Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 13:28 Formaður Samfylkingarinnar segir þingflokk hennar ekki standa að baki frumvarpi þingflokksformannsins og fyrrverandi frambjóðanda í formannsembætti um afnám verðtryggingarinnar. Þingmennirnir leggi frumvarpið fram í eigin nafni og verði sjálfir að skýra ástæður sínar fyrir því en frumvarpið samræmist ekki stefnu Samfylkingarinnar. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður sem bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli Árnasyni formanni flokksins á síðasta landsfundi, lögðu fram frumvarp á Alþingi í gær um afnám verðtryggingarinnar. Árni Páll brást strax við og lýsti andstöðu sinni við frumvarpið.Er það ekki svolítið neyðarleg staða fyrir formann þegar þingflokksformaður og fyrrverandi kandidat í formannsembætti leggja svona frumvarp fram? „Nei, nei. Það er vítt til lofts og veggja í Samfylkingunni og rúmast þar ólíkar skoðanir. Þau eru þessarar skoðunar og vilja leggja þetta frumvarp fram og hafa til þess stjórnarskrárvarinn rétt sem þingmenn,“ segir Árni Páll. Hins vegar sé frumvarpið ekki í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar og hann telji það ekki rökrétta leið að banna fólki að taka verðtryggð lán. Stefna flokksins sé hins vegar skýr og hann tali fyrir henni.Og hún er nákvæmlega hver? „Hún er sú að við viljum auka vægi óverðtryggðra lána. Við viljum auka valfrelsi fólks í lánamálum,“ segir formaðurinn. Samfylkingin vilji losna við verðtrygginguna með upptöku alvöru gjaldmiðils sem væri gjaldgengur bæði innan og utan landsteinanna. „Höfuðvandamálið er krónan sem kallar á gallaðar varnarleiðir eins og verðtryggingin óneitanlega er. Hún er dýr, hún er óhagkvæm fyrir fólkið í landinu. En hún er nauðvörn í ljósi þess hversu krónan er veik. Vandamálið er krónan og við þurfum að losna við hana,“ segir Árni Páll. Frumvörp eru tekin fyrir í þingflokkum áður en þau eru lögð fram og segir Árni að framlagning frumvarpsins hafi verið rædd í þingflokknum. „Það var tekið og rætt þar og hefur verið rætt þar nokkrum sinnum,“ segir hann.Sumir hafa haldið því fram að þau séu að leggja fram frumvarpið í einhvers konar pólitískum klókindum til þess að stríða framsóknarmönnum sem hafa boðað frumvarp sem þetta? „Það er auðvitað full ástæða til að framsóknarmenn svari því hvað þeir meini raunverulega með því þegar þeir lofa þjóðinni afnámi verðtryggingar og banni við verðtryggingu. En koma ekki með nein þingmál um það. Það er bara þeirra að svara þvi. Svo held ég að flutningsmenn sjálfir eigi að fá að útskýra sitt frumvarp, tala fyrir því og útskýra hvað þeim gangi til með því,“ segir Árni Páll Árnason. Stjórnmálavísir Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir þingflokk hennar ekki standa að baki frumvarpi þingflokksformannsins og fyrrverandi frambjóðanda í formannsembætti um afnám verðtryggingarinnar. Þingmennirnir leggi frumvarpið fram í eigin nafni og verði sjálfir að skýra ástæður sínar fyrir því en frumvarpið samræmist ekki stefnu Samfylkingarinnar. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður sem bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli Árnasyni formanni flokksins á síðasta landsfundi, lögðu fram frumvarp á Alþingi í gær um afnám verðtryggingarinnar. Árni Páll brást strax við og lýsti andstöðu sinni við frumvarpið.Er það ekki svolítið neyðarleg staða fyrir formann þegar þingflokksformaður og fyrrverandi kandidat í formannsembætti leggja svona frumvarp fram? „Nei, nei. Það er vítt til lofts og veggja í Samfylkingunni og rúmast þar ólíkar skoðanir. Þau eru þessarar skoðunar og vilja leggja þetta frumvarp fram og hafa til þess stjórnarskrárvarinn rétt sem þingmenn,“ segir Árni Páll. Hins vegar sé frumvarpið ekki í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar og hann telji það ekki rökrétta leið að banna fólki að taka verðtryggð lán. Stefna flokksins sé hins vegar skýr og hann tali fyrir henni.Og hún er nákvæmlega hver? „Hún er sú að við viljum auka vægi óverðtryggðra lána. Við viljum auka valfrelsi fólks í lánamálum,“ segir formaðurinn. Samfylkingin vilji losna við verðtrygginguna með upptöku alvöru gjaldmiðils sem væri gjaldgengur bæði innan og utan landsteinanna. „Höfuðvandamálið er krónan sem kallar á gallaðar varnarleiðir eins og verðtryggingin óneitanlega er. Hún er dýr, hún er óhagkvæm fyrir fólkið í landinu. En hún er nauðvörn í ljósi þess hversu krónan er veik. Vandamálið er krónan og við þurfum að losna við hana,“ segir Árni Páll. Frumvörp eru tekin fyrir í þingflokkum áður en þau eru lögð fram og segir Árni að framlagning frumvarpsins hafi verið rædd í þingflokknum. „Það var tekið og rætt þar og hefur verið rætt þar nokkrum sinnum,“ segir hann.Sumir hafa haldið því fram að þau séu að leggja fram frumvarpið í einhvers konar pólitískum klókindum til þess að stríða framsóknarmönnum sem hafa boðað frumvarp sem þetta? „Það er auðvitað full ástæða til að framsóknarmenn svari því hvað þeir meini raunverulega með því þegar þeir lofa þjóðinni afnámi verðtryggingar og banni við verðtryggingu. En koma ekki með nein þingmál um það. Það er bara þeirra að svara þvi. Svo held ég að flutningsmenn sjálfir eigi að fá að útskýra sitt frumvarp, tala fyrir því og útskýra hvað þeim gangi til með því,“ segir Árni Páll Árnason.
Stjórnmálavísir Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira