Bjarnargreiði við búðarkassann Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 07:00 Þegar ég drep á bílnum á bílastæðinu fyrir framan Bónus þyrmir yfir mig. Þetta er litrík kvíðablanda. Hvað á ég að hafa í matinn? Nenni ekki að bera sex poka upp á fjórðu hæð. Tóm og innkaupafirrt andlit fjöldans. Börnin mín kvíða aftur á móti eingöngu einu. Það er hvort ég verði þeim til skammar á kassanum enn eina ferðina. Þau eru brött í grænmetinu, verða þögul í mjólkurkælinum en hjá niðursuðuvörunum eru þau orðin stjörf. Ég lifi nefnilega á brúninni og kíki aldrei á netbankann minn. Með þeim afleiðingum að ég gleymi stundum að borga reikninga. Og fer stöku sinnum fram yfir heimild. Svo á ég það til að gleyma pin-númerinu. Og alltaf fæ ég þetta í hausinn í Bónus! Augnablikið er því spennuþrungið þegar ég skelli kortinu í posann og bíð eftir heimildinni. Alltaf gott að hafa smá spennu í lífinu, segi ég hlæjandi og hress við börnin sem stara stíft á posaskjáinn. Varirnar herptar saman og öndunin hröð. En ef eitthvað klikkar vippa ég bara upp símanum og græja. Millifæri eða gref upp nýtt pin-númer. Ekkert stress. (Nema þegar ég finn ekki símann.) Á meðan hleypur roði í kinnar barnanna sem láta augun reika milli unglingsins á kassanum sem finnst þetta jafn vandræðalegt og sístækkandi röðinni á eftir okkur. Eitt barnið hefur hreinlega gufað upp í þessum aðstæðum. En aldrei hefur einhver komið og boðist til að borga fyrir mig. Þið vitið. Eins og er í tísku þessa dagana. Þetta eru fallegar sögur og er ég viss um að ég fengi aftur trú á mannkyninu. En ég er hrædd um að það yrði til þess að börnin færu aldrei aftur með mér í Bónus. Vandræðagangurinn og athyglin myndu vera kornið sem fyllir mælinn. Og það er alls ekki gott að missa burðardýrin. Búandi á fjórðu hæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór
Þegar ég drep á bílnum á bílastæðinu fyrir framan Bónus þyrmir yfir mig. Þetta er litrík kvíðablanda. Hvað á ég að hafa í matinn? Nenni ekki að bera sex poka upp á fjórðu hæð. Tóm og innkaupafirrt andlit fjöldans. Börnin mín kvíða aftur á móti eingöngu einu. Það er hvort ég verði þeim til skammar á kassanum enn eina ferðina. Þau eru brött í grænmetinu, verða þögul í mjólkurkælinum en hjá niðursuðuvörunum eru þau orðin stjörf. Ég lifi nefnilega á brúninni og kíki aldrei á netbankann minn. Með þeim afleiðingum að ég gleymi stundum að borga reikninga. Og fer stöku sinnum fram yfir heimild. Svo á ég það til að gleyma pin-númerinu. Og alltaf fæ ég þetta í hausinn í Bónus! Augnablikið er því spennuþrungið þegar ég skelli kortinu í posann og bíð eftir heimildinni. Alltaf gott að hafa smá spennu í lífinu, segi ég hlæjandi og hress við börnin sem stara stíft á posaskjáinn. Varirnar herptar saman og öndunin hröð. En ef eitthvað klikkar vippa ég bara upp símanum og græja. Millifæri eða gref upp nýtt pin-númer. Ekkert stress. (Nema þegar ég finn ekki símann.) Á meðan hleypur roði í kinnar barnanna sem láta augun reika milli unglingsins á kassanum sem finnst þetta jafn vandræðalegt og sístækkandi röðinni á eftir okkur. Eitt barnið hefur hreinlega gufað upp í þessum aðstæðum. En aldrei hefur einhver komið og boðist til að borga fyrir mig. Þið vitið. Eins og er í tísku þessa dagana. Þetta eru fallegar sögur og er ég viss um að ég fengi aftur trú á mannkyninu. En ég er hrædd um að það yrði til þess að börnin færu aldrei aftur með mér í Bónus. Vandræðagangurinn og athyglin myndu vera kornið sem fyllir mælinn. Og það er alls ekki gott að missa burðardýrin. Búandi á fjórðu hæð.