Vísir frumsýnir myndbandið við Eurovision-lagið Hugur minn er Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2016 11:15 Þórunn Erna Clausen hefur gefið út myndband við Eurovison-lag sitt Hugur minn er sem er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar. Samsett - Vísir/Bernhard Nú styttist óðum í að framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision verði valið. Búið er að velja þau tólf lög sem munu etja kappi í forkeppninni. Eitt af þeim er lagið Hugur minn er eftir Þórunni Ernu Clausen í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar. Búið er að gefa út myndbönd við lagið, bæði á ensku og íslensku en myndböndin bæði má sjá hér fyrir neðan. Höfundur lags og texta, Þórunn Erna, segir að laglína lagsins hafi komið til hennar þegar hún var að keyra. „Ég fæ oft til mín laglínur sem láta mig ekki í friði,“ segir Þórunn Erna. „Í þessu tilviki var ég að keyra og greip símann við stýrið, sem er auðvitað alveg bannað, og tók upp viðlagslínuna.“ Nokkrum dögum síðar settist hún við píanóið og úr varð lagið Hugur minn er. Þórunn Erna mundi síðar eftir texta sem hún hafi áður samið sem smellpassaði við lagið. Lagið er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar en Þórunn Erna segir að hún hafi leitað að reynslumiklum söngvurum til að taka lagið að sér enda hafi reynsla hennar af Eurovision kennt henni að mikilvægt er að söngvararnir sem taki þátt ráði við álagið og þekki það hvernig er að syngja í sjónvarpi. „Erna Hrönn er svo ótrúlega tónviss og með þennan fallega og skemmtilega pínu ráma tón,“ segir Þórunn Erna. „Hjörtur er auðvitað nýkrýndur sigurvegari the Voice Ísland og er með frábæra rokkrödd og tilfinningu sem hentar fullkomlega fyrir þetta lag.“Myndbandið við lagið Hugur minn erÞórunn Erna er einnig tilbúinn með enskan texta fyrir lagið en hún segir að það verði flutt á ensku verði það sent út í aðalkeppnina. „Textar eru fyrir mér og mörgum alveg helmingur af mikilvægi laga og hvort maður tengi við þau eða ekki, þannig að enska útgáfan er tilbúin líka,“ segir Þórunn Erna en heyra má enska útgáfu lagsins hér fyrir neðan. Eurovision Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Sænska Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins og flytur sigurlag sitt úr Eurovision á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í febrúar. 18. janúar 2016 07:00 Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. 22. janúar 2016 16:59 Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Nú styttist óðum í að framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision verði valið. Búið er að velja þau tólf lög sem munu etja kappi í forkeppninni. Eitt af þeim er lagið Hugur minn er eftir Þórunni Ernu Clausen í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar. Búið er að gefa út myndbönd við lagið, bæði á ensku og íslensku en myndböndin bæði má sjá hér fyrir neðan. Höfundur lags og texta, Þórunn Erna, segir að laglína lagsins hafi komið til hennar þegar hún var að keyra. „Ég fæ oft til mín laglínur sem láta mig ekki í friði,“ segir Þórunn Erna. „Í þessu tilviki var ég að keyra og greip símann við stýrið, sem er auðvitað alveg bannað, og tók upp viðlagslínuna.“ Nokkrum dögum síðar settist hún við píanóið og úr varð lagið Hugur minn er. Þórunn Erna mundi síðar eftir texta sem hún hafi áður samið sem smellpassaði við lagið. Lagið er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar en Þórunn Erna segir að hún hafi leitað að reynslumiklum söngvurum til að taka lagið að sér enda hafi reynsla hennar af Eurovision kennt henni að mikilvægt er að söngvararnir sem taki þátt ráði við álagið og þekki það hvernig er að syngja í sjónvarpi. „Erna Hrönn er svo ótrúlega tónviss og með þennan fallega og skemmtilega pínu ráma tón,“ segir Þórunn Erna. „Hjörtur er auðvitað nýkrýndur sigurvegari the Voice Ísland og er með frábæra rokkrödd og tilfinningu sem hentar fullkomlega fyrir þetta lag.“Myndbandið við lagið Hugur minn erÞórunn Erna er einnig tilbúinn með enskan texta fyrir lagið en hún segir að það verði flutt á ensku verði það sent út í aðalkeppnina. „Textar eru fyrir mér og mörgum alveg helmingur af mikilvægi laga og hvort maður tengi við þau eða ekki, þannig að enska útgáfan er tilbúin líka,“ segir Þórunn Erna en heyra má enska útgáfu lagsins hér fyrir neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Sænska Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins og flytur sigurlag sitt úr Eurovision á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í febrúar. 18. janúar 2016 07:00 Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. 22. janúar 2016 16:59 Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33
Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19
Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Sænska Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins og flytur sigurlag sitt úr Eurovision á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í febrúar. 18. janúar 2016 07:00
Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. 22. janúar 2016 16:59
Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00