NBA: Golden State náði að vinna án Curry | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 10:00 Stephen Curry var jakkaklæddur á hliðarlínunni en lifði sig samt inn í leikinn. Vísir/Getty Golden State Warriors lék sinn annan leik í röð án Stephen Curry í NBA-deildinni í nótt en nú gekk mun betur en á móti Dallas. Russell Westbrook átti stórleik í sigri Oklahoma City og Los Angeles Clippers liðið vann sinn fimmta leik í röð.Klay Thompson og Draymond Green áttu báðir stórleik í fjarveru Stephen Curry þegar Golden State Warriors vann 114-110 útisigur á Houston Rockets. Klay Thompson skoraði 38 stig og Draymond Green var með sína fimmtu þrennu á leiktíðinni, skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Þetta var þrítugasti sigur Golden State Warriors á tímabilinu, í 32 leikjum, en jafnframt fyrsti sigur liðsins án Stephen Curry. Curry missti af sínum öðrum leik í röð vegna meiðsla á vinstri fæti en Golden State steinlá á móti Dallas í fyrsta leiknum án hans. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston liðið og Dwight Howard var með 21 stig og 13 fráköst. Houston er nú búið að tapa sjö deildarleikjum í röð án móti Golden State og sigurinn var öruggari en lokatölurnar segja því Golden State var 10 stigum yfir þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Luke Walton, þjálfari Golden State Warriors í fjarveru Steve Kerr, sagði eftir leikinn að Stephen Curry væri allur að braggast þótt að hann hafi ekki verið leikfær í nótt. Næsti leikur liðsins er á heimavelli á móti Denver Nuggets 2. janúar.Russell Westbrook var með 36 stig, 12 stoðsendingar og 5 stolna bolta þegar Oklahoma City Thunder vann 110-106 sigur á Phoenix Suns en þetta var sjöundi tapleikur Phoenix í röð. Kevin Durant var með 23 stig fyrir OKC sem hefur unnið þrjá leiki í röð og ennfremur 12 sigra í síðustu 14 leikjum sínum. T.J. Warren skoraði mest fyrir Suns-liðið eða 29 stig.J.J. Redick var með 26 stig annað kvöldið í röð þegar Los Angeles Clippers vann 95-89 útisigur á New Orleans Pelicans. Chris Paul klikkaði á 15 af fyrstu 17 skotum sínum í leiknum en var allt í öllu á lokasekúndum leiksins og endaði með 12 stoðsendingar og 9 stig. DeAndre Jordan var með 11 stig og 20 fráköst fyrir Clippers en Anthony Davis var með 14 stig og 15 fráköst fyrir Pelíkanana og Ryan Anderson skoraði 17 stig.Andre Drummond skoraði 23 stig og tók 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-90 sigur á Minnesota Timberwolves en Reggie Jackson var síðan með 19 stig og 9 stoðsendingar. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 22 stig fyrir Pistons-liðið sem endaði þriggja leikja taphrinu. Nýliðinn Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig og tók 9 fráköst fyrir Úlfana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 115-90 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 116-120 Houston Rockets - Golden State Warriors 110-114 New Orleans Pelicans - Los Angeles Clippers 89-95 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 110-106 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 109-96Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Golden State Warriors lék sinn annan leik í röð án Stephen Curry í NBA-deildinni í nótt en nú gekk mun betur en á móti Dallas. Russell Westbrook átti stórleik í sigri Oklahoma City og Los Angeles Clippers liðið vann sinn fimmta leik í röð.Klay Thompson og Draymond Green áttu báðir stórleik í fjarveru Stephen Curry þegar Golden State Warriors vann 114-110 útisigur á Houston Rockets. Klay Thompson skoraði 38 stig og Draymond Green var með sína fimmtu þrennu á leiktíðinni, skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Þetta var þrítugasti sigur Golden State Warriors á tímabilinu, í 32 leikjum, en jafnframt fyrsti sigur liðsins án Stephen Curry. Curry missti af sínum öðrum leik í röð vegna meiðsla á vinstri fæti en Golden State steinlá á móti Dallas í fyrsta leiknum án hans. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston liðið og Dwight Howard var með 21 stig og 13 fráköst. Houston er nú búið að tapa sjö deildarleikjum í röð án móti Golden State og sigurinn var öruggari en lokatölurnar segja því Golden State var 10 stigum yfir þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Luke Walton, þjálfari Golden State Warriors í fjarveru Steve Kerr, sagði eftir leikinn að Stephen Curry væri allur að braggast þótt að hann hafi ekki verið leikfær í nótt. Næsti leikur liðsins er á heimavelli á móti Denver Nuggets 2. janúar.Russell Westbrook var með 36 stig, 12 stoðsendingar og 5 stolna bolta þegar Oklahoma City Thunder vann 110-106 sigur á Phoenix Suns en þetta var sjöundi tapleikur Phoenix í röð. Kevin Durant var með 23 stig fyrir OKC sem hefur unnið þrjá leiki í röð og ennfremur 12 sigra í síðustu 14 leikjum sínum. T.J. Warren skoraði mest fyrir Suns-liðið eða 29 stig.J.J. Redick var með 26 stig annað kvöldið í röð þegar Los Angeles Clippers vann 95-89 útisigur á New Orleans Pelicans. Chris Paul klikkaði á 15 af fyrstu 17 skotum sínum í leiknum en var allt í öllu á lokasekúndum leiksins og endaði með 12 stoðsendingar og 9 stig. DeAndre Jordan var með 11 stig og 20 fráköst fyrir Clippers en Anthony Davis var með 14 stig og 15 fráköst fyrir Pelíkanana og Ryan Anderson skoraði 17 stig.Andre Drummond skoraði 23 stig og tók 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-90 sigur á Minnesota Timberwolves en Reggie Jackson var síðan með 19 stig og 9 stoðsendingar. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 22 stig fyrir Pistons-liðið sem endaði þriggja leikja taphrinu. Nýliðinn Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig og tók 9 fráköst fyrir Úlfana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 115-90 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 116-120 Houston Rockets - Golden State Warriors 110-114 New Orleans Pelicans - Los Angeles Clippers 89-95 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 110-106 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 109-96Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira