NBA: Tólf sigurleikir í röð hjá San Antonio Spurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 08:21 Kawhi Leonard var góður hjá San Antonio að vanda. Vísir/Getty San Antonio Spurs hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers enduðu aftur á móti sex leikja sigurgöngu Los Angeles Clippers.Kawhi Leonard skoraði 21 stig fyrir San Antonio Spurs í 117-89 útisigri á Phoenix Suns en Spurs-liðið vann sinn tólfta leik í röð þrátt fyrir að leika án þeirra Tony Parker og Tim Duncan. San Antonio liðið fék 66 stig frá bekknum í leiknum Hin 221 sentímetra hái Serbi Boban Marjanovic var með 17 stig og 13 fráköst og Jonathon Simmons skoraði 13 stig. San Antonio Spurs hefur aldrei byrjað tímabil betur en liðið er með 37 sigra í fyrstu 43 leikjum sínum.LeBron James var með 22 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 18 stigum og 16 fráköstum þegar Cleveland Cavaliers vann 115-102 sigur á Los Angeles Clippers. Clippers-liðið var búið að vinna sex leiki í röð og ellefu af síðustu tólf leikjum sínum. Leikmenn Cleveland hafa aftur á móti svarað skellinum á móti Golden State á mánudaginn með tveimur góðum sigrum. Kyrie Irving skoraði 21 stig fyrir Cleveland og J.R. Smith smellti niður sex þristum eða jafnmörgum og allt Clippers-liðið til samans.Anthony Davis skoraði 32 stig þegar New Orleans Pelicans vann Detroit Pistons 115-99 og fagnaði með því sínum fjórða sigri í síðustu fimm leikjum sínum. Tyreke Evans var með 22 stig og 10 stoðsendingar hjá Pelicans og Norris Cole kom inn í byrjunarliðið vegna meiðsla Eric Gordon og lagði til 12 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Andre Drummond skoraði 19 stig og tók 22 fráköst hjá Detroit.DeMarcus Cousins skoraði 24 stig og 15 fráköst og Rajon Rondo var með sína fimmtu þrennu á tímabilinu (11 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst) þegar Sacramento Kings vann Atlanta Hawks 91-88 en þetta var fjórði sigur Sacramento-liðsins í röð en sá fyrsti gegn Atlanta-liðið í fimmtán leijum eða síðan 2008.Marc Gasol skoraði 27 stig og lykilkörfu og víti að auki í lokin þegar Memphis Grizzlies vann Denver Nuggets 102-101. Mike Conley bætti við 20 stigum í fjórða sigurleik Memphis Grizzlies í röð.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Cleveland Cavaliers - Los Angeles Clippers 115-102 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 115-99 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 101-102 Sacramento Kings - Atlanta Hawks 91-88 Phoenix Suns - San Antonio Spurs 89-117Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
San Antonio Spurs hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers enduðu aftur á móti sex leikja sigurgöngu Los Angeles Clippers.Kawhi Leonard skoraði 21 stig fyrir San Antonio Spurs í 117-89 útisigri á Phoenix Suns en Spurs-liðið vann sinn tólfta leik í röð þrátt fyrir að leika án þeirra Tony Parker og Tim Duncan. San Antonio liðið fék 66 stig frá bekknum í leiknum Hin 221 sentímetra hái Serbi Boban Marjanovic var með 17 stig og 13 fráköst og Jonathon Simmons skoraði 13 stig. San Antonio Spurs hefur aldrei byrjað tímabil betur en liðið er með 37 sigra í fyrstu 43 leikjum sínum.LeBron James var með 22 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 18 stigum og 16 fráköstum þegar Cleveland Cavaliers vann 115-102 sigur á Los Angeles Clippers. Clippers-liðið var búið að vinna sex leiki í röð og ellefu af síðustu tólf leikjum sínum. Leikmenn Cleveland hafa aftur á móti svarað skellinum á móti Golden State á mánudaginn með tveimur góðum sigrum. Kyrie Irving skoraði 21 stig fyrir Cleveland og J.R. Smith smellti niður sex þristum eða jafnmörgum og allt Clippers-liðið til samans.Anthony Davis skoraði 32 stig þegar New Orleans Pelicans vann Detroit Pistons 115-99 og fagnaði með því sínum fjórða sigri í síðustu fimm leikjum sínum. Tyreke Evans var með 22 stig og 10 stoðsendingar hjá Pelicans og Norris Cole kom inn í byrjunarliðið vegna meiðsla Eric Gordon og lagði til 12 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Andre Drummond skoraði 19 stig og tók 22 fráköst hjá Detroit.DeMarcus Cousins skoraði 24 stig og 15 fráköst og Rajon Rondo var með sína fimmtu þrennu á tímabilinu (11 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst) þegar Sacramento Kings vann Atlanta Hawks 91-88 en þetta var fjórði sigur Sacramento-liðsins í röð en sá fyrsti gegn Atlanta-liðið í fimmtán leijum eða síðan 2008.Marc Gasol skoraði 27 stig og lykilkörfu og víti að auki í lokin þegar Memphis Grizzlies vann Denver Nuggets 102-101. Mike Conley bætti við 20 stigum í fjórða sigurleik Memphis Grizzlies í röð.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Cleveland Cavaliers - Los Angeles Clippers 115-102 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 115-99 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 101-102 Sacramento Kings - Atlanta Hawks 91-88 Phoenix Suns - San Antonio Spurs 89-117Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira