Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Loreen vann Eurovision árið 2012 og er atriðið mörgum í fersku minni en þau Greta Salome og Jónsi fóru út fyrir Íslands hönd árið 2013 og fluttu lagið Never Forget sem hafnaði í tuttugasta sæti. Vísir/Getty Sænska söngkonan og Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins 19. febrúar næstkomandi og stígur á svið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Loreen mun að sjálfsögðu flytja sigurlag sitt frá árinu 2012, Euphoria. Öllu verður tjaldað til í keppninni þar sem þrjátíu ár eru liðin frá því Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision með laginu Gleðibankinn í flutningi Icy tríósins, sem var skipað þeim Eiríki Haukssyni, Helgu Möller og Pálma Gunnarssyni. Lagið hlaut 19 stig og endaði í sextánda sæti í keppninni sem fram fór í Bergen í Noregi. Líkt og áður sagði vann Loreen Eurovision árið 2012 með afgerandi hætti en lagið fékk 372 stig og var gefið fullt hús stiga frá 18 löndum af 41 sem gaf stig. Lagið náði miklum vinsældum hér á landi. „Það er eitthvað sérstakt sem þetta lag gerir. Það er líka svolítið skemmtileg að þetta náði út fyrir hópinn sem hefur verið talinn svona til Eurovision-áhugamanna. Þetta varð miklu, miklu stærra,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar í ár. Flutningurinn á sviðinu vakti ekki síður athygli en þar steig Loreen berfætt tilfinningaþrunginn dans. Þegar síga tók á seinni hluta atriðisins gekk karldansari til liðs við Loreen á sviðinu og stigu þau trylltan dans saman. Því liggur beint við að spyrja Heru hvort dansarinn komi til með að fylgja Loreen til landsins. „Hún verður nú reyndar ein á sviðinu,“ segir Hera hlæjandi og bætir við að þó eigi enn eftir að fara í endanlega útfærslu á atriðinu. Það verður nóg um góða gesti á úrslitakvöldinu því söngkonan Sandra Kim kemur einnig fram en hún vann keppnina fyrir hönd Belgíu árið 1986 með laginu J’aime la vie. Athygli vakti að Sandra Kim var einungis þrettán ára gömul þegar hún sigraði en hún er enn þann dag í dag yngsti sigurvegari keppninnar og mun hún flytja sigurlag sitt á úrslitakvöldinu. Auk þess munu þeir Sturla Atlas, Logi Pedro og Unnsteinn Manuel, eða 101 Boys, flytja sína eigin útgáfu af Gleðibankanum og Högni Egilsson kemur einnig fram en mikil leynd hvílir yfir því hvaða lag hann mun flytja – þó er ljóst að það sver sig að einhverju leyti í Eurovision-ættina. „Við ætlum að halda upp á þetta stórafmæli þannig að við tökum þetta skrefinu lengra í ár,“ segir Hera en úrslitakeppninni verður streymt beint á aðal Eurovision-vefsíðunni og segir Hera aðstandendur keppninnar strax farna að finna fyrir áhuga erlendra gesta sem vilja vera viðstaddir. Eurovision-áhugi Íslendinga er óumdeilanlegur og skapast jafnan mikil umræða um keppnina. „Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir áhugann, þó svo að keppnin sé alltaf umdeild á margan hátt. Fólk elskar að hata og hatar að elska þessa keppni,“ segir Hera glöð í bragði. „Það er það sem gerir þetta skemmtilegt.“ Úrslitakeppnin fer fram 20. febrúar í Laugardalshöll og eru tólf lög í forkeppninni. Miða á keppnina, sem og undankeppnirnar tvær, sem fram fara 6. og 13. febrúar í Háskólabíói, má nálgast á Tix.is og hefst miðasalan á morgun. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Vísir frumsýnir myndband við Eurovision-lagið Ég sé þig Í dag opinberaði RÚV þau tólf lög sem munu keppa um að verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í vor. 15. janúar 2016 15:45 Nánast nóg að komast inn í forkeppnina Júlí Heiðar Halldórsson er einn af þátttakendum í íslensku forkeppni Eurovision í ár með lagið Spring yfir heiminn. Glenn Schick masterar lagið en hann hefur unnið með Justin Bieber og Elton John. 11. janúar 2016 09:00 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Sænska söngkonan og Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins 19. febrúar næstkomandi og stígur á svið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Loreen mun að sjálfsögðu flytja sigurlag sitt frá árinu 2012, Euphoria. Öllu verður tjaldað til í keppninni þar sem þrjátíu ár eru liðin frá því Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision með laginu Gleðibankinn í flutningi Icy tríósins, sem var skipað þeim Eiríki Haukssyni, Helgu Möller og Pálma Gunnarssyni. Lagið hlaut 19 stig og endaði í sextánda sæti í keppninni sem fram fór í Bergen í Noregi. Líkt og áður sagði vann Loreen Eurovision árið 2012 með afgerandi hætti en lagið fékk 372 stig og var gefið fullt hús stiga frá 18 löndum af 41 sem gaf stig. Lagið náði miklum vinsældum hér á landi. „Það er eitthvað sérstakt sem þetta lag gerir. Það er líka svolítið skemmtileg að þetta náði út fyrir hópinn sem hefur verið talinn svona til Eurovision-áhugamanna. Þetta varð miklu, miklu stærra,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar í ár. Flutningurinn á sviðinu vakti ekki síður athygli en þar steig Loreen berfætt tilfinningaþrunginn dans. Þegar síga tók á seinni hluta atriðisins gekk karldansari til liðs við Loreen á sviðinu og stigu þau trylltan dans saman. Því liggur beint við að spyrja Heru hvort dansarinn komi til með að fylgja Loreen til landsins. „Hún verður nú reyndar ein á sviðinu,“ segir Hera hlæjandi og bætir við að þó eigi enn eftir að fara í endanlega útfærslu á atriðinu. Það verður nóg um góða gesti á úrslitakvöldinu því söngkonan Sandra Kim kemur einnig fram en hún vann keppnina fyrir hönd Belgíu árið 1986 með laginu J’aime la vie. Athygli vakti að Sandra Kim var einungis þrettán ára gömul þegar hún sigraði en hún er enn þann dag í dag yngsti sigurvegari keppninnar og mun hún flytja sigurlag sitt á úrslitakvöldinu. Auk þess munu þeir Sturla Atlas, Logi Pedro og Unnsteinn Manuel, eða 101 Boys, flytja sína eigin útgáfu af Gleðibankanum og Högni Egilsson kemur einnig fram en mikil leynd hvílir yfir því hvaða lag hann mun flytja – þó er ljóst að það sver sig að einhverju leyti í Eurovision-ættina. „Við ætlum að halda upp á þetta stórafmæli þannig að við tökum þetta skrefinu lengra í ár,“ segir Hera en úrslitakeppninni verður streymt beint á aðal Eurovision-vefsíðunni og segir Hera aðstandendur keppninnar strax farna að finna fyrir áhuga erlendra gesta sem vilja vera viðstaddir. Eurovision-áhugi Íslendinga er óumdeilanlegur og skapast jafnan mikil umræða um keppnina. „Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir áhugann, þó svo að keppnin sé alltaf umdeild á margan hátt. Fólk elskar að hata og hatar að elska þessa keppni,“ segir Hera glöð í bragði. „Það er það sem gerir þetta skemmtilegt.“ Úrslitakeppnin fer fram 20. febrúar í Laugardalshöll og eru tólf lög í forkeppninni. Miða á keppnina, sem og undankeppnirnar tvær, sem fram fara 6. og 13. febrúar í Háskólabíói, má nálgast á Tix.is og hefst miðasalan á morgun.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Vísir frumsýnir myndband við Eurovision-lagið Ég sé þig Í dag opinberaði RÚV þau tólf lög sem munu keppa um að verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í vor. 15. janúar 2016 15:45 Nánast nóg að komast inn í forkeppnina Júlí Heiðar Halldórsson er einn af þátttakendum í íslensku forkeppni Eurovision í ár með lagið Spring yfir heiminn. Glenn Schick masterar lagið en hann hefur unnið með Justin Bieber og Elton John. 11. janúar 2016 09:00 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33
Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19
Vísir frumsýnir myndband við Eurovision-lagið Ég sé þig Í dag opinberaði RÚV þau tólf lög sem munu keppa um að verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í vor. 15. janúar 2016 15:45
Nánast nóg að komast inn í forkeppnina Júlí Heiðar Halldórsson er einn af þátttakendum í íslensku forkeppni Eurovision í ár með lagið Spring yfir heiminn. Glenn Schick masterar lagið en hann hefur unnið með Justin Bieber og Elton John. 11. janúar 2016 09:00