Serena Williams og Roger Federer eru bæði komin áfram í þriðju umferð Opna ástralska meistarmótsins í tennis, fyrsta risamóti ársins sem hófst nú á mánudag.
Williams hafði betur gegn Hsieh Su-Wei frá Taívan, 6-1 og 6-2, og þurfti ekki mikið að hafa fyrir sigrinum eins og tölurnar bera með sér.
Williams er efsta kona heimslistans en Maria Sharapova, sem er í fimmta sæti, komst einnig áfram eftir öruggan sigur á Aliaksandra Sasnovich frá Hvíta-Rússlandi, 6-2 og 6-1.
Sjá einnig: Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu
Williams mætir Daria Kasatkina frá Rússlandi í 3. umferð mótsins og Sharapova leikur gegn hinni bandarísku Lauren Davis.
Í karlaflokki vann Federer sigur á Úkraínumanninum Alexandr Dolgopolov, 6-3, 7-5 og 6-1. Federer mætir í næstu umferð Grigor Dimitrov frá Búlgaríu.
Síðar í dag mætir Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, Frakkanum Quentin Halys í sinni viðureign í 2. umferð.
Auðvelt hjá Serenu og Federer
Tengdar fréttir
Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu
Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum.