Reyndi að sameina íslamista í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2016 23:21 Vígamenn Nusra front í Aleppo. Vísir/AFP Leiðtogi al-Qaeda í Sýrlandi reyndi nýverið að sameina vígahópa íslamista í Sýrlandi í eina stóra heild. Abu Mohamad al-Golani vildi mynda stóra fylkingu til móts við Íslamska ríkið og stjórnarher Sýrlands og auka líkurnar á stuðningi frá utanaðkomandi aðilum. Hann sagði leiðtogum annarra hópa að til greina kæmi að breyta nafni hópsins úr Nusra front, en þeir yrðu hliðhollir al-Qaeda og leiðtoga þeirra Ayman al-Zawahri. Zawahri tók við stjórnartaumunum þegar Bandaríkjamenn felldu Osama Bin Laden árið 2011. Þetta kemur fram í frétt Reuters, en viðræðurnar mistókust og meðlimir Nusra Front kenna hóp sem ber heitið Ahrar al-Sham, um að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Þær eru sagðar hafa átt sér stað fyrir um tíu dögum. Nokkrum dögum seinna kom til bardaga á milli Nusra front og Ahrar al-Sham og féllu vígamenn beggja vegna. Aðrir uppreisnarhópar miðluðu þó málum þeirra á milli og var vopnahlé samþykkt. Heimildir Reuters segja þó einungis tímaspursmál hvenær í brýna slær á milli þeirra aftur. Síðast þegar margir uppreisnarhópar mynduðu eina heild, þó tímabundið, unnu þeir einn af sínum stærstu sigrum og hertóku borgina Idlib. Meðlimir Nusra front saka al-Sham um að vera peð fyrir yfirvöld Tyrklands en al-Sham-liðar vilja að Nusra-menn slíti tengslin á milli sín og al-Qaeda. Stríð hefur nú geisað í Sýrlandi í tæp fimm ár og um 250 þúsund manns hafa látið lífið og milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Hér má sjá kort yfir stöðu mála í Sýrlandi sem uppfært er reglulega. Mið-Austurlönd Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Leiðtogi al-Qaeda í Sýrlandi reyndi nýverið að sameina vígahópa íslamista í Sýrlandi í eina stóra heild. Abu Mohamad al-Golani vildi mynda stóra fylkingu til móts við Íslamska ríkið og stjórnarher Sýrlands og auka líkurnar á stuðningi frá utanaðkomandi aðilum. Hann sagði leiðtogum annarra hópa að til greina kæmi að breyta nafni hópsins úr Nusra front, en þeir yrðu hliðhollir al-Qaeda og leiðtoga þeirra Ayman al-Zawahri. Zawahri tók við stjórnartaumunum þegar Bandaríkjamenn felldu Osama Bin Laden árið 2011. Þetta kemur fram í frétt Reuters, en viðræðurnar mistókust og meðlimir Nusra Front kenna hóp sem ber heitið Ahrar al-Sham, um að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Þær eru sagðar hafa átt sér stað fyrir um tíu dögum. Nokkrum dögum seinna kom til bardaga á milli Nusra front og Ahrar al-Sham og féllu vígamenn beggja vegna. Aðrir uppreisnarhópar miðluðu þó málum þeirra á milli og var vopnahlé samþykkt. Heimildir Reuters segja þó einungis tímaspursmál hvenær í brýna slær á milli þeirra aftur. Síðast þegar margir uppreisnarhópar mynduðu eina heild, þó tímabundið, unnu þeir einn af sínum stærstu sigrum og hertóku borgina Idlib. Meðlimir Nusra front saka al-Sham um að vera peð fyrir yfirvöld Tyrklands en al-Sham-liðar vilja að Nusra-menn slíti tengslin á milli sín og al-Qaeda. Stríð hefur nú geisað í Sýrlandi í tæp fimm ár og um 250 þúsund manns hafa látið lífið og milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Hér má sjá kort yfir stöðu mála í Sýrlandi sem uppfært er reglulega.
Mið-Austurlönd Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira