Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 13:26 Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir engar breytingar verða á fjölda íbúða, verslana og skrifstofa á Hafnartorgi, ef gengið yrði til samninga við stjórnarráðið um leigu á skrifstofuhúsnæði á svæðinu. Nú sé beðið nánari útfærslu á hugmyndum forsætisráðherra á breyttu útliti bygginga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að hafnar væru viðræður við Landstólpa þróunarfélag um leigu á skrifstofuhúsnæði fyrir stjórnarráðið í væntanlegum byggingum við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. En forsætisráðherra hefur gagnrýnt fyrirhugað útlit bygginganna harðlega sem og byggingarmagnið. Sagði forsætisráðherra að útliti húsanna yrði breytt ef hluti stjórnarráðsins flytti þangað inn. „Við höfum náttúrlega orðið varir við gagnrýni á verkefnið okkar frá forsætisráðherra. Við teljum rétt að staldra aðeins við og fá hugmyndir hans fram. Þannig að það er bara eðlilegt að menn setjist yfir það hvort að hægt sé að vinna málin þannig að allir séu sáttir. Það er sjálfsagt að skoða alla möguleika í þessu,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags.Fjöldi íbúða og verslana verður hinn sami Engar útlitstillögur hefðu enn borist frá forsætisráðuneytinu og nú biðu menn eftir þeim. Framkvæmdum muni ekki seinka vegna þessa því fyrirtækið gefi stjórnarráðinu frest til 12. febrúar til að skila inn tillögum. Þær muni hins vegar engu breyta um fjölda íbúða og verslana í húsunum. „Þessi hluti sem þeir koma til með að taka var alltaf hugsaður sem skrifstofur. Verkefnið skiptist í raun í einn þriðji verslanir, einn þriðji íbúðir og einn þriðji skrifstofur. Þannig að þetta smellpassar eiginlega við okkar áætlanir,“ segir Gísli Steinar. Skrifstofuhlutinn sé á bilinu sex til sjö þúsund fermetrar. Landstólpar hafa unnið að þessu verkefni í um tvö ár og segir Gísli Steinar hönnunarstarf á lokametrunum og framkvæmdir framundan. „Það er náttúrlega ekki hægt að umturna verkefninu,“ segir hann.En þið eruð tilbúnir til að fá tillögur um útlit húsanna frá forsætisráðuneytinu og athuga hvort hægt sé að verða við þeim á öllum byggingareitnum? „Já, við hlustum bara á allar góðar tillögur og vonandi er hægt að leiða þetta þannig að allir geti verið sáttir við einhverja endanlega niðurstöðu,“ segir Gísli Steinar. Þær muni hins vegar rúmast innan gildandi deiliskipulags og því þurfi borgin eða skipulagsyfirvöld hennar ekki að koma að því.En það felur væntanlega einhvern kostnað í sér ef þarf að endurteikna húsin? „Já óneitanlega. En eins og ég segi, ég veit ekki hversu viðamiklar hugmyndir eru í gangi. Þannig að að það verður bara gaman að sjá þær,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Stjórnmálavísir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir engar breytingar verða á fjölda íbúða, verslana og skrifstofa á Hafnartorgi, ef gengið yrði til samninga við stjórnarráðið um leigu á skrifstofuhúsnæði á svæðinu. Nú sé beðið nánari útfærslu á hugmyndum forsætisráðherra á breyttu útliti bygginga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að hafnar væru viðræður við Landstólpa þróunarfélag um leigu á skrifstofuhúsnæði fyrir stjórnarráðið í væntanlegum byggingum við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. En forsætisráðherra hefur gagnrýnt fyrirhugað útlit bygginganna harðlega sem og byggingarmagnið. Sagði forsætisráðherra að útliti húsanna yrði breytt ef hluti stjórnarráðsins flytti þangað inn. „Við höfum náttúrlega orðið varir við gagnrýni á verkefnið okkar frá forsætisráðherra. Við teljum rétt að staldra aðeins við og fá hugmyndir hans fram. Þannig að það er bara eðlilegt að menn setjist yfir það hvort að hægt sé að vinna málin þannig að allir séu sáttir. Það er sjálfsagt að skoða alla möguleika í þessu,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags.Fjöldi íbúða og verslana verður hinn sami Engar útlitstillögur hefðu enn borist frá forsætisráðuneytinu og nú biðu menn eftir þeim. Framkvæmdum muni ekki seinka vegna þessa því fyrirtækið gefi stjórnarráðinu frest til 12. febrúar til að skila inn tillögum. Þær muni hins vegar engu breyta um fjölda íbúða og verslana í húsunum. „Þessi hluti sem þeir koma til með að taka var alltaf hugsaður sem skrifstofur. Verkefnið skiptist í raun í einn þriðji verslanir, einn þriðji íbúðir og einn þriðji skrifstofur. Þannig að þetta smellpassar eiginlega við okkar áætlanir,“ segir Gísli Steinar. Skrifstofuhlutinn sé á bilinu sex til sjö þúsund fermetrar. Landstólpar hafa unnið að þessu verkefni í um tvö ár og segir Gísli Steinar hönnunarstarf á lokametrunum og framkvæmdir framundan. „Það er náttúrlega ekki hægt að umturna verkefninu,“ segir hann.En þið eruð tilbúnir til að fá tillögur um útlit húsanna frá forsætisráðuneytinu og athuga hvort hægt sé að verða við þeim á öllum byggingareitnum? „Já, við hlustum bara á allar góðar tillögur og vonandi er hægt að leiða þetta þannig að allir geti verið sáttir við einhverja endanlega niðurstöðu,“ segir Gísli Steinar. Þær muni hins vegar rúmast innan gildandi deiliskipulags og því þurfi borgin eða skipulagsyfirvöld hennar ekki að koma að því.En það felur væntanlega einhvern kostnað í sér ef þarf að endurteikna húsin? „Já óneitanlega. En eins og ég segi, ég veit ekki hversu viðamiklar hugmyndir eru í gangi. Þannig að að það verður bara gaman að sjá þær,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Stjórnmálavísir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira