Steve Kerr mættur | Þjálfar Golden State liðið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 19:30 Steve Kerr og Stephen Curry. Vísir/Getty Steve Kerr mun stýra NBA-meisturum Golden State Warriors í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið tekur á móti Indiana Pacers í Oracle Arena í Oakland. Steve Kerr missti af 43 fyrstu leikjum Golden State liðsins eftir að hafa þurft að jafna sig eftir bakaðgerð sem hann gekkst undir í sumar. Luke Walton, aðstoðarmaður Golden State, hefur stýrt liðinu í fjarveru Steve Kerr og liðið vann 39 af þessum 43 leikjum undir hans stjórn. Furðulegar reglur í NBA sjá til þess að allir sigrarnir eru skráðir á Kerr. Steve Kerr vann NBA-titilinn á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í NBA-deildinni og tekur við liðinu nú þegar það hefur sett stefnuna á það að bæta met Chicago Bulls frá 1995-96 þegar Michael Jordan og félagar unnu 72 leiki af 82. Golden State Warriors getur skrifað söguna strax í fyrsta leik Steve Kerr á tímabilinu því vinni liðið leikinn fagnar það sigri í 38. heimaleiknum í röð. Boston Celtics vann 38 heimaleiki í röð tímabilið 1985 til 1986 en tvö lið hafa unnið fleiri heimaleiki í röð, Orlando Magic 1995-96 (40) og Chicago Bulls 1995-96 (44). Golden State Warriors hefur farið illa með tvö topplið í Austurdeildinni á síðustu dögum eftir að hafa tapað óvænt fyrir Detroit Pistons fyrir viku sína. Golden State vann 132-98 sigur á Cleveland og 125-94 sigur á Chicago Bulls í síðustu tveimur leikjum sínum undir stjórn Luke Walton.Coach @SteveKerr to return from his leave of absence tonight against Indiana » https://t.co/FOJUPEsrKH— GoldenStateWarriors (@warriors) January 22, 2016 Excited to have you back on the sidelines tonight, Coach! pic.twitter.com/RkXptaMfQH— GoldenStateWarriors (@warriors) January 22, 2016 NBA Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Steve Kerr mun stýra NBA-meisturum Golden State Warriors í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið tekur á móti Indiana Pacers í Oracle Arena í Oakland. Steve Kerr missti af 43 fyrstu leikjum Golden State liðsins eftir að hafa þurft að jafna sig eftir bakaðgerð sem hann gekkst undir í sumar. Luke Walton, aðstoðarmaður Golden State, hefur stýrt liðinu í fjarveru Steve Kerr og liðið vann 39 af þessum 43 leikjum undir hans stjórn. Furðulegar reglur í NBA sjá til þess að allir sigrarnir eru skráðir á Kerr. Steve Kerr vann NBA-titilinn á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í NBA-deildinni og tekur við liðinu nú þegar það hefur sett stefnuna á það að bæta met Chicago Bulls frá 1995-96 þegar Michael Jordan og félagar unnu 72 leiki af 82. Golden State Warriors getur skrifað söguna strax í fyrsta leik Steve Kerr á tímabilinu því vinni liðið leikinn fagnar það sigri í 38. heimaleiknum í röð. Boston Celtics vann 38 heimaleiki í röð tímabilið 1985 til 1986 en tvö lið hafa unnið fleiri heimaleiki í röð, Orlando Magic 1995-96 (40) og Chicago Bulls 1995-96 (44). Golden State Warriors hefur farið illa með tvö topplið í Austurdeildinni á síðustu dögum eftir að hafa tapað óvænt fyrir Detroit Pistons fyrir viku sína. Golden State vann 132-98 sigur á Cleveland og 125-94 sigur á Chicago Bulls í síðustu tveimur leikjum sínum undir stjórn Luke Walton.Coach @SteveKerr to return from his leave of absence tonight against Indiana » https://t.co/FOJUPEsrKH— GoldenStateWarriors (@warriors) January 22, 2016 Excited to have you back on the sidelines tonight, Coach! pic.twitter.com/RkXptaMfQH— GoldenStateWarriors (@warriors) January 22, 2016
NBA Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira