Sjáðu stjórnarskrártillögurnar: Tekist á um þjóðaratkvæðagreiðslur og málskotsrétt forsetans Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. janúar 2016 13:42 Undirskriftunum þarf að safna á innan við fjórum vikum frá birtingu þeirra laga eða ályktana sem kjósa á um, samkvæmt tillögunum. Vísir Tillögur stjórnarskrárnefndar gera ráð fyrir því að fimmtán prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög og þingsályktanir fari í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gildir þó ekki um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.Stendur á þjóðaratkvæðinu Til að þjóðin geti fellt lög og þingsályktanir í atkvæðagreiðslu þarf þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna að hafna þeim. Það þýðir að ef kjörsókn er dræm er ekki sjálfgefið að lögum sé hafnað þó að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði vilji það. Undirskriftunum þarf að safna á innan við fjórum vikum frá birtingu þeirra laga eða ályktana sem kjósa á um. Atkvæðagreiðslan sjálf á síðan að fara fram innan þriggja mánaða frá því að undirskriftirnar liggja fyrir. Það geta því mest liðið fjórir mánuðir frá því að lög eru samþykkt og þar til atkvæðagreiðslan um þau hefur farið fram. Tilgreina á nánari útfærslu á hvernig standa eigi að slíkri undirskriftasöfnun með lögum.Flest klappað og klárt Enn er tekist á um hvort að þetta nýja ákvæði eigi að gilda um þingsályktanir sem hafa réttaráhrif og varða náttúru Íslands og umhverfi. Á síðasta fundi nefndarinnar vildu fulltrúar Framsóknarflokks fella út ákvæði um málskotsrétt forsetans yrði þetta samþykkt, samkvæmt heimildum Vísis. Var það eins og sprengja inn á fundinn en fram að því var talið að vinna nefndarinnar væri á lokametrunum. Í raun er búið að klára umfjöllun og afgreiðslu hinna greinanna í tillögunum. Þær snúast um takmarkað framsal ríkisins á valdheimildum ríkisins. Til að það sé heimilt verður samningurinn um framsalið að vera í þágu friðar eða efnahagsframfara, séu byggður á gagnvkæmum skyldum aðila og að stofnanir virði lýðræðislegar grundvallarreglur.Auðlinda- og náttúruverandarákvæði Tvær nýjar greinar eru að finna í tillögunum er snúa að náttúru landsins. Fyrri greinin gfelur í sér að ábyrgð á náttúruvernd hvíli sameiginlega á öllum en tryggir einnig almenningi rétt til að fara um landið. Í seinni greininni er kveðið á um að auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni. Samkvæmt tillögunni eru náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti séu þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og þau gæði megi ekki selja eða veðsetja. Þar kemur einnig fram að heimildir til nýtingar þessara auðlinda leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir þeim. Hér geturðu séð nýjustu tillögur stjórnarskrárnefndarinnar í heild sinni: Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka Birgitta Jónsdóttir segir Sigmund Davíð standa í vegi fyrir því að stjórnarskrárnefnd geti skilað af sér. 19. janúar 2016 18:03 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Tillögur stjórnarskrárnefndar gera ráð fyrir því að fimmtán prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög og þingsályktanir fari í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gildir þó ekki um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.Stendur á þjóðaratkvæðinu Til að þjóðin geti fellt lög og þingsályktanir í atkvæðagreiðslu þarf þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna að hafna þeim. Það þýðir að ef kjörsókn er dræm er ekki sjálfgefið að lögum sé hafnað þó að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði vilji það. Undirskriftunum þarf að safna á innan við fjórum vikum frá birtingu þeirra laga eða ályktana sem kjósa á um. Atkvæðagreiðslan sjálf á síðan að fara fram innan þriggja mánaða frá því að undirskriftirnar liggja fyrir. Það geta því mest liðið fjórir mánuðir frá því að lög eru samþykkt og þar til atkvæðagreiðslan um þau hefur farið fram. Tilgreina á nánari útfærslu á hvernig standa eigi að slíkri undirskriftasöfnun með lögum.Flest klappað og klárt Enn er tekist á um hvort að þetta nýja ákvæði eigi að gilda um þingsályktanir sem hafa réttaráhrif og varða náttúru Íslands og umhverfi. Á síðasta fundi nefndarinnar vildu fulltrúar Framsóknarflokks fella út ákvæði um málskotsrétt forsetans yrði þetta samþykkt, samkvæmt heimildum Vísis. Var það eins og sprengja inn á fundinn en fram að því var talið að vinna nefndarinnar væri á lokametrunum. Í raun er búið að klára umfjöllun og afgreiðslu hinna greinanna í tillögunum. Þær snúast um takmarkað framsal ríkisins á valdheimildum ríkisins. Til að það sé heimilt verður samningurinn um framsalið að vera í þágu friðar eða efnahagsframfara, séu byggður á gagnvkæmum skyldum aðila og að stofnanir virði lýðræðislegar grundvallarreglur.Auðlinda- og náttúruverandarákvæði Tvær nýjar greinar eru að finna í tillögunum er snúa að náttúru landsins. Fyrri greinin gfelur í sér að ábyrgð á náttúruvernd hvíli sameiginlega á öllum en tryggir einnig almenningi rétt til að fara um landið. Í seinni greininni er kveðið á um að auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni. Samkvæmt tillögunni eru náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti séu þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og þau gæði megi ekki selja eða veðsetja. Þar kemur einnig fram að heimildir til nýtingar þessara auðlinda leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir þeim. Hér geturðu séð nýjustu tillögur stjórnarskrárnefndarinnar í heild sinni:
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka Birgitta Jónsdóttir segir Sigmund Davíð standa í vegi fyrir því að stjórnarskrárnefnd geti skilað af sér. 19. janúar 2016 18:03 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10
Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45
Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30
Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka Birgitta Jónsdóttir segir Sigmund Davíð standa í vegi fyrir því að stjórnarskrárnefnd geti skilað af sér. 19. janúar 2016 18:03