Wyclef Jean næstum því búinn að koma Zaza Pachulia í byrjunarlið Vestursins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 17:30 Zaza Pachulia og Wyclef Jean. Vísir/Getty Zaza Pachulia, miðherji Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, var ekki langt frá því að komast í byrjunarlið Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA sem fer fram í Toronto í næsta mánuði. Zaza Pachulia er á sínu fyrsta ári með Dallas Mavericks og einnig í fyrsta sinn á NBA-ferlinum fastamaður í byrjunarliði. Zaza Pachulia fékk alls 768,112 atkvæði og varð fjórði hæstur af framherjum og miðherjum Vesturdeildarinnar en aðeins þrír komust í liðið. Hann fékk fleiri atkvæði en Draymond Green hjá Golden State Warriors (726,616) sem hefur verið að margra mati einn af bestu leikmönnum deildarinnar á þessu tímabili. Pachulia endaði á því að vera fjórtán þúsund atkvæðum á eftir San Antonio manninum Kawhi Leonard. Zaza Pachulia er á sínum þrettánda tímabili í NBA-deildinni en hann er með 10,5 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik. Milwaukee Bucks skipti honum til Dallas Mavericks í sumar til að lækka launakostnað liðsins. Pachulia fékk mun fleiri atkvæði en margir af frægari leikmönnum NBA-deildarinnar eins og þeir Blake Griffin hjá Los Angeles Clipppers (651,850), Tim Duncan hjá San Antonio Spurs (431,087), Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans (400,688), DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings (364,270), LaMarcus Aldridge hjá San Antonio Spurs (268,003) og Dirk Nowitzki (173,317) sem er liðsfélagi hans hjá Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki grínaðist með það þegar fyrst fréttist af miklum atkvæðafjölda Zaza Pachulia að allir með internet-tengingu í heimalandi hans Georgíu væru að kjósa hann og það leikur enginn vafi á því að Georgíumenn voru duglegir að kjósa. Það var þó líklega tónlistamaðurinn Wyclef Jean sem var næstum því búinn að koma sínum manni inn í byrjunarliðið. Þeir eiga sameiginlegan vin frá Georgíu og Wyclef Jean setti inn lag á samfélagsmiðla þar sem hann hvatti fólk að kjósa Pachulia. Wyclef Jean er fyrrum Fugees-maður og á marga fylgjendur. Pachulia fékk því frábæra auglýsingu á síðum Fugees-rapparans. Zaza Pachulia lék í fyrsta sinn í NBA-deildinni árið 2003 en hann hafði aldrei komist hærra en í tíunda sæti með framherja síðan að reglunum um stöður inn í byrjunarliðin í Stjörnuleiknum var breytt. NBA Tengdar fréttir Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. 22. janúar 2016 08:40 Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Zaza Pachulia, miðherji Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, var ekki langt frá því að komast í byrjunarlið Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA sem fer fram í Toronto í næsta mánuði. Zaza Pachulia er á sínu fyrsta ári með Dallas Mavericks og einnig í fyrsta sinn á NBA-ferlinum fastamaður í byrjunarliði. Zaza Pachulia fékk alls 768,112 atkvæði og varð fjórði hæstur af framherjum og miðherjum Vesturdeildarinnar en aðeins þrír komust í liðið. Hann fékk fleiri atkvæði en Draymond Green hjá Golden State Warriors (726,616) sem hefur verið að margra mati einn af bestu leikmönnum deildarinnar á þessu tímabili. Pachulia endaði á því að vera fjórtán þúsund atkvæðum á eftir San Antonio manninum Kawhi Leonard. Zaza Pachulia er á sínum þrettánda tímabili í NBA-deildinni en hann er með 10,5 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik. Milwaukee Bucks skipti honum til Dallas Mavericks í sumar til að lækka launakostnað liðsins. Pachulia fékk mun fleiri atkvæði en margir af frægari leikmönnum NBA-deildarinnar eins og þeir Blake Griffin hjá Los Angeles Clipppers (651,850), Tim Duncan hjá San Antonio Spurs (431,087), Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans (400,688), DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings (364,270), LaMarcus Aldridge hjá San Antonio Spurs (268,003) og Dirk Nowitzki (173,317) sem er liðsfélagi hans hjá Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki grínaðist með það þegar fyrst fréttist af miklum atkvæðafjölda Zaza Pachulia að allir með internet-tengingu í heimalandi hans Georgíu væru að kjósa hann og það leikur enginn vafi á því að Georgíumenn voru duglegir að kjósa. Það var þó líklega tónlistamaðurinn Wyclef Jean sem var næstum því búinn að koma sínum manni inn í byrjunarliðið. Þeir eiga sameiginlegan vin frá Georgíu og Wyclef Jean setti inn lag á samfélagsmiðla þar sem hann hvatti fólk að kjósa Pachulia. Wyclef Jean er fyrrum Fugees-maður og á marga fylgjendur. Pachulia fékk því frábæra auglýsingu á síðum Fugees-rapparans. Zaza Pachulia lék í fyrsta sinn í NBA-deildinni árið 2003 en hann hafði aldrei komist hærra en í tíunda sæti með framherja síðan að reglunum um stöður inn í byrjunarliðin í Stjörnuleiknum var breytt.
NBA Tengdar fréttir Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. 22. janúar 2016 08:40 Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. 22. janúar 2016 08:40