„Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. janúar 2016 12:51 Clinton og Sanders upp á sviði í kappræðunum. vísir/getty Mest fór fyrir Hillary Clinton og Bernie Sanders í fjórðu kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. Kappræðurnar fóru fram í Charleston í Suður-Karólínuríki í gær. Sá síðarnefndi sakaði Clinton meðal annars um að vera of höll undir öfl á Wall Street og að snúa út úr stefnu hans í málaflokkum sem tengjast heilbrigðiskerfinu og byssueign almennings. Samkvæmt skoðanakönnunum njóta Clinton og Sanders langmests stuðnings hjá flokksmönnum. Sem stendur virðist annars hver maður styðja Hillary en Sanders nýtur hylli rúmlega 38 prósenta kjósenda flokksins. Vinsældir hans hafa einnig aukist mjög á nýja árinu. Í kappræðunum benti Clinton meðal annars á að hún hefði meiri reynslu heldur en Sanders en hún var um skeið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama. Hún lýsti því yfir að hún hlakkaði til að taka upp þráðinn þar sem Obama sleppir honum. Sanders á hinn bóginn lýsti því yfir að hann vildi gera byltingarkenndar breytingar og að hann væri ekki orðinn samdauna kerfinu líkt og andstæðingur hans.Mjótt á mununum í fyrstu ríkjunum „Ég tek ekki við peningum frá stórum bönkum. Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs,“ sagði Sanders meðal annars og uppskar töluverðan fögnuð frá salnum. „Ég er afar skeptískur á það þegar fólk tekur við fé frá aðilum á Wall Street.“ Áhorfendur veittu því einnig eftirtekt að Sanders sýndi meiri viðbrögð en í fyrri kappræðum. Hann átti það til að hrista höfuðið og gretta sig á meðan Clinton svaraði spurningum stjórnenda. Á móti benti Clinton á að Sanders hefði í gegnum tíðina átt það til að hallmæla Obama. Hann hefði meðal annars leitað að einhverjum til að bjóða sig fram gegn honum í forvali Demókrataflokksins árið 2011. Hún gagnrýndi einnig heilbrigðisáætlun keppinautar síns sem hlotið hefur nafnið „Medicare-for-all“. Hulunni var lyft af henni örfáum klukkustundum fyrir kappræðurnar. „Ég er ekki viss hvort við erum að tala um áætlun þína sem þú kynntir fyrir kappræðurnar eða áætlunina sem þú hefur lagt níu sinnum fram undanfarin tuttugu ár. Sannleikurinn er sá að við höfum Obamacare sem hefur veitt nítján milljónum sjúkratryggingu undanfarin ár,“ sagði Clinton og bætti við að Medicare-for-all myndi grafa undan Obamacare. Forval Demókrata hefst 1. febrúar næstkomandi í Iowa og 9. febrúar verður kosið í New Hampshire. Skoðanakannanir sýna að sem stendur gæti Sanders unnið sigur í báðum ríkjum en mjótt er á mununum. Aðrir frambjóðendur njóta mun minni stuðnings en tvímenningarnir. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Mest fór fyrir Hillary Clinton og Bernie Sanders í fjórðu kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. Kappræðurnar fóru fram í Charleston í Suður-Karólínuríki í gær. Sá síðarnefndi sakaði Clinton meðal annars um að vera of höll undir öfl á Wall Street og að snúa út úr stefnu hans í málaflokkum sem tengjast heilbrigðiskerfinu og byssueign almennings. Samkvæmt skoðanakönnunum njóta Clinton og Sanders langmests stuðnings hjá flokksmönnum. Sem stendur virðist annars hver maður styðja Hillary en Sanders nýtur hylli rúmlega 38 prósenta kjósenda flokksins. Vinsældir hans hafa einnig aukist mjög á nýja árinu. Í kappræðunum benti Clinton meðal annars á að hún hefði meiri reynslu heldur en Sanders en hún var um skeið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama. Hún lýsti því yfir að hún hlakkaði til að taka upp þráðinn þar sem Obama sleppir honum. Sanders á hinn bóginn lýsti því yfir að hann vildi gera byltingarkenndar breytingar og að hann væri ekki orðinn samdauna kerfinu líkt og andstæðingur hans.Mjótt á mununum í fyrstu ríkjunum „Ég tek ekki við peningum frá stórum bönkum. Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs,“ sagði Sanders meðal annars og uppskar töluverðan fögnuð frá salnum. „Ég er afar skeptískur á það þegar fólk tekur við fé frá aðilum á Wall Street.“ Áhorfendur veittu því einnig eftirtekt að Sanders sýndi meiri viðbrögð en í fyrri kappræðum. Hann átti það til að hrista höfuðið og gretta sig á meðan Clinton svaraði spurningum stjórnenda. Á móti benti Clinton á að Sanders hefði í gegnum tíðina átt það til að hallmæla Obama. Hann hefði meðal annars leitað að einhverjum til að bjóða sig fram gegn honum í forvali Demókrataflokksins árið 2011. Hún gagnrýndi einnig heilbrigðisáætlun keppinautar síns sem hlotið hefur nafnið „Medicare-for-all“. Hulunni var lyft af henni örfáum klukkustundum fyrir kappræðurnar. „Ég er ekki viss hvort við erum að tala um áætlun þína sem þú kynntir fyrir kappræðurnar eða áætlunina sem þú hefur lagt níu sinnum fram undanfarin tuttugu ár. Sannleikurinn er sá að við höfum Obamacare sem hefur veitt nítján milljónum sjúkratryggingu undanfarin ár,“ sagði Clinton og bætti við að Medicare-for-all myndi grafa undan Obamacare. Forval Demókrata hefst 1. febrúar næstkomandi í Iowa og 9. febrúar verður kosið í New Hampshire. Skoðanakannanir sýna að sem stendur gæti Sanders unnið sigur í báðum ríkjum en mjótt er á mununum. Aðrir frambjóðendur njóta mun minni stuðnings en tvímenningarnir.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09
Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00