Enski boltinn

Spánn með fjögur stig í milliriðilinn eftir sigur á Svíum

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Varnarleikur Spánverja var sterkur í kvöld eins og svo oft áður.
Varnarleikur Spánverja var sterkur í kvöld eins og svo oft áður. vísir/epa
Spánn vann tveggja marka sigur á Svíþjóð, 24-22, í lokaleik C-riðils Evrópumótsins í handbolta sem fram fór í Wroclaw í kvöld.

Spænska liðið var tveimur mörkum yfir í í hálfleik eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik þar sem jafnt var á flestum tölum framan af.

Spánverjar tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti, 19-15, en eftir það var engin leið til baka fyrir Svíana.

Hornamaðurinn Valero Rivera, sem leysir Guðjón Val Sigurðsson af hjá Barcelona næsta vetur, var markahæstur á vellinum með níu mörk.

Johan Jakobsson og Viktor Östlund skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Svíþjóð og í markinu varði Mattias Andersson ellefu skot.

Þökk sé Degi Sigurðssyni og sigri Þýskalands á Slóveníu í kvöld tekur Spánn með sér fjögur stig inn í milliriðil tvö eftir sigra á Spáni og Þýskalandi.

Þar mætir Spánn Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×