Ásakanir Bændasamtakanna smjörklípa til að fela búvörusamning Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2016 19:00 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir fullyrðingar Bændasamtakanna um að verslunin í landinu skili ekki lægra vöruverði til neytenda vera smjörklílpu. Bændasamtökin vilji dreifa umræðunni á sama tíma og verið sé að gera nýja búvörusamnnga sem muni tryggja bændum ríflega tvö hundruð milljaðra í stuðning á næsta áratug. Forystumenn Bændasamtakanna sögðu á fréttamannafundi í morgun að að verslunin í landinu hefði ekki skilað sterkara gengi, breytingum og vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti til neytenda. Bændasamtökin beina spjótum sínum sérstaklega að matvöruversluninni þar sem ríki fákeppni. „Við erum bara með þessu að taka þátt í þeirri umræðu sem svolítið hefur verið rekin af verslun um ýmsum hagsmunaaðilum um að það þurfi að breyta landbúnaðarkerfinu til að ná fram lækkun á verði á matvælum. Við erum bara að benda á ýmsa þætti sem hafa verið teknir saman af Samkeppniseftirliti, verðlagseftirliti ASÍ og fleirum og benda á að menn þurfi líka að horfa í eigin rann þegar þeir eru að ræða þessi mál,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir allar þessar fullyrðingar Bændasamtakanna hafa verið hraktar. „Ég held að þessi framsetning bændasamtakanna á þessum tímapunkti sé ekki tilviljun. Ég held hún sé dæmigerð smjörklípa. Það standa jú yfir viðræður við stjórnvöld um gerð nýs búvörusamnngs. Sem eftir því sem okkur sýnist mun kosta skattgreiðendur í þessu landi með beinum og óbeinum framlögum á tí ára tímabili, á bilinu 220 til 240 milljarða,“ segir Andrés. Annars vegar með um árlegum 13 milljarða beingreiðslum til bænda og hins vegar með níu til tíu milljarða tollavernd. Hvorki fulltrúum neytenda né öðrum hagsmunaaðilum hafi verið hleypt að samningaviðræðum stjórnvalda og Bændasamtakanna um nýjan búvörusamning og þær farið mjög leynt. „Nú er þetta komið í umræðuna hvað er inni í þessum samningi. Ég held að þeir seú einfaldlega að drepa málinu á dreif með því að varpa þessu fram akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Andrés. Bændasamtökin segja að stuðla verði að aukinni samkeppni í verslun til að tryggja hagsmuni neytenda og bænda. „Við viljum samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins og tölum fyrir því. En samkeppni verður líka að ná til framleiðslu á landbúnaðarvörum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Búvörusamningar Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir fullyrðingar Bændasamtakanna um að verslunin í landinu skili ekki lægra vöruverði til neytenda vera smjörklílpu. Bændasamtökin vilji dreifa umræðunni á sama tíma og verið sé að gera nýja búvörusamnnga sem muni tryggja bændum ríflega tvö hundruð milljaðra í stuðning á næsta áratug. Forystumenn Bændasamtakanna sögðu á fréttamannafundi í morgun að að verslunin í landinu hefði ekki skilað sterkara gengi, breytingum og vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti til neytenda. Bændasamtökin beina spjótum sínum sérstaklega að matvöruversluninni þar sem ríki fákeppni. „Við erum bara með þessu að taka þátt í þeirri umræðu sem svolítið hefur verið rekin af verslun um ýmsum hagsmunaaðilum um að það þurfi að breyta landbúnaðarkerfinu til að ná fram lækkun á verði á matvælum. Við erum bara að benda á ýmsa þætti sem hafa verið teknir saman af Samkeppniseftirliti, verðlagseftirliti ASÍ og fleirum og benda á að menn þurfi líka að horfa í eigin rann þegar þeir eru að ræða þessi mál,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir allar þessar fullyrðingar Bændasamtakanna hafa verið hraktar. „Ég held að þessi framsetning bændasamtakanna á þessum tímapunkti sé ekki tilviljun. Ég held hún sé dæmigerð smjörklípa. Það standa jú yfir viðræður við stjórnvöld um gerð nýs búvörusamnngs. Sem eftir því sem okkur sýnist mun kosta skattgreiðendur í þessu landi með beinum og óbeinum framlögum á tí ára tímabili, á bilinu 220 til 240 milljarða,“ segir Andrés. Annars vegar með um árlegum 13 milljarða beingreiðslum til bænda og hins vegar með níu til tíu milljarða tollavernd. Hvorki fulltrúum neytenda né öðrum hagsmunaaðilum hafi verið hleypt að samningaviðræðum stjórnvalda og Bændasamtakanna um nýjan búvörusamning og þær farið mjög leynt. „Nú er þetta komið í umræðuna hvað er inni í þessum samningi. Ég held að þeir seú einfaldlega að drepa málinu á dreif með því að varpa þessu fram akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Andrés. Bændasamtökin segja að stuðla verði að aukinni samkeppni í verslun til að tryggja hagsmuni neytenda og bænda. „Við viljum samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins og tölum fyrir því. En samkeppni verður líka að ná til framleiðslu á landbúnaðarvörum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Búvörusamningar Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira