McGregor er ríkjandi meistari í fjaðurvigt eftir að hann rotaði Jose Aldo eftir aðeins nokkrar sekúndur í desember. Gunnar Nelson barðist þetta sama kvöld en tapaði þá fyrir Demian Maia.
Sjá einnig: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum
„Ég mun klára hann á fyrstu mínútunni,“ sagði McGregor á fundinum og sagði að Dos Anjos væri hægari útgáfa af Aldo. „Hann er rónaútgáfan af Aldo. Ég mun draga höfuð hans í gegnum stræti Rio de Janeiro. Það verður skrúðganga og þjóðarhátíð í Brasilíu.“

„Við erum að senda Rafael í fjögurra daga fjölmiðlaferð til Brasilíu og við verðum að bóka hótel fyrir hann. Það þarf að bóka fyrir hann hótel í hans eigin landi. Honum verður aldrei tekið sem þjóðhetju því hann flúði Brasilíu.“
Sjá einnig: Conor berst um léttvigtartitilinn í mars
McGregor skammaði svo forráðamenn UFC fyrir að setja andlit Dos Anjos á sömu auglýsingu og hann. Síðasti bardagi McGregor hafi þénað 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir UFC en Dos Anjos hafi barist í opinni dagskrá.

Sjá einnig: Keppir Conor McGregor í þyngdarflokki Gunnars í framtíðinni?
Dos Anjos gaf lítið fyrir ummæli McGregor og neitaði að taka í hönd hans eftir blaðamannafundinn. „Ég ber virðingu fyrir andstæðingum mínum og segi sannleikann. Þann 5. mars mun ég senda þennan mann dapran heim til sín og mun halda beltinu mínu.“