Sjáðu stjórnarskrártillögurnar: Tekist á um þjóðaratkvæðagreiðslur og málskotsrétt forsetans Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. janúar 2016 13:42 Undirskriftunum þarf að safna á innan við fjórum vikum frá birtingu þeirra laga eða ályktana sem kjósa á um, samkvæmt tillögunum. Vísir Tillögur stjórnarskrárnefndar gera ráð fyrir því að fimmtán prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög og þingsályktanir fari í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gildir þó ekki um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.Stendur á þjóðaratkvæðinu Til að þjóðin geti fellt lög og þingsályktanir í atkvæðagreiðslu þarf þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna að hafna þeim. Það þýðir að ef kjörsókn er dræm er ekki sjálfgefið að lögum sé hafnað þó að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði vilji það. Undirskriftunum þarf að safna á innan við fjórum vikum frá birtingu þeirra laga eða ályktana sem kjósa á um. Atkvæðagreiðslan sjálf á síðan að fara fram innan þriggja mánaða frá því að undirskriftirnar liggja fyrir. Það geta því mest liðið fjórir mánuðir frá því að lög eru samþykkt og þar til atkvæðagreiðslan um þau hefur farið fram. Tilgreina á nánari útfærslu á hvernig standa eigi að slíkri undirskriftasöfnun með lögum.Flest klappað og klárt Enn er tekist á um hvort að þetta nýja ákvæði eigi að gilda um þingsályktanir sem hafa réttaráhrif og varða náttúru Íslands og umhverfi. Á síðasta fundi nefndarinnar vildu fulltrúar Framsóknarflokks fella út ákvæði um málskotsrétt forsetans yrði þetta samþykkt, samkvæmt heimildum Vísis. Var það eins og sprengja inn á fundinn en fram að því var talið að vinna nefndarinnar væri á lokametrunum. Í raun er búið að klára umfjöllun og afgreiðslu hinna greinanna í tillögunum. Þær snúast um takmarkað framsal ríkisins á valdheimildum ríkisins. Til að það sé heimilt verður samningurinn um framsalið að vera í þágu friðar eða efnahagsframfara, séu byggður á gagnvkæmum skyldum aðila og að stofnanir virði lýðræðislegar grundvallarreglur.Auðlinda- og náttúruverandarákvæði Tvær nýjar greinar eru að finna í tillögunum er snúa að náttúru landsins. Fyrri greinin gfelur í sér að ábyrgð á náttúruvernd hvíli sameiginlega á öllum en tryggir einnig almenningi rétt til að fara um landið. Í seinni greininni er kveðið á um að auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni. Samkvæmt tillögunni eru náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti séu þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og þau gæði megi ekki selja eða veðsetja. Þar kemur einnig fram að heimildir til nýtingar þessara auðlinda leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir þeim. Hér geturðu séð nýjustu tillögur stjórnarskrárnefndarinnar í heild sinni: Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka Birgitta Jónsdóttir segir Sigmund Davíð standa í vegi fyrir því að stjórnarskrárnefnd geti skilað af sér. 19. janúar 2016 18:03 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Tillögur stjórnarskrárnefndar gera ráð fyrir því að fimmtán prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög og þingsályktanir fari í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gildir þó ekki um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.Stendur á þjóðaratkvæðinu Til að þjóðin geti fellt lög og þingsályktanir í atkvæðagreiðslu þarf þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna að hafna þeim. Það þýðir að ef kjörsókn er dræm er ekki sjálfgefið að lögum sé hafnað þó að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði vilji það. Undirskriftunum þarf að safna á innan við fjórum vikum frá birtingu þeirra laga eða ályktana sem kjósa á um. Atkvæðagreiðslan sjálf á síðan að fara fram innan þriggja mánaða frá því að undirskriftirnar liggja fyrir. Það geta því mest liðið fjórir mánuðir frá því að lög eru samþykkt og þar til atkvæðagreiðslan um þau hefur farið fram. Tilgreina á nánari útfærslu á hvernig standa eigi að slíkri undirskriftasöfnun með lögum.Flest klappað og klárt Enn er tekist á um hvort að þetta nýja ákvæði eigi að gilda um þingsályktanir sem hafa réttaráhrif og varða náttúru Íslands og umhverfi. Á síðasta fundi nefndarinnar vildu fulltrúar Framsóknarflokks fella út ákvæði um málskotsrétt forsetans yrði þetta samþykkt, samkvæmt heimildum Vísis. Var það eins og sprengja inn á fundinn en fram að því var talið að vinna nefndarinnar væri á lokametrunum. Í raun er búið að klára umfjöllun og afgreiðslu hinna greinanna í tillögunum. Þær snúast um takmarkað framsal ríkisins á valdheimildum ríkisins. Til að það sé heimilt verður samningurinn um framsalið að vera í þágu friðar eða efnahagsframfara, séu byggður á gagnvkæmum skyldum aðila og að stofnanir virði lýðræðislegar grundvallarreglur.Auðlinda- og náttúruverandarákvæði Tvær nýjar greinar eru að finna í tillögunum er snúa að náttúru landsins. Fyrri greinin gfelur í sér að ábyrgð á náttúruvernd hvíli sameiginlega á öllum en tryggir einnig almenningi rétt til að fara um landið. Í seinni greininni er kveðið á um að auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni. Samkvæmt tillögunni eru náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti séu þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og þau gæði megi ekki selja eða veðsetja. Þar kemur einnig fram að heimildir til nýtingar þessara auðlinda leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir þeim. Hér geturðu séð nýjustu tillögur stjórnarskrárnefndarinnar í heild sinni:
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka Birgitta Jónsdóttir segir Sigmund Davíð standa í vegi fyrir því að stjórnarskrárnefnd geti skilað af sér. 19. janúar 2016 18:03 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10
Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45
Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30
Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka Birgitta Jónsdóttir segir Sigmund Davíð standa í vegi fyrir því að stjórnarskrárnefnd geti skilað af sér. 19. janúar 2016 18:03