Reyndi að sameina íslamista í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2016 23:21 Vígamenn Nusra front í Aleppo. Vísir/AFP Leiðtogi al-Qaeda í Sýrlandi reyndi nýverið að sameina vígahópa íslamista í Sýrlandi í eina stóra heild. Abu Mohamad al-Golani vildi mynda stóra fylkingu til móts við Íslamska ríkið og stjórnarher Sýrlands og auka líkurnar á stuðningi frá utanaðkomandi aðilum. Hann sagði leiðtogum annarra hópa að til greina kæmi að breyta nafni hópsins úr Nusra front, en þeir yrðu hliðhollir al-Qaeda og leiðtoga þeirra Ayman al-Zawahri. Zawahri tók við stjórnartaumunum þegar Bandaríkjamenn felldu Osama Bin Laden árið 2011. Þetta kemur fram í frétt Reuters, en viðræðurnar mistókust og meðlimir Nusra Front kenna hóp sem ber heitið Ahrar al-Sham, um að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Þær eru sagðar hafa átt sér stað fyrir um tíu dögum. Nokkrum dögum seinna kom til bardaga á milli Nusra front og Ahrar al-Sham og féllu vígamenn beggja vegna. Aðrir uppreisnarhópar miðluðu þó málum þeirra á milli og var vopnahlé samþykkt. Heimildir Reuters segja þó einungis tímaspursmál hvenær í brýna slær á milli þeirra aftur. Síðast þegar margir uppreisnarhópar mynduðu eina heild, þó tímabundið, unnu þeir einn af sínum stærstu sigrum og hertóku borgina Idlib. Meðlimir Nusra front saka al-Sham um að vera peð fyrir yfirvöld Tyrklands en al-Sham-liðar vilja að Nusra-menn slíti tengslin á milli sín og al-Qaeda. Stríð hefur nú geisað í Sýrlandi í tæp fimm ár og um 250 þúsund manns hafa látið lífið og milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Hér má sjá kort yfir stöðu mála í Sýrlandi sem uppfært er reglulega. Mið-Austurlönd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Leiðtogi al-Qaeda í Sýrlandi reyndi nýverið að sameina vígahópa íslamista í Sýrlandi í eina stóra heild. Abu Mohamad al-Golani vildi mynda stóra fylkingu til móts við Íslamska ríkið og stjórnarher Sýrlands og auka líkurnar á stuðningi frá utanaðkomandi aðilum. Hann sagði leiðtogum annarra hópa að til greina kæmi að breyta nafni hópsins úr Nusra front, en þeir yrðu hliðhollir al-Qaeda og leiðtoga þeirra Ayman al-Zawahri. Zawahri tók við stjórnartaumunum þegar Bandaríkjamenn felldu Osama Bin Laden árið 2011. Þetta kemur fram í frétt Reuters, en viðræðurnar mistókust og meðlimir Nusra Front kenna hóp sem ber heitið Ahrar al-Sham, um að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Þær eru sagðar hafa átt sér stað fyrir um tíu dögum. Nokkrum dögum seinna kom til bardaga á milli Nusra front og Ahrar al-Sham og féllu vígamenn beggja vegna. Aðrir uppreisnarhópar miðluðu þó málum þeirra á milli og var vopnahlé samþykkt. Heimildir Reuters segja þó einungis tímaspursmál hvenær í brýna slær á milli þeirra aftur. Síðast þegar margir uppreisnarhópar mynduðu eina heild, þó tímabundið, unnu þeir einn af sínum stærstu sigrum og hertóku borgina Idlib. Meðlimir Nusra front saka al-Sham um að vera peð fyrir yfirvöld Tyrklands en al-Sham-liðar vilja að Nusra-menn slíti tengslin á milli sín og al-Qaeda. Stríð hefur nú geisað í Sýrlandi í tæp fimm ár og um 250 þúsund manns hafa látið lífið og milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Hér má sjá kort yfir stöðu mála í Sýrlandi sem uppfært er reglulega.
Mið-Austurlönd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira