nótt.Tveir góðir, Popovich og Parker.Vísir/gettyHeimamenn í San Antonio gerðu út um leikinn í 3. leikhluta en þeir fóru með 24 stiga forskot inn í fjórða leikhluta og náðu leikmenn Houston Rockets ekki að ógna forskotinu í 4. leikhluta. Afar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Gregg Popovich en þetta var í fyrsta sinn á 19 ára ferlinum sem hinn goðsagnakenndi Tim Duncan skoraði ekki stig í leik sem hann tók þátt í. LeBron James gat leyft sér að taka því rólega og hvíla í fjórða leikhluta í öruggum 25 stiga sigri Cleveland Cavaliers á Orlando Magic í gær en Cleveland náði 20 stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að leika ekkert í fjórða leikhlutanum var LeBron atkvæðamestur með 29 stig en Kevin Love bauð upp á tvöfalda tvennu með tíu stig og þrettán fráköst.George Karl komst upp að hlið Phil Jackson með sigrinum í nótt.Vísir/GettyÓhætt er að segja að áhorfendur í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns hafi fengið nóg fyrir peninginn í 142-119 sigri Sacramento Kings en þetta var sigurleikur númer 1155 hjá þjálfara Kings, George Karl. Fer Karl upp að hlið hins goðsagnarkennda Phil Jackson með sigrinum í 5. sætið yfir flesta sigra sem þjálfari liðs í NBA-deildinni. Myndband með helstu tilþrifum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan en hér má sjá stöðuna í NBA-deildinni.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics 97-100 Brooklyn Nets Sacramento Kings 142-119 Phoenix Suns Charlotte Hornets 90-109 Oklahoma City Thunder Indiana Pacers 94-82 Detroit Pistons Cleveland Cavaliers 104-79 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 85-95 Milwaukee Bucks Dallas Mavericks 98-105 New Orleans Pelicans San Antonio Spurs 121-103 Houston Rockets Utah Jazz 92-87 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 111-108 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 130-99 Philadelphia 76ersBestu tilþrif kvöldsins: Draymond Green fór á kostum:
NBA Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira