Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2016 00:01 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er afar ánægður með þennan samning. Vísir/Getty Viðskiptaþvingunum á Íran hefur verið aflétt eftir að eftirlitsaðilar höfðu staðfest að yfirvöld þar í landi hefðu farið eftir samningi sem er hannaður til að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna. Haft er eftir Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, að samningurinn muni stuðla að aukinni friðsæld í Íran og á alþjóðavettvangi. Með því að aflétta viðskiptaþvingunum á Íran losna eignir upp á milljarði dala og verður hægt að selja olíu sem er unnin í landinu á alþjóðavísu. Íranir hafa ávallt haldið því fram að nýting þeirra á kjarnorku sé friðsamur gjörningur en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir andstæðinga samkomulagsins telja það ekki ganga nógu langt til að tryggja að Íranir geti ekki framleitt kjarnavopn. Forseti Íran, Hassan Rouhani, fagnaði þessum áfanga í dag og þakkaði þjóðinni fyrir þolinmæðina sem hún hefur sýnt í þessu máli. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur fyrirskipað að viðskiptaþvingunum gegn Íran, í tengslum við þróun kjarnavopna, verði aflétt. Kerry fundaði með utanríkisráðherra Íran í Vín í Austurríki þar sem þeir ræddu hvort möguleiki væri á að aflétta viðskiptaþvingunum. Kerry sagði að Íran hefði tekið mikilvæg skref í átt að samkomulagi sem margir hefðu efast um að yfirvöld þar í landi myndu taka. „Í þakkarskyni munu Bandaríkin og Evrópusambandið aflétta viðskiptaþvingunum og auka þannig tækifæri írönsku þjóðarinnar. Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ Tengdar fréttir Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Sjá meira
Viðskiptaþvingunum á Íran hefur verið aflétt eftir að eftirlitsaðilar höfðu staðfest að yfirvöld þar í landi hefðu farið eftir samningi sem er hannaður til að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna. Haft er eftir Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, að samningurinn muni stuðla að aukinni friðsæld í Íran og á alþjóðavettvangi. Með því að aflétta viðskiptaþvingunum á Íran losna eignir upp á milljarði dala og verður hægt að selja olíu sem er unnin í landinu á alþjóðavísu. Íranir hafa ávallt haldið því fram að nýting þeirra á kjarnorku sé friðsamur gjörningur en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir andstæðinga samkomulagsins telja það ekki ganga nógu langt til að tryggja að Íranir geti ekki framleitt kjarnavopn. Forseti Íran, Hassan Rouhani, fagnaði þessum áfanga í dag og þakkaði þjóðinni fyrir þolinmæðina sem hún hefur sýnt í þessu máli. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur fyrirskipað að viðskiptaþvingunum gegn Íran, í tengslum við þróun kjarnavopna, verði aflétt. Kerry fundaði með utanríkisráðherra Íran í Vín í Austurríki þar sem þeir ræddu hvort möguleiki væri á að aflétta viðskiptaþvingunum. Kerry sagði að Íran hefði tekið mikilvæg skref í átt að samkomulagi sem margir hefðu efast um að yfirvöld þar í landi myndu taka. „Í þakkarskyni munu Bandaríkin og Evrópusambandið aflétta viðskiptaþvingunum og auka þannig tækifæri írönsku þjóðarinnar. Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“
Tengdar fréttir Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Sjá meira
Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36
Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15