Erlent

Netverjar safna milljón dala til stuðnings Bernie Sanders

Bjarki Ármannsson skrifar
Sanders er 73 ára öldungadeildarþingmaður frá Vermont-ríki.
Sanders er 73 ára öldungadeildarþingmaður frá Vermont-ríki. Vísir/AFP
Netverjar hafa safnað rúmlega einni milljón Bandaríkjadala, rúmlega 130 milljónum íslenskra króna, til styrktar forsetaframboði Demókrataþingmannsins Bernie Sanders. Söfnunin hefur staðið yfir í meira en hálft ár en helmingur upphæðarinnar safnaðist síðastliðinn mánuð.

Stuðningsmenn Sanders hafa komið sér saman á síðum á borð við Reddit, Facebook, Twitter og fleirum um að styrkja framboðið á vefsíðunni Bernie for president. Þar er tekið við öllum fjárframlögum og renna þau óskert til herferðar Sanders.

Sanders er 73 ára öldungadeildarþingmaður frá Vermont-ríki. Hann etur kappi við Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um tilnefningu Demókrataflokksins og hefur fyrst og fremst vakið athygli fyrir að berjast fyrir launajafnrétti í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Sakar Sanders um linkind í byssumálinu

Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×