Skussar ársins – eða ótíndir skúrkar? skjóðan skrifar 27. janúar 2016 07:00 vísir/pjetur Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun án þess að láta markaðinn vita að þau væru til sölu. Kaupendurnir voru handvaldir úr hópi annarra eigenda og stjórnenda Borgunar. Verðið var óeðlilega lágt, eins og arðgreiðsla til eigenda örfáum vikum eftir söluna leiddi í ljós. Nú er komið á daginn að nýir eigendur Borgunar hagnast um marga milljarða vegna hagnaðarhlutdeildar Borgunar í sölu Visa í Evrópu til Visa í Ameríku. Stjórnendur Landsbankans, ríkisbankans, voru að ráðstafa eignum skattgreiðenda þegar þeir afhentu hlut bankans í Borgun fyrir táknrænt gjald, sem endurspeglaði hvergi nærri sannvirði hlutarins. Visa í Evrópu hafði í tíu ár haft sölurétt gagnvart Visa í Bandaríkjunum og viðræður um fullnustu hans hafa staðið í þrjú ár. Það er því ekki hægt að halda því fram að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa í Evrópu, sem nú færir nýjum eigendum Borgunar marga milljarða. Visa í Bandaríkjunum hefur ítrekað gefið út tilkynningar um áhrif kaupskyldunnar gagnvart Visa í Evrópu á afkomu fyrirtækisins. Þetta eru og hafa verið opinberar upplýsingar. Stjórnendur Landsbankans vissu af yfirvofandi sölu á Visa í Evrópu og settu sérstök ákvæði inn í sölu á hlut Landsbankans í Valitor til Arion banka, sem tryggðu Landsbankanum hagnað af væntanlegum viðskiptum milli Visa í Evrópu og Bandaríkjunum. Fullyrðingar um að hlutdeild Borgunar í hagnaði af þeim viðskiptum hafi fyrst og fremst orðið til á þeim mánuðum sem liðnir eru frá sölu hlutabréfa bankans eru fráleitar og til merkis um annaðhvort örvæntingu stjórnenda Landsbankans eða ósvífni, nema hvort tveggja sé. Nokkrir stjórnendur gömlu bankanna sitja í fangelsi. Þeir hafa m.a. verið dæmdir fyrir umboðssvik, þ.e. þeir eru taldir hafa farið út fyrir umboð sitt og ráðstafað eignum bankanna á þann veg að hluthafar urðu fyrir tjóni. Ekki verður annað séð en að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi beinlínis skaðað eigendur bankans, íslenska skattgreiðendur, með sölunni á hlutunum í Borgun án útboðs. Með hliðsjón af sölunni í Valitor til Arion banka blasir við að vart er um vanrækslu að ræða heldur beinan ásetning. Samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar hlýtur formaður bankaráðs Landsbankans að bera beina refsiábyrgð í málinu ásamt bankastjóranum og framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, jafnvel þótt hann hafi mögulega ekki átt beina aðkomu að málinu. Hugsanlega gerðu kaupendur Borgunar viðskipti ársins á sama tíma og Landsbankamenn fá skammarverðlaun sem verstu viðskiptamenn ársins en spyrja má hvort einhver munur sé á umboðssvikum bankamanna fyrir hrun og umboðssvikum bankamanna, sem í dag gauka verðmætum eignum til sérvalinna vina sinna án útboðs og á vildarkjörum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun án þess að láta markaðinn vita að þau væru til sölu. Kaupendurnir voru handvaldir úr hópi annarra eigenda og stjórnenda Borgunar. Verðið var óeðlilega lágt, eins og arðgreiðsla til eigenda örfáum vikum eftir söluna leiddi í ljós. Nú er komið á daginn að nýir eigendur Borgunar hagnast um marga milljarða vegna hagnaðarhlutdeildar Borgunar í sölu Visa í Evrópu til Visa í Ameríku. Stjórnendur Landsbankans, ríkisbankans, voru að ráðstafa eignum skattgreiðenda þegar þeir afhentu hlut bankans í Borgun fyrir táknrænt gjald, sem endurspeglaði hvergi nærri sannvirði hlutarins. Visa í Evrópu hafði í tíu ár haft sölurétt gagnvart Visa í Bandaríkjunum og viðræður um fullnustu hans hafa staðið í þrjú ár. Það er því ekki hægt að halda því fram að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa í Evrópu, sem nú færir nýjum eigendum Borgunar marga milljarða. Visa í Bandaríkjunum hefur ítrekað gefið út tilkynningar um áhrif kaupskyldunnar gagnvart Visa í Evrópu á afkomu fyrirtækisins. Þetta eru og hafa verið opinberar upplýsingar. Stjórnendur Landsbankans vissu af yfirvofandi sölu á Visa í Evrópu og settu sérstök ákvæði inn í sölu á hlut Landsbankans í Valitor til Arion banka, sem tryggðu Landsbankanum hagnað af væntanlegum viðskiptum milli Visa í Evrópu og Bandaríkjunum. Fullyrðingar um að hlutdeild Borgunar í hagnaði af þeim viðskiptum hafi fyrst og fremst orðið til á þeim mánuðum sem liðnir eru frá sölu hlutabréfa bankans eru fráleitar og til merkis um annaðhvort örvæntingu stjórnenda Landsbankans eða ósvífni, nema hvort tveggja sé. Nokkrir stjórnendur gömlu bankanna sitja í fangelsi. Þeir hafa m.a. verið dæmdir fyrir umboðssvik, þ.e. þeir eru taldir hafa farið út fyrir umboð sitt og ráðstafað eignum bankanna á þann veg að hluthafar urðu fyrir tjóni. Ekki verður annað séð en að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi beinlínis skaðað eigendur bankans, íslenska skattgreiðendur, með sölunni á hlutunum í Borgun án útboðs. Með hliðsjón af sölunni í Valitor til Arion banka blasir við að vart er um vanrækslu að ræða heldur beinan ásetning. Samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar hlýtur formaður bankaráðs Landsbankans að bera beina refsiábyrgð í málinu ásamt bankastjóranum og framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, jafnvel þótt hann hafi mögulega ekki átt beina aðkomu að málinu. Hugsanlega gerðu kaupendur Borgunar viðskipti ársins á sama tíma og Landsbankamenn fá skammarverðlaun sem verstu viðskiptamenn ársins en spyrja má hvort einhver munur sé á umboðssvikum bankamanna fyrir hrun og umboðssvikum bankamanna, sem í dag gauka verðmætum eignum til sérvalinna vina sinna án útboðs og á vildarkjörum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira