Takmarkað svigrúm til að gera breytingar á húsnæðisfrumvörpunum Una Sighvatsdóttir skrifar 24. janúar 2016 12:32 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir mikilvægt að húsnæðisfrumvörp hennar verði afgreidd af þinginu í febrúar. Andstaða hefur verið í Sjálfstæðisflokknum útfærslu ráðherrans. Hún var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi nú í morgun. Fjögur frumvörp hennar sem snúa að húsnæðismálum eru nú til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis. Frumvörpin eru hluti af framlagi ríkisstjórnarinnar til kjarasamninga því samkomulag náðist við aðila vinnumarkaðarins í vor um að stjórnvöld færu í aðgerðir í húsnæðismálum, þar á meðal uppbyggingu á nýju félagslegu kerfið með meiri stuðningi við leigjendur og fjölgun félagslegra íbúða. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar verið gagnrýninn á útfærslu ráðherra á þessum loforðum og sett fyrirvara um að frumvörpin verði samþykkt. Eygló benti hins vegar á að frumvörpin hafi verið samþykkt í báðum stjórnarflokkum og ríkisstjórnin ætli sér að standa við gefin loforð. „Ég held að í ljósi þess að þetta er hluti af kjaraviðræðunum að þá er held ég mikilvægt að horfa til þess að það er takmarkað svigrúm þess vegna til að gera breytingar. Hins vegar er þetta í höndum þingsins og ég veit það að þingmenn munu vanda sig við þessa vinnu,“ sagði hún. Eygló sagði ekki mikinn tíma til stefnu, að mati aðila vinnumarkaðarins „Þeir hafa talað um að svona um mánaðamótin og þegar komið er inn í febrúar þá sé mikilvægt að það liggi fyrir niðurstaða varðandi vinnuna,“ sagði hún.Og þú gerir þér von um að það náist í febrúar? „Ég held að það sé mjög mikilvægt, sérstaklega þar sem þessir peningar sitja á reikningunum okkar og við viljum mjög gjarnan fara að koma þeim í vinnu sem snýr að því að tryggja fólki húsnæði,“ sagði ráðherrann. Þá sagðist Eygló hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám verðtryggingar. „Ég er mjög fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars um verðtrygginguna,“ sagði hún. „Ég held að það myndi styrkja mjög málið. Við höfum verið að vinna að afnámi verðtryggingar af fasteignalánum en við höfum svo annarlega fundið fyrir því að það er andstaða gagnvart þeim breytingum og þeim hugmyndum sem við höfum verið með varðandi afnámið, þannig að það myndi svo sannarlega styrkja það.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir mikilvægt að húsnæðisfrumvörp hennar verði afgreidd af þinginu í febrúar. Andstaða hefur verið í Sjálfstæðisflokknum útfærslu ráðherrans. Hún var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi nú í morgun. Fjögur frumvörp hennar sem snúa að húsnæðismálum eru nú til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis. Frumvörpin eru hluti af framlagi ríkisstjórnarinnar til kjarasamninga því samkomulag náðist við aðila vinnumarkaðarins í vor um að stjórnvöld færu í aðgerðir í húsnæðismálum, þar á meðal uppbyggingu á nýju félagslegu kerfið með meiri stuðningi við leigjendur og fjölgun félagslegra íbúða. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar verið gagnrýninn á útfærslu ráðherra á þessum loforðum og sett fyrirvara um að frumvörpin verði samþykkt. Eygló benti hins vegar á að frumvörpin hafi verið samþykkt í báðum stjórnarflokkum og ríkisstjórnin ætli sér að standa við gefin loforð. „Ég held að í ljósi þess að þetta er hluti af kjaraviðræðunum að þá er held ég mikilvægt að horfa til þess að það er takmarkað svigrúm þess vegna til að gera breytingar. Hins vegar er þetta í höndum þingsins og ég veit það að þingmenn munu vanda sig við þessa vinnu,“ sagði hún. Eygló sagði ekki mikinn tíma til stefnu, að mati aðila vinnumarkaðarins „Þeir hafa talað um að svona um mánaðamótin og þegar komið er inn í febrúar þá sé mikilvægt að það liggi fyrir niðurstaða varðandi vinnuna,“ sagði hún.Og þú gerir þér von um að það náist í febrúar? „Ég held að það sé mjög mikilvægt, sérstaklega þar sem þessir peningar sitja á reikningunum okkar og við viljum mjög gjarnan fara að koma þeim í vinnu sem snýr að því að tryggja fólki húsnæði,“ sagði ráðherrann. Þá sagðist Eygló hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám verðtryggingar. „Ég er mjög fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars um verðtrygginguna,“ sagði hún. „Ég held að það myndi styrkja mjög málið. Við höfum verið að vinna að afnámi verðtryggingar af fasteignalánum en við höfum svo annarlega fundið fyrir því að það er andstaða gagnvart þeim breytingum og þeim hugmyndum sem við höfum verið með varðandi afnámið, þannig að það myndi svo sannarlega styrkja það.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira