Auðvelt hjá þeim bestu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 10:45 Þessi skemmtilega samsetta mynd sýnir Federer í leiknum í morgun. Vísir/Getty Eftir nokkur óvænt tíðindi fyrstu tvo dagana á Opna ástralska meistaramótinu í tennis hafa úrslitin að mestu leyti verið eftir bókinni. Í karlaflokki er aðeins Rafael Nadal, sem féll úr leik á fyrsta degi, úr leik af sterkustu tíu keppendunum en þeir Roger Federer og Novak Djokovic lentu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. Federer vann Búlgarann Grigor Dimitrov í fjórum settum, 6-4, 3-6, 6-1 og 6-4. Þetta var hans 300. sigur á stórmóti en Federer á magnaðan feril að baki og hefur unnið ástralska mótið fjórum sinnum. Federer er því kominn áfram í 16-manna úrslitin og mætir þar David Goffin frá Belgíu. Djokovic, sem er efsti maður heimslistans, og ríkjandi meistari þurfti þó að hafa nokkuð fyrir sigrinum á Andreas Seppi, 6-1, 7-5 og 7-6. Seppi fékk tækifæri til að vinna Djokovic í bráðabana í þriðja setti en sá serbneski hélt ró sinni og náði að knýja fram sigur. Djokovic mætir Gilles Simon frá Frakklandi í 16-manna úrslitunum.Maria Sharapova.Vísir/GettySerena gegn Sharapova? Í kvennaflokki hafa fleiri óvænt úrslit litið dagsins ljós en í karlaflokki. Af þeim 32 keppendum sem var raðað inn í mótið eru nítján úr leik, þar af þrjár af tíu efstu. Serena Williams, ríkjandi meistari og efsta kona heimslistans, hefur þó ekki tapað setti allt mótið og vann Daria Kasatkina frá Rússlandi, 6-1 og 6-1. Hún mætir Margarita Gasparyan í 16-manna úrslitunum. Maria Sharapova tapaði setti gegn Lauren Davis en komst samt nokkuð þægilega áfram, 6-1, 6-7 og 6-0, og mætir hún svissneskum keppanda, Belinda Benic, í næstu umferð. Ef Williams og Sharapova vinna sínar viðureignir í næstu umferð er ljóst að þær munu mætast í fjórðungsúrslitum einliðaleiks kvenna. Sharpaova er í fimmta sæti heimslistans en Agnieszka Radwanska, sem er í fjórða sæti, er rétt eins og Williams komin áfram í 16-manna úrslitin án þess að tapa setti. Tennis Tengdar fréttir Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00 Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15 Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Eftir nokkur óvænt tíðindi fyrstu tvo dagana á Opna ástralska meistaramótinu í tennis hafa úrslitin að mestu leyti verið eftir bókinni. Í karlaflokki er aðeins Rafael Nadal, sem féll úr leik á fyrsta degi, úr leik af sterkustu tíu keppendunum en þeir Roger Federer og Novak Djokovic lentu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. Federer vann Búlgarann Grigor Dimitrov í fjórum settum, 6-4, 3-6, 6-1 og 6-4. Þetta var hans 300. sigur á stórmóti en Federer á magnaðan feril að baki og hefur unnið ástralska mótið fjórum sinnum. Federer er því kominn áfram í 16-manna úrslitin og mætir þar David Goffin frá Belgíu. Djokovic, sem er efsti maður heimslistans, og ríkjandi meistari þurfti þó að hafa nokkuð fyrir sigrinum á Andreas Seppi, 6-1, 7-5 og 7-6. Seppi fékk tækifæri til að vinna Djokovic í bráðabana í þriðja setti en sá serbneski hélt ró sinni og náði að knýja fram sigur. Djokovic mætir Gilles Simon frá Frakklandi í 16-manna úrslitunum.Maria Sharapova.Vísir/GettySerena gegn Sharapova? Í kvennaflokki hafa fleiri óvænt úrslit litið dagsins ljós en í karlaflokki. Af þeim 32 keppendum sem var raðað inn í mótið eru nítján úr leik, þar af þrjár af tíu efstu. Serena Williams, ríkjandi meistari og efsta kona heimslistans, hefur þó ekki tapað setti allt mótið og vann Daria Kasatkina frá Rússlandi, 6-1 og 6-1. Hún mætir Margarita Gasparyan í 16-manna úrslitunum. Maria Sharapova tapaði setti gegn Lauren Davis en komst samt nokkuð þægilega áfram, 6-1, 6-7 og 6-0, og mætir hún svissneskum keppanda, Belinda Benic, í næstu umferð. Ef Williams og Sharapova vinna sínar viðureignir í næstu umferð er ljóst að þær munu mætast í fjórðungsúrslitum einliðaleiks kvenna. Sharpaova er í fimmta sæti heimslistans en Agnieszka Radwanska, sem er í fjórða sæti, er rétt eins og Williams komin áfram í 16-manna úrslitin án þess að tapa setti.
Tennis Tengdar fréttir Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00 Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15 Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00
Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15
Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15