Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Atli ísleifsson skrifar 28. janúar 2016 13:14 Ferðamaður slasaðist alvarlega við köfun í Silfru. vísir/pjetur Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru síðastliðinn þriðjudag er látin. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að hún hafi verið 26 ára, búsett í Bandaríkjunum. „Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins með aðstoð Tæknideildar lögreglunnar og Sérsveit ríkislögreglustjóra. „Ekki verður hægt að segja með vissu hvað olli slysinu fyrr en niðurstöður tæknirannsóknar og annarra þátta liggja endanlega fyrir,“ segir í færslu lögreglu. Bannað er að kafa í Silfru á meira en átján metra dýpi. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði í samtali við Fréttablaðið í morgun að konan hafi ekki farið á mikið dýpi. „Hún virðist hafa lent í einhverju sogi eða niðurstreymi, hefur mögulega farið inn í sprungu og verið svolítið falin. Á botninum lágu hylki og eitthvað fleira.“Við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Konan var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og með leiðsögumann með sér. Leiðsögumaðurinn og annar úr hópi kafara náðu konunni upp af botninum. „Við rannsökum hvers vegna hún sökk, hvað gerðist, hvort farið var eftir reglum og hvort búnaðurinn hafi verið í lagi. Tæknideild lögreglunnar fer yfir búnaðinn,“ segir Þorgrímur Óli og vill ekki gefa upp um hvaða ferðaþjónustufyrirtæki var að ræða.Ekki fyrsta slysið Þetta er ekki í fyrsta skipti sem köfunarslys verður í Silfru, þetta er í raun þriðja alvarlega slysið á síðustu sex árum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir hátt á þriðja tug þúsunda ferðamanna kafa í Silfru á ári og segir mikilvægt að nú setjist allir aðilar, sem hafi aðkomu að þessum málum, niður og ræði það hvort herða þurfi reglur vegna köfunar í gjánni. „Það þarf að fara vandlega yfir þetta, hvort það þurfi frekari fjöldatakmarkanir eða strangari reglur. Við þurfum hreinlega að endurmeta stöðuna og skoða það hvort þetta er stöðugt sama hættan sem veldur slysum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið í morgun.Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru er látin. Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru síð...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 28 January 2016 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan enn mjög þungt haldin Lögreglan á Suðurlandi er með málið til rannsóknar og ræðir nú við vitni. 27. janúar 2016 11:14 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru síðastliðinn þriðjudag er látin. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að hún hafi verið 26 ára, búsett í Bandaríkjunum. „Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins með aðstoð Tæknideildar lögreglunnar og Sérsveit ríkislögreglustjóra. „Ekki verður hægt að segja með vissu hvað olli slysinu fyrr en niðurstöður tæknirannsóknar og annarra þátta liggja endanlega fyrir,“ segir í færslu lögreglu. Bannað er að kafa í Silfru á meira en átján metra dýpi. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði í samtali við Fréttablaðið í morgun að konan hafi ekki farið á mikið dýpi. „Hún virðist hafa lent í einhverju sogi eða niðurstreymi, hefur mögulega farið inn í sprungu og verið svolítið falin. Á botninum lágu hylki og eitthvað fleira.“Við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Konan var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og með leiðsögumann með sér. Leiðsögumaðurinn og annar úr hópi kafara náðu konunni upp af botninum. „Við rannsökum hvers vegna hún sökk, hvað gerðist, hvort farið var eftir reglum og hvort búnaðurinn hafi verið í lagi. Tæknideild lögreglunnar fer yfir búnaðinn,“ segir Þorgrímur Óli og vill ekki gefa upp um hvaða ferðaþjónustufyrirtæki var að ræða.Ekki fyrsta slysið Þetta er ekki í fyrsta skipti sem köfunarslys verður í Silfru, þetta er í raun þriðja alvarlega slysið á síðustu sex árum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir hátt á þriðja tug þúsunda ferðamanna kafa í Silfru á ári og segir mikilvægt að nú setjist allir aðilar, sem hafi aðkomu að þessum málum, niður og ræði það hvort herða þurfi reglur vegna köfunar í gjánni. „Það þarf að fara vandlega yfir þetta, hvort það þurfi frekari fjöldatakmarkanir eða strangari reglur. Við þurfum hreinlega að endurmeta stöðuna og skoða það hvort þetta er stöðugt sama hættan sem veldur slysum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið í morgun.Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru er látin. Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru síð...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 28 January 2016
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan enn mjög þungt haldin Lögreglan á Suðurlandi er með málið til rannsóknar og ræðir nú við vitni. 27. janúar 2016 11:14 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08
Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00
Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00
Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan enn mjög þungt haldin Lögreglan á Suðurlandi er með málið til rannsóknar og ræðir nú við vitni. 27. janúar 2016 11:14